Morgunblaðið - 04.12.2008, Page 18

Morgunblaðið - 04.12.2008, Page 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 RÍKISSAKSÓKNARI hefur ekki ákveðið hvort sýknudómi yfir sr. Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi, verður áfrýjað. Sr. Gunnar var í fyrradag sýkn- aður af ákæru um kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum og brot gegn barnaverndarlögum. Eftir að málið kom upp veitti biskup Íslands sr. Gunnari lausn frá embætti um stundarsakir. Ákvörðun um lausn frá embætti gildir þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir í málinu, skv. upplýsingum Biskupsstofu. Femínistar fordæma sýknudóm Femínistafélag Íslands fordæmdi í gær sýknudóminn yfir sr. Gunnari. Í yfirlýsingu frá félaginu er minnt á að 25. nóvember hafi verið ýtt úr vör 16 daga alþjóðlegu átaki gegn kyn- bundnu ofbeldi. „Á sama tíma fellur enn einn sýknudómur hérlendra dómstóla. Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, var úrskurðaður saklaus af ákæru um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart tveimur unglingsstúlkum. Að auki var bótakröfum vísað frá dómi. Orð og upplifun stúlknanna var að engu höfð og líkamsréttur þeirra og mannréttindi virt að vettugi af dóm- stólum. Femínistafélag Íslands fordæmir kynferðislegt ofbeldi og þar með sýnkudóm héraðsdóms Suðurlands. Femínistafélagið gerir þá kröfu að ríkisstjórn Íslands geri það að for- gangsatriði að uppræta kynbundið ofbeldi og standi við alþjóðlegar yf- irlýsingar. Það nægir ekki að bar- áttan gegn ofbeldi sé í innantómu orði; hún þarf að vera borin á borð,“ segir í yfirlýsingunni. runarp@mbl.is Sr. Gunnar ekki til starfa að svo stöddu Í HNOTSKURN » Samkvæmt upplýsingumfrá ríkissaksóknara verð- ur ákvörðun um áfrýjun flýtt eftir mætti þar sem sr. Gunnar hefur ríka hagsmuni af skjótri úrslausn málsins. » Eftir að málið kom uppvar sr. Gunnari veitt lausn frá embætti um stundarsakir. » Sú ákvörðun biskups gild-ir áfram, a.m.k. þar til ákvörðun um áfrýjun liggur fyrir. Skeifan 550-4110, Smáralind 550-4140, Kringlan 550-4130, Hafnarfjörður 550-4120, Selfoss 550-4190, Vestmannaeyjar 550-4180, Egilsstaðir 550-4160, Akureyri 550-4150, Ísafjörður 550-4170 Í VERSLUNUM OFFICE1 SES Barnaföndur Spil Púsl Erlendar kiljur Gjafapokar 3 2FYRI R Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í AUGLÝSINGUM um nýjar regl- ur um skoðun ökutækja eru öku- menn varaðir við því að ef þeir fari ekki með bíla sína í skoðun á rétt- um tíma geti þeir átt von á 15.000 króna sekt. Sjaldnast er tekið fram að þetta á einungis við um þá sem eiga bifreiðar með skráningarnúm- eri sem endar á 0 en draga skoð- unina fram yfir áramót. Upplýs- ingafulltrúi Umferðarstofu segir að auglýsingarnar séu ekki villandi heldur hvetjandi. Í auglýsingunum er jafnan vísað til þess að nánari upplýsingar sé hægt að fá á heimasíðu Umferð- arstofu. Þar kemur fram að sekt- irnar byggist á breytingum á um- ferðarlögum sem tóku gildi 1. október sl. og ákvæðin um sekt- irnar taki gildi 1. janúar 2009. Mun gilda um alla Að sögn Einars Magnúsar Magnússonar, upplýsingafulltrúa Umferðarstofu, þýðir þetta að í janúar verður hægt að sekta þá sem áttu að láta skoða bíla sína í október 2008 (skráningarnúmerið endar á 0). Engin heimild er hins vegar til þess að leggja sektir á þá sem áttu að láta skoða bílinn í september 2008 eða fyrr en tröss- uðu það. Þá hafa þeir sem áttu að láta skoða bílinn í október frest til desemberloka. Það verða með öðr- um orðum engar sektir lagðar á fyrr en í fyrsta lagi 2. janúar, og þá aðeins á þá sem eiga bíla með skráningarnúmeri sem endar á 0. Á næsta ári þegar reglurnar hafa tekið gildi leggjast sektir á alla sem koma of seint með bíla í skoðun, þ.e. meira en tveimur mánuðum frá réttum skoð- unarmánuði. Sjaldnast minnst á fyrirvarann Samgönguráðuneytið hefur und- anfarið auglýst þessa yfirvofandi breytingu. Í fáum auglýsinganna er minnst á að aðeins þeir sem eiga bíla með skráningarnúmerinu 0 geti átt von á sekt. Umferð- arstofa tók þátt í gerð auglýsing- anna. Einar Magnús fellst ekki á að auglýsingarnar séu villandi. „Það er sagt að þú getir átt von á sekt, við fullyrðum ekkert um það,“ sagði Einar Magnús. „Ég vil frek- ar segja að þetta sé hvetjandi.“ Hafi menn á annað borð dregið að fara með ökutæki í skoðun felist ákveðin vakning í auglýsingunum. Fái viðkomandi enga sekt geti það verið ákveðin gleðitíðindi. Einar Magnús sagði að erfitt væri að koma öllum smáatriðum að í stutt- um auglýsingum. Ef allt ætti að koma fram yrðu auglýsingarnar að vera lengri og þar af leiðandi dýr- ari. Auglýsingar ekki vill- andi heldur hvetjandi Á næsta ári sektað fyrir að koma með bílinn of seint í skoðun Morgunblaðið/Kristinn Skoðun Umdeildar eru auglýsingar Umferðarstofu um skoðun ökutækja. HJÁ samgönguráðuneytinu er unnið að nýrri reglugerð um skoðun öku- tækja. Í drögum að henni er m.a. gert ráð fyrir að skoðunartíðni öku- tækja breytist þannig að nú verði ökutæki skoðað fyrst á fjórða ári frá skráningu en síðan á tveggja ára fresti. Þetta er í samræmi við til- skipun Evrópusambandsins frá 1996. Stærri bifreiðar og atvinnu- bifreiðar verða skoðaðar árlega. Mikilvæg breyting frá núverandi reglugerð er að þess verður ekki krafist að skoðunarstöðvar séu fag- giltar. Þess í stað skal skoðunarstofa uppfylla tiltekin ákvæði í reglugerð og stöðlum. Þessi breyting gerir bif- reiðaverkstæðum kleift að skoða bif- reiðar. Ástæðan fyrir því að nú stendur til að sekta þá sem koma með bifreiðar sínar of seint í skoðun er sú að samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu eru mörg þúsund bílar í umferð sem ekki eru með gilda aðalskoðun. Algengt er að bílar séu færðir til skoðunar nokkr- um árum of seint, skv. meðfylgjandi töflu sem byggist á upplýsingum frá Umferðarstofu. „Það er allra hagur að ekki séu ökutæki í umferðinni sem uppfylla ekki ströngustu kröfur í umferðinni,“ segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Um- ferðarstofu. Hann hvetur alla til að láta skoða bíla sína á réttum tíma.                                               !                        Breyting til samræmis við 12 ára tilskipun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.