Morgunblaðið - 04.12.2008, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008
Í ÖLLUM STÆRÐUM
VINNUPALLAR
Við bjóðum nú síðustu vinnupallana á gamla genginu.
Hafðu samband í síma 422-7722 615-1515.
Tryggðuþér eintak -frábærverð í boði
topdrive.is Smiðjuvöllum 3230 Reykjanesbæ422 7722 - 615 1515
10
FIN LUBE TEFLON smur og varnarolía fyrir allan iðnað
og sjávarútveg. Efnið myndar þurra himnu sem hefur
langvarandi smureiginleika og er fullkomin vörn gegn
tæringu. FIN LUBE þolir vatn, salt og breytilegt hitastig.
Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík
10efni í einum brúsa
S. 544 5466 / www.kemi.is
FRÉTTASKÝRING
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnardóttur
gag@mbl.is
FORMENN bankaráða nýju bank-
anna gátu ekki svarað því í gær
hvernig þeir myndu uppfylla tillögur
ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að
bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja.
„Þessum spurningum get ég ekki
svarað fyrr en stjórn bankans hefur
fjallað um málið,“ svarar Valur Vals-
son, formaður bankaráðs Glitnis, í
tölvupósti. „Það verður fljótlega.“ Í
sama streng tekur Magnús Guð-
mundsson, formaður bankaráðs
Kaupþings. Stefnan verði mótuð á
fundi stjórnar bankans sem fundar í
dag og á mánudag. Ekki náðist í Ás-
mund Stefánsson, formann banka-
ráðs Landsbankans.
Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er
nýju bankaráðunum gert að setja sér
skýrar viðmiðunarreglur um fyr-
irgreiðsu við fyrirtæki í landinu.
Reglurnar eiga að taka til lengingar
lána, niðurfærslu skulda, breytingar
lána í eigið fé og sameiningar fyr-
irtækja. Þær eiga að vera gegnsæjar
og viðbrögðin samræmd. Bankaráðin
eiga að efla innra eftirlit bankanna og
skipa óháðan umboðsmann við-
skiptavina í hverjum banka. Þá
beindi ríkisstjórnin þeim tilmælum til
bankaráðanna að hafa hliðsjón af
meginreglum um samkeppnissjón-
armið.
Í skriflegri fyrirspurn Morg-
unblaðsins var spurt hvort bankaráð-
in vinni að sameiginlegum reglum.
Einnig hve langan tíma tæki að setja
reglurnar og hvenær bankarnir byrji
að breyta skuldum fyrirtækja í eigið
fé og hvenær umboðsmaður við-
skiptamanna yrði skipaður. For-
mennirnir voru spurðir hvort þeir
myndu beina því til starfsmanna
sinna að horfa heldur til samkeppn-
issjónarmiða en þeirrar upphæðar
sem boðin væri í fyrirtæki. Sam-
kvæmt upplýsingum forsætisráðu-
neytisins hefur bönkunum verið veitt
undanþága til að skipa vinnuhóp um
verklagsreglur. Illugi Gunnarsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, sitja í
vinnuhópi ríkisstjórnarinnar. Illugi
segir viðmiðunarreglurnar þurfa að
liggja fyrir eins fljótt og auðið er og
að allir í bönkunum séu meðvitaðir
um það. Illuga og Steinunni Valdísi er
umhugað um að starfsemi nýju bank-
anna njóti trausts og að starf þeirra
þoli skoðun. Fyrirgreiðslupólitík sem
tíkaðist í tíð gömlu ríkisbankanna
megi ekki endurtaka sig. „Við setjum
því bankaráðunum rammann og lát-
um það í hendur þeirra hvaða fyr-
irtæki eru metin lífvænleg og hvers
vegna,“ segir Steinunn Valdís.
Björgvin G. Sig-
urðsson við-
skiptaráðherra
segir það ekki
áfellisdóm yfir
neyðarlög-
unum að er-
lendu kröfuhöf-
unum sé nú
boðið að breyta
kröfum sínum í
gömlu bönk-
unum í hlutafé í þeim nýju, eins og
ríkisstjórnin stefnir nú að. „Nei,
þvert á móti. Þetta er úrvinnsla úr
neyðarlögunum. Kjarni neyðarlag-
anna var fyrst og fremst sá að
tryggja innlenda bankastarfsemi
og sparifjáreigendur og það tókst.
Eftir á að hyggja er það nokkuð
ævintýralegt að okkur skuli hafa
tekist það en svo er okkar að vinna
úr falli bankanna.“
Valgerður Sverrisdóttir, formað-
ur Framsóknarflokksins, er ánægð
með að semja eigi við erlendu
kröfuhafana. „Með þessu er ekki
verið að útiloka erlendu kröfurnar
eins og virtist vera meiningin í
orðum ýmissa ráðamanna sem töl-
uðu fyrst eftir hrun bankanna. En
greinilega er hér horfið frá því.“
Áfellisdómur yfir neyðarlögunum?
Boltinn hjá bankaráðunum
Bankaráð nýju bankanna þurfa að vinna hratt að viðmiðunarreglum.
Þau eiga einnig að skipa umboðsmann viðskiptamanna í alla bankana þrjá.
Morgunblaðið/RAX
Móta reglurnar Reglumótun í miðjum aðgerðum er hlutskipti bankaráða, skilanefnda, eftirlitsstofnana og ráðu-
neyta. Hér sátu forsvarsmenn fund um verklagsreglur fyrir skilanefndirnar í síðustu viku.
Björgvin G.
Sigurðsson
FARÞEGUM sem fóru um Flugstöð
Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflug-
velli í nóvember fækkaði um tæp
36% miðað við sama mánuð í fyrra,
úr 143 þúsund farþegum árið 2007 í
92 þúsund farþega nú.
Farþegum til og frá Íslandi fækk-
aði rúmlega um 37% milli ára, en far-
þegum sem millilenda hér á landi á
leið yfir Norður-Atlantshafið fækk-
aði um tæp 25%.
Þetta er mesta fækkun milli mán-
aða í sögu flugstöðvarinnar. Í kjölfar
hryðjuverkaárásanna í New York
11. september 2001 fækkaði farþeg-
um umtalsvert. Mest var fækkunin í
apríl 2002, en þá fækkaði farþegum
um 27,4% miðað við apríl 2001.
sisi@mbl.is
Metfækkun
í Leifsstöð
Morgunblaðið/Ómar
SÍÐUSTU 10 daga hafa komið upp 5
fíkniefnamál hjá lögreglunni á Ak-
ureyri. Við fíkniefnaeftirlit hafa ver-
ið höfð afskipti af nokkrum mönnum
og sumir voru handteknir. Húsleit
var gerð á nokkrum stöðum.
Lögreglan telur að tveir þeirra
sem hún handtók hafi stundað fíkni-
efnasölu og að efni sem lagt var hald
á hjá þeim hafi verið ætluð til sölu;
kannabisefni og amfetamín.
Síðastliðna þrjá mánuði hefur lög-
reglan handtekið 16 manns sem hún
telur hafa stundað fíkniefnasölu á
Akureyri, þrjá þeirra oftar en einu
sinni með fíkniefni.
Lögreglan minnir á fíkniefnasím-
ann 800-5005 þar sem koma má á
framfæri upplýsingum um fíkniefna-
mál. Þetta er símsvari þar sem fólk
getur komið upplýsingum á fram-
færi nafnlaust. Starfsmenn ríkislög-
reglustjóra taka niður upplýsingar
sem berast og koma þeim áleiðis til
lögregluembættanna.
Fíkniefna-
salar teknir