Morgunblaðið - 04.12.2008, Side 8

Morgunblaðið - 04.12.2008, Side 8
Morgunblaðið/Kristinn. Öskjuhlíð Bygging húsnæðis HR er meðal fárra stórra framkvæmda sem unnið er við. 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „STAÐAN er einfaldlega þannig að það er búið að segja upp stórum hluta af mann- skapnum,“ segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, spurður um ástandið í byggingaiðnaði. Þorbjörn segir ekki fjarri lagi að áætla að um 3-4000 bygg- ingamenn verði atvinnulausir í byrjun næsta árs. Þorbjörn fagnar áætlun stjórnvalda til hjálpar fyrirtækjum en þar er m.a. talað um að lögð verði áhersla á mannaflsfrekar at- vinnuskapandi aðgerðir í samstarfi við sveit- arfélög. Þorbjörn leggur áherslu á að talað verði skýrt um hvaða aðgerðir og einstök verkefni sé átt við, svo að fyrirtækin geti hagað rekstri og mannahaldi í samræmi við það. Hann segir fá stór verk í gangi fyrir utan byggingu Háskólans í Reykjavík og Tónlist- arhússins og óvissa sé um framhaldið á síð- arnefndu framkvæmdinni. Hann segist ótt- ast að 3-4 þúsund byggingamenn verði atvinnulausir í byrjun næsta árs og það sé um þriðjungur af þeim mannafla sem sé eðlilegur í byggingagreinum. „Þegar flest var um mitt síðasta ár voru yfir 15 þúsund manns við störf í bygginga- og mannvirkjagerð,“ segir Þorbjörn. „Ástandið var reyndar óeðlilegt þegar svo margir voru við þessi störf, stórfram- kvæmdir fyrir austan og mikil þensla á suð- vesturhorninu. Útlendingum fjölgaði mjög í byggingagreinum og voru mörg þúsund þegar mest var. Við teljum eðlilegt að um 11 þúsund manns séu við þessi störf og fækkun niður í þann fjölda starfsmanna hefði verið aðlögun að eðlilegum aðstæðum. Nú erum við ekki að tala um aðlögun heldur hrun og sér ekki fyrir endann á því,“ segir Þorbjörn. Ófaglærðir misstu vinnuna fyrst Hann sagði að nú væru um 700 faglærðir, íslenskir iðnaðarmenn skráðir atvinnulausir, þ.e. þeir væru hættir að fá laun og um síð- ustu mánaðamót hefðu fyrstu hóparnir farið af launaskrá. Uppsagnir kæmu inn með auknum þunga um næstu mánaðamót og síðan kæmu mjög miklar uppsagnir til framkvæmda um mánaðamótin janúar-febrúar. Innan Samiðnar eru m.a. stéttarfélög fag- lærðra byggingamanna. Þorbjörn sagði að svo virtist sem ófaglærðir hefðu misst vinn- una fyrst og þá einkum útlendingar. Síðan hefði komið að faglærðum og þar væri eng- inn munur á eftir starfsgreinum. Minni fyr- irtæki hefðu orðið að grípa til uppsagna eins og þau stærri þó svo að minna hefði borið á þeim því þau þyrftu yfirleitt ekki að til- kynna hópuppsagnir. Ekki aðlögun heldur hrun Morgunblaðið/Árni Sæberg Byggt Í Sæmundarskóla í Grafarholti hefur hópur 16 Litháa undanfarið unnið við jarðvinnu og sökkla á vegum fyrirtækisins Adakris. Fyrri hluta næsta árs má reikna með að þar verði tugir Íslendinga við störf. Vinnusvæðið sést fremst á myndinni.  Búist við að 3-4000 byggingamenn verði atvinnulausir í byrjun næsta árs  Um 700 faglærðir iðn- aðarmenn nú skráðir atvinnulausir  Uppsagnir til framkvæmda með auknum þunga upp úr áramótum „Það er brýnt að við fáum að vita hvað ríkið ætl- ar sér og ekki síður hver verður stefna sveitarfé- laganna,“ segir Friðrik Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði og starfsmaður Samtaka iðnaðarins, spurður um stöðuna á byggingamarkaði. Hann segir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar góðan svo langt sem hann nái, en þar séu engar „patent- lausnir“ og margt óljóst. „Eins og staðan er núna eru fyrirtæki að stöðv- ast,“ segir Friðrik. „Erlendu lánin eru baggi á mörgum, en ekki síður verkefnastaða og fjár- mögnun. Í greininni eru menn hættir að ræða um framleiðsluna, þ.e. nýbyggingar, en nú er svo komið að viðhaldsvinna er líka að stöðvast út af fjármagnsskorti. Mörg sveitarfélög skera niður verkefni og hætta við önnur, til dæmis Hafnarfjörður og Kópavog- ur. Við teljum hins vegar að einmitt núna ættu sveitarfélögin að koma sterk inn með verkefni og vonandi lagast þetta með nýju fjárhagsári,“ sagði Friðrik. Hann sagði að ýmis brýn verkefni þyrfti að leysa þótt þau tengdust ekki stóru myndinni og nefndi sem dæmi að verið væri að reyna að finna leiðir svo að iðnnemar gætu haldið áfram námi. Fyr- irtæki gætu sagt upp nemasamningi vegna bágr- ar verkefnastöðu, en það væri hagur grein- arinnar að sem flestir gætu haldið áfram með sitt iðnnám. Margt óljóst í aðgerðaáætlun stjórnvalda 15.500 við störf í bygginga- og mann- virkjagerð um mitt ár 2007 10.500 er talinn eðlilegur fjöldi starfs- manna í þessum greinum. 7.500 með störf í byggingariðnaði í byrjun febrúar á næsta ári. UPP á síðkastið hefur litháska fyrirtækið Adakris, sem byggir Sæmundarskóla í Graf- arholti, viljað ráða íslenska iðnaðarmenn í auknum mæli til starfa. Ástæða þessa er sú að dýrt er orðið að flytja inn erlent vinnuafl sem fær laun í erlendum gjaldmiðli og því þykir hagkvæmara að ráða íslenskt starfsfólk. Þeg- ar boðið var í verkið í sumar var erfitt að fá Íslendinga í vinnu, en nú er framboðið meira en eftirspurnin. Einar Matthíasson, byggingarstjóri í Sæ- mundarskóla, segist reikna með að um ára- mót haldi flokkur litháskra starfsmanna heim á leið, en við taki alfarið íslenskir starfs- menn. Hann reiknar með að í janúar verði þeir um 20 talsins, en þegar komið verði fram í marsmánuð verði þar yfir 50 Íslendingar að störfum, í öllum greinum. Samningur borgarinnar við Adakris í haust um byggingu Sæmundarskóla var um- deildur. Kostnaðaráætlun við bygginguna var 1,35 milljarðar, en Adakris bauð 1,16 milljarða eða 86,2% af kostnaðaráætlun. Ris átti næstlægsta tilboðið sem var 30 milljónum króna hærra. Vill kraft í viðhaldsverkefni „Þetta er stór vinnustaður í Sæmund- arskóla og skiptir miklu máli að íslenskir iðn- aðarmenn fái störf þarna,“ segir Baldur Baldvinsson, framkvæmdastjóri Sambands byggingarmanna. Sömuleiðis bindur Baldur vonir við að kraftur verði settur í viðhaldsverkefni, sem í mörgum tilvikum hafi setið á hakanum í þenslu undanfarinna ára. Meistarafélag húsasmiða og Trésmiðafélag Reykjavíkur sjá um uppmælingar fyrir bygg- ingariðnaðinn. Í nýliðnum nóvember var meira af mælingum en í nóvember í fyrra. „Enn eru nokkur stór verk í gangi og þetta sýnir að við erum ekki komnir niður í dýpsta öldudalinn,“ segir Baldur. „Eftir áramót verður staðan hins vegar mjög dökk og þá fækkar verkefnum gíf- urlega. Viðhaldsverkefni gætu svo farið í gang í febrúar-mars, en þá verður að vera hægt að útvega fjármagn, en slíkt hefur ekki verið auðvelt undanfarið.“ Erfiðleikar jafnt hjá stórum fyrirtækjum sem smáum Baldur segir að staðan í nýbyggingum sé mjög döpur og sum fyrirtæki séu með stóra lagera af íbúðum. Erfiðleikarnir séu jafnt hjá stórum fyrirtækjum sem smáum. Af ein- stökum verkefnum segist Baldur gera sér vonir um að áfram verði haldið með Tónlist- arhúsið. Búið sé að gera samninga við mörg erlend fyrirtæki og verði verkinu ekki haldið áfram geti það kallað á skaðabótakröfur. Í Sambandi byggingamanna eru samtök fé- laga í byggingariðnaði sem ekki eru innan Samtaka iðnaðarins, t.d. Meistarafélag húsa- smiða, Félag pípulagningameistara og Félag byggingameistara á Suðurnesjum. Íslendingar starfa í Sæmundarskóla  Hagkvæmara að ráða íslenskt vinnuafl  Aukning á uppmælingu í síðasta mánuði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.