Morgunblaðið - 04.12.2008, Page 4

Morgunblaðið - 04.12.2008, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson og Guðna Einarsson UMTALSVERÐUR samdráttur hefur orðið hjá leigu- bílastöðvunum á undanförnum mánuðum, að sögn Sæ- mundar Kr. Sigurlaugssonar framkvæmdastjóra Hreyf- ils/Bæjarleiða, sem er langstærsta stöðin með 370 leigubíla. Að sögn Sæmundar var samdrátturinn í nýliðnum nóv- ember 22% ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Sam- dráttur milli nóvember og október er 11%. Er þá miðað við afgreiddar ferðir frá stöð. Sæmundur segir að samdrátturinn nái bæði til einstak- linga og fyrirtækja, sem notað hafa þjónustu leigubíla- stöðvanna. Hann segir að mörg fyrirtæki, sem hafi verið stórir viðskiptavinir stöðvanna, hafi dregið saman seglin. Hækkanir á eldsneyti og aðkeyptri þjónustu, t.d. á verk- stæðum, hafi komið illa við leigubílstjóra og þeir hafi ekki nema að litlu leyti getað mætt þeim með hækkun taxta. Þrátt fyrir þetta hafa engir leigubílstjórar hætt akstri. Helmings samdráttur „Vinnan hefur dregist saman alla vega um helming frá því á liðnu vori,“ sagði Sólveig Þóra Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sendibílastöðvarinnar hf. Minnkunin er á öllum sviðum, lítið af búslóðaflutningum, fólk kaupir lítið af húsgögnum og öðrum stórvörum. Allar framkvæmdir liggja í láginni og lítið flutt af byggingarvöru, verslanir hafa ekki leyst út vörur undanfarið. „Við endurspeglum bara þjóðfélagið. Það er kannski helst að fólk panti bíl til að flytja það sem keypt er í nytjamörkuðum. Fólk hefur ekki peninga og allir að spara,“ sagði Sólveig. Á Sendibílastöðinni hf. störfuðu 102 bílstjórar 1. októ- ber s.l. Tíu þeirra eru hættir og þrír ætla að hætta um áramótin en sendibílstjórarnir hafa mánaðar uppsagn- arfrest. „Menn eru að þrauka en það getur bæst í hóp þeirra sem hætta ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Sól- veig. Hún sagði suma bílstjóranna hafa verið með fasta samninga um akstur. Þeir hafi ýmist haldið föstu vinnunni eða henni verið sagt upp. Reksturskostnaður bílanna hefur einnig rokið upp. Bílaflotinn á Sendibílastöðinni er tiltölulega nýlegur og margir keyptu bílana á myntkörfulánum. Sólveig sagði að þeim hafi yfirleitt tekist að frysta lánin. sisi@mbl.is og gudni@mbl.is Verulegur samdráttur  Hár rekstrarkostnaður að sliga flestar helstu leigu- og sendibílastöðvar  Stórir viðskiptavinir draga saman seglin  Samdráttur í nóvember um 22% Í HNOTSKURN »Kreppan í þjóðfélaginu erfarin að segja til sín hjá bílstjórum leigu- og sendibíla. »Rekstrarkostnaður hefurrokið upp að undanförnu og minni eftirspurn er eftir akstri með vörur og fólk milli staða. Morgunblaðið/Sverrir Leigubílar Mikill samdráttur hefur verið í akstri leigubíla á undanförnum kreppuvikum. HVATNINGARVERÐLAUN Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) voru veitt í annað sinn í gær á alþjóðadegi fatlaðra. Veitt voru þrenn verð- laun, til fyrirtækis, stofnunar og einstaklings, sem þykja hafa skarað fram úr og end- urspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélag- inu. Guðjón Sigurðsson var verðlaunaður í flokki einstaklinga fyrir dugnað og árangur í málefnum fatlaðra. Tónstofa Valgerðar fyrir frumkvöðlastarf í þá veru að nemendur með sérþarfir njóti forgangs til tónlistarnáms. Ak- ureyrarbær var verðlaunaður í flokki stofn- ana, fyrir frumkvöðlastarf í útfærslu á „Indep- endent living“ notendastýrðri þjónustu fyrir fatlaða. Guðjón er fyrir miðri mynd. Honum á hægri hönd er Valgerður Jónsdóttir skóla- stjóri Tónstofu Valgerðar, en á vinstri hönd Kristín Sigursveinsdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar. silja@mbl.is Verðlaunuð fyrir frumkvöðlastarf og dugnað Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is ERLENT félag ætlar að gera bindandi tilboð í Kaupþing í Lúxemborg og verður upplýst á föstudag hverjir það eru. „Það er ekkert í hendi fyrr en ljóst er hvernig fer,“ segir Friðjón Einarsson talsmaður Kaupthing Bank í Lúxemborg. Friðjón segir marga hafa sýnt bankanum áhuga en þessi eini standi eftir. Yfirvöld í Lúxemborg hafa umsjón með dótturfyrir- tækinu og réðu endurskoðunarfyrirtækið KPMG til verksins. Bankinn fór í greiðslustöðvun eftir fall bank- anna hér en hann er fyrsti erlendi bankinn í eigu Íslend- inga, stofnaður 1998. Enn er unnið að því að leysa vanda Landsbankans og Glitnis í Lúxemborg, sem einnig eru í greiðslustöðvun, og óljóst hvert framhaldið verður. Aðeins hluti þeirra Ís- lendinga sem unnu í Landsbankanum sækir vinnu dag- lega. Í Glitni störfuðu fjórir Íslendingar. Þeir eru allir enn við störf. Íslensku skilanefndirnar sjá um uppgjör bankanna. Opna tilboð í Kaupþing Morgunblaðið/Ólafur UM 80% af starfsfólki á fast- eignasölum hefur verið sagt upp á þessu ári. „Ástandið á fast- eignamarkaðin- um er mjög alvar- legt og eigendur allflestra fast- eignasala róa líf- róður í þeirri von að markaðurinn taki eitthvað við sér strax á næstu mánuðum,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Hann segir að ástandið sé alvar- legra og svartara en það hafi nokkru sinni verið frá upphafi fasteignasölu á Íslandi. Það sé sorglegt að sjá hæft, vel menntað og öflugt fólk á þessu sviði í algerri óvissu hvað verði um það. Taki fasteignamarkaðurinn ekki við sér á næstu mánuðum muni það leiða til algers hruns fasteignasala- stéttarinnar. Krísunefnd sett á laggirnar Grétar segir að búið sé að setja á laggirnar sérstaka krísunefnd skip- aða reyndum fasteignasölum. Nefndin, sem kemur saman í dag, muni „huga að mögulegum úrræðum í þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er þegar nánast engin fasteignavið- skipti eiga sér stað. Og um leið þá hættu sem þjóðarauðurinn er í, en hann hefur að stærstu leyti að geyma fasteignir fólksins í landinu“. Verði fasteignamarkaðurinn fros- inn miklu lengur muni verðmæti fólks í fasteignum þess skaðast enn meira en þegar hafi gerst. Hann segir að það sé nauðsynlegt að brugðist verði við því frosti sem sé á markaðinum og að lögboðið hlut- verk Íbúðalánasjóðs, um að aðstoða fólk að eignast þak yfir höfuðið, verði tryggt. Um 80% hafa misst vinnuna Grétar Jónasson Alvarlegt ástand á fasteignamarkaðinum HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Bjarni Sæmundsson heldur um helgina til síldarrannsókna. Verða þá tvö skip við rannsóknir og mælingar á síld- arstofninum og er það gert í ljósi að- stæðna, en þriðjungur síldar sem hefur verið landað undanfarið hefur verið sýktur. Dröfn heldur til rannsókna í Stakksfirði og á Breiðafirði á föstu- dag. Í kjölfarið heldur Bjarni Sæ- mundsson til rannsókna og leitar frá Vestmannaeyjum og vestur um á dýpri slóð heldur en Dröfnin. Hoffell SU leitaði að síld fyrir norðan landið og kastaði í fyrradag í Steingrímsfirði. Síldin var sýkt. Tvö skip rannsaka Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 50% AFSLÁTTUR 90 x 200 cm 120 x 200 cm 150 x 200 cm 180 x 200 cm Verð frá kr. 44.450,- Verð frá Kr. 55.950,- Verð frá Kr. 67.450,- Verð frá Kr. 80.950,- Verðdæmi með afslætti: af öllum rúmum út desember VERÐHRUNPatti húsgögn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.