Morgunblaðið - 04.12.2008, Síða 30

Morgunblaðið - 04.12.2008, Síða 30
30 Skoðun MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Eftir Einar Má Guðmundsson H venær sparkar knattspyrnumað- ur í miðju boltans? Er það alltaf eða aldrei? Eða bæði, því miðja boltans er líka þar sem hann sparkar ekki og þar af leiðandi alls staðar. Eða hún er þar sem hann sparkar hverju sinni. Þetta skilja allir, jafnt þeir sem hafa áhuga á fótbolta sem og hinir sem engan áhuga hafa á fótbolta. Það er eins með hnött- inn. Hann er eins og kúla í laginu eða bolti og snýst um það sem hann snýst, um sólina og sín eigin málefni. Þess vegna er engin miðja á hnettinum. Það var hins vegar ekkert fráleitt að hugsa þannig á meðan jörð- in var flöt. Ef til vill hefur jörðin haldið áfram að vera flöt í ýmsum skilningi, til dæmis efnahagslegum og félagslegum, því ef hún er hnöttur, eins og kúla eða bolti í laginu, þá er engin miðja eða réttara sagt, miðjan einfald- lega undir iljum sérhvers jarðarbúa. Það eru allir staddir í miðjunni. Það er þess vegna sem ég leyfi mér að segja: Ekki tala um stórar þjóðir og litlar þjóðir, útkjálka, heimshorn og jaðra. Miðjan hvílir undir iljum þínum, færist úr stað og eltir þig hvert sem þú ferð. Ef þessari eðlilegu landafræði væri fylgt byggjum við í betri heimi og þá væru voldugar og vanmáttugar þjóðir ekki til. Engin Afríka, engin Ameríka, engin Evrópa, engar heims- álfur byggðar á valdahlutföllum. Auðvitað svæðisbundin sérkenni en allar þjóðir samein- aðar. Þá væri hægt að tala um sameinuðu þjóðirnar, ekki bara sem stofnun heldur raun- veruleika. Þá væri ekkert Öryggisráð, enginn Alþjóðagjaldeyrissjóður, ekkert NATO. Eng- inn Georg Bush, enginn Gordon Brown, eng- inn Geir Haarde, ekki af því að við þurfum að passa okkur á ráðamönnum sem byrja á bók- stafnum G heldur þyrftum við einfaldlega enga ráðamenn. Þú getur sagt að ég sé draum- óramaður, en ég er ekki sá eini. You may say I’m a dreamer, but I am not the only one. Bara til að taka John Lennon á þetta, en páfagarður er nýbúinn að fyrirgefa honum eina af þessum setningum sem hann lét falla eða missti út úr sér. Það er undarlegt þegar menn missa út úr sér setningar og allt fer á annan endann. Eins og unga stúlkan sem hélt ræðu á Austurvelli um daginn og uppskar andúð hóps af samnem- endum sínum. Orð eru dýr. Orð eru hættuleg. Jafnvel brandarar geta komið mönnum í koll.    Þess vegna má Geir Haarde alveg kalla okk- ur skríl, og líklega meinar hann það nú ekki þannig innst inni. Ég hef enga trú á því að Geir Haarde fyrirlíti þjóð sína. Kannski verða örlög orðsins skríll þau sömu og orðsins geð- veikt, sem allt í einu missti innihald fordóm- anna og varð að jákvæðu lýsingarorði, sér- staklega á meðal unglinga. Sumt varð geðveikt flott, annað geðveikt kúl. En hvað nú ef skríl- inn fer að dreyma, ekki bara mismunandi drauma í mörgum rúmum, nei ekki bara í svefni, heldur fer alla að dreyma með opin augu, eins og Arthur Rimbaud, nema bara allsgáð og í dagsbirtu. Leyfið mér að vitna í Gabriel Garcia Marquez: „Þegar skáldið tekur mynd af raunveruleikanum framkallar filman drauma.“ Er eitthvert vit í þessu? Kannski minnir þetta of mikið á orð stjórnleysingjanna frá því í París 1968: „Vertu raunsær, og fram- kvæmdu hið ómögulega.“ Já, einn góðan veð- urdag fáum við kannski vængi á heilann og hættum að taka veruleika ykkar alvarlega. Skynsemin veður að draumum, draumarnir að markmiðum og markmiðin skynsöm. Hvað ætlar stjórnin að gera ef fólk tekur bara skuld- ir sínar og sendir þær áfram í stjórnarráðið? Stjórnarráðið myndi fyllast af umslögum. En aftur að skrílnum í neikvæðri merkingu orðs- ins: Er það ekki meiri skríll sem rænir ellilíf- eyrisþega sparnaði sínum, ungt fólk húsnæði sínu og steypir okkur í skuldir um aldur og ævi? Var reiði ungu stúlkunnar ekki fyrst og fremst táknræn reiði, draumsýn um að stjórn- in fari? Þarf virkilega að bera hana út? Af hverju fer hún ekki sjálf? Sér hún ekki að hún hefur enga möguleika og á sér engan trúverð- ugleika? Hún er aðhlátursefni um heims- byggðina og sorgleg fyrir íbúa landsins. Það sem við erum að segja við ríkisstjórnina er mjög einfalt: Þið getið tekið af okkur hús- næðið, vinnuna og jafnvel sigað á okkur lög- reglu, en þið takið ekki af okkur draumana, ekki markmiðin, ekki baráttuna. Við ætlum að vera fullvalda einstaklingar í fullvalda landi. Þið verðið einfaldlega að hlusta. Annars tæm- ist landið. Hér í gamla daga sögðu bar- áttumennirnir: Við getum ekki flutt bylting- una út en við bönnum engum að fylgja góðu fordæmi. Ef við hættum að elta fjármagnið, þá hættum við að elta vopnin, og ofbeldið hverfur. Nei, þá er engin ástæða til að ráðast inn í lönd og slá eign sinni á náttúrugæði, en það er það eina sem gaurinn hjá Evrópusambandinu, Olli Rehn, sér við okkur, það eru náttúrugæðin. Nei, hann nefndi ekki framlag Íslendinga til hins evrópska menningararfs. Hann vitnaði heldur ekki í útrásarræðu forsetans um snilld hins íslenska viðskiptamódels. Hann sagði ein- ungis að við værum velkomin í Evrópusam- bandið af því að hér væri af svo miklu að taka. Hét hann ekki annars Olli Rehn? Nei, hér var alla vega enginn draumóramaður á ferð. Þetta var ekki maður sem seinna mun fá fyrirgefn- ingu frá páfagarði. Hann missti ekkert út úr sér. Hann var raunveruleikinn uppmálaður. Nei, hann var ekki að bjóða okkur í bíó, að horfa á Chaplinmynd um flækinginn og stúlk- una hans þegar þau ganga inn í sólarlagið. Það kom hvergi fram að hann hefði lesið Sölku Völku. Það sem hann vildi fá var orkan, foss- arnir og vatnið og þetta allt ætlar hann að af- henda Gordon Brown og viðlíka skemmti- legum mönnum, það er að segja hinum valdamiklu þjóðum Evrópusambandsins. Að- eins á þeim forsendum erum við velkomin í al- þjóðasamfélagið, í partíið, í veisluna, í áfram- haldandi sukk, sem einnig mun steypa okkur í glötun, bara á örlítið lengri tíma. Evrópusam- bandið er líka gjaldþrota. Vasar Gordons Brown eru tómir.    Nei, það voru engir sérsamningar, bara stefna Evrópusambandsins. Beint í æð. Það hlýtur að vera skemmtilegt fyrir svona náunga að vita af heilum trúarsöfnuði sem situr í rík- isstjórn og þylur kröfuna um inngöngu í Evr- ópusambandið eins og helgibæn eða möntru; og þetta segi ég aðeins af því að það er ekkert búið að ræða innihald þessa sambands, það hefur engin samfélagsleg umræða farið fram, engin viturleg umræða, og þetta segi ég alveg óháð því hvert slík umræða myndi leiða okkur. Ég held að í raun eigi Evrópusambandið ákaf- lega vel við íslenska stjórnmálamenn. Þeir vilja ekki axla ábyrgð hér heima. Með inn- göngu í sambandið flyst ábyrgðin úr landi. Þá verða ákvarðanir um mikilvæg málefni svo langt í burtu að engum kemur við hvað gerist. Þá verður allt miklu fleirum að kenna, jafnvel einhverjum ópersónulegum skriffinnum sem enginn veit hvað heita eða hvort þeir eru yf- irhöfuð til. Þetta er draumastaða íslenskra stjórnmálamanna og svona haga þeir sér nú þegar. Á skrifborðum úti í heimi verða teknar ákvarðanir um afdrif byggða og bústofna, um orkulindir og vatnsforða. Við erum auðvitað búin að leiða mikið af þessum hörmungum yfir okkur sjálf, í gegnum kvótakerfið, stór- iðjustefnuna og stjórnmálamenn. Auðvitað kunna að berast einhverjar vitrænar tillögur og klíkusjónarmið kunna að hverfa. Ég veit um menn sem hefur verið vísað alls staðar á dyr á Íslandi en fengið fína afgreiðslu hjá Evr- ópusambandinu á sínum málum. Ég vil bara að við fleygjum þessari umræðu út í þjóðfélag- ið og ræðum hana eins og uppréttir menn, ekki bara með já og amen eða nei alls ekki, heldur um hvað snýst málið? Enn sem komið er segja skoðanakannanir ekkert um viljann til að ganga í Evrópusambandið. Það væri eins hægt að kanna verðlag á tunglinu eða tilvist guðs. Það er hins vegar á ábyrgð stjórn- málaflokkanna að snúa sér að innihaldi þess- arar umræðu og hún getur alveg farið fram á meðan tekið er til hér heima, en tiltektin hefur forgang, því það sem við myndum vilja miðla með nærveru okkar verðum við að hafa öðlast sjálf. Við sem viljum að ríkisstjórnin fari get- um töfrað fram hundruð manna og kvenna með jafn mörg ráð. Engin þeirra geta verið jafn vond og ráðaleysi stjórnvalda.    Út frá sögunni vitum við að upphaflega hafði Evrópusambandið það göfuga markmið að koma í veg fyrir að Frakkar og Þjóðverjar færu í hár saman en um leið annað markmið og kannski varasamara, sem sé, frjálsan flutn- ing vinnuafls til þess að brjóta niður samstöðu verkafólks og gefa auðmagninu ferðafrelsi, að fyrirtæki gætu flutt sig af svæðum þar sem vinnudeilur kæmu upp eða þangað sem vinnu- afl væri ódýrara. Þetta samhengi hefur auðvit- að breyst eftir að frjáls flutningur vinnuafls er orðinn staðreynd og fólk flytur sig um set eftir því hvar vinnu er að fá, eftir því hvernig fjár- magnið hreyfist. En kjarninn er sá sami, og hér er spurning um yfirlýst markmið og raun- veruleg markmið, svipað og NATO var á yf- irborðinu stofnað til að halda Rússum í skefj- um þó að lykilgrein NATO-sáttmálans snúist um að festa þjóðfélagskerfi kapitalismans í sessi eða vestrænt lýðræði vilji menn nota fína heitið. Spekin er sú að óvinurinn sé í rauninni inni í ríkinu en ekki utan þess, enda kom aldrei til átaka á milli NATO og Rússlands. Hins vegar kom NATO á fót herforingjastjórn í Grikklandi árið 1967 til að koma í veg fyrir að lýðræðislega kjörnir sósíalistar settust að völdum. Það kom líka til tals að beita NATO- hernum á Miðnesheiði í allsherjarverkfallinu á Íslandi árið 1955. Sömu afstöðu höfðu Rússar til sinna innanríkismála. Herir Varsjár- bandalagsins voru notaðir til að berja á fólki í þeirra eigin ríkjum, eins og Ungverjalandi 1956 og Tékkóslóvakíu 1968. Ég skal ekkert fjölyrða um þær breytingar sem Evrópusam- bandið og NATO hafa gengið í gegnum í ár- anna rás. Þau hafa bæði lagst undir hnífinn og farið í ýmsar lýtaaðgerðir. Til að mynda hefur NATO reynt að skapa sér yfirbragð Samein- uðu þjóðanna og því virðast jafnaðarmennirnir í Samfylkingunni trúa. Nú heita hermenn frið- argæsluliðar og orð eins og alþjóðasamfélagið eru notuð um vald Bandaríkjanna og banda- manna þeirra.    Sama er að segja um Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn, sem leitt hefur skelfingar yfir næstum því öll hagkerfi sem hann hefur komið nálægt og virðist helst umhugað um að útlendir lán- ardrottnar nái undirtökum í íslenska banka- kerfinu. Þá eignast þeir um leið skuldirnar, fyrirtækin og heimilin. Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn hefur fengið innlendar málpípur og á sér talsmenn hér á landi, menn eins og Vilhjálm Egilsson. Um hann og hans athafnir sem stjórnmálamanns skrifaði gamall flokksbróðir hans Sverrir Hermannsson athyglisverða grein um daginn. Sverrir skrifaði sína grein í því samhengi við upphaf bankahrunsins en þá sagði Vilhjálmur Egilsson að ekki ætti að finna sökudólga og ábyrgðarmenn fyrir hruninu og „eyða sem minnstum tíma í reiði og nornaveiðar. Traustið er aðalmálið“. Um þetta segir Sverrir Hermannsson: „Þetta er maðurinn sem um árið var formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í hjáverkum, en framkvæmdastjóri Verslunarráðsins að að- alstarfi og laumaði árið 1996 inn lagabreyt- ingum, sem gerðu sægreifum fært að flytja söluandvirði gjafakvótans skattlaust úr landi. Talið er að þannig hafi alikálfar Davíðs og Halldórs flutt allt að 500 milljarða króna í skattaparadísir Lúxemborgar, Hollands, Ermarsundseyja og víðar. Að vísu varð þeim það á að kaupa fyrir a.m.k. helming fjárins hlutabréf í fyrirtækjum útrásarmanna á Ís- landi, Hannesar Smárasonar og annarra fjár- málasnillinga sem of langt mál yrði upp að telja. Og svona er værðarvoðin áfram ofin af landsstjórnarmönnum sem sárbiðja almenn- ing um traust á sér og sínum – og að sýna samstöðu. Að vísu var það ekki sérlega traust- vekjandi að forsætisráðherra skyldi hefja áreiðina með faðmlagi við Kjartan Gunn- arsson, varaformann Landsbanka Íslands. (Innan sviga: Hvers konar viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í Landsbanka Íslands að fjárhæð 37 milljarða króna, eða 17% af öllu hlutafé bankans, síðustu mínúturnar í lífi bankans?) Ófrávíkjanleg skilyrði hljóta að verða sett fyrir samstöðu, trausti og trúnaði milli al- mennings og stjórnvalda: Að opinber rann- sóknarnefnd verði skipuð til að rannsaka ofan í kjölinn allt einkavæðingarferli valdhafa á ár- unum 1995 til 2007, og niðurstöður birtar al- menningi. Erlendir sérfræðingar verði fengnir til að meta þær niðurstöður. Opinber rannsóknarnefnd verði sett á lagg- irnar, sem geri rækilega úttekt á starfsemi einkabankanna, og ráðgjafar erlendra sér- fræðinga leitað við þann starfa.“    Svo mælir Sverrir Hermannsson. Nú í byrj- un desember eru tveir mánuðir frá banka- hruninu og tveir mánuðir frá því að Sverrir skrifaði þessa grein. Ég hef oftast lesið grein- ar eftir Sverri Hermannsson vegna stílbragða. Nú sé ég að það er full ástæða til að rýna í innihaldið. Nú eru hin augljósu atriði grein- arinnar að verða að veruleika. Það sem Sverrir Hermannsson og flest skynsamt fólk sagði strax í upphafi er loks að renna upp fyrir stjórnvöldum eða þau eru að láta undan þrýst- ingi. Það er nefnilega ekki hægt að segja að stjórnvöld hafi gengið vasklega til verka eða af fúsum og frjálsum vilja. Fyrst átti katt- arþvotturinn að duga, fólkið í landinu að snúa bökum saman og gera jarmið í Vilhjálmi Eg- ilssyni og kirkjuyfirvöldum að sínum málstað. En nú grípa menn af sauðahúsi Vilhjálms Eg- ilssonar til nýrra frasa. Að eyða sem minnst- um tíma í reiði og nornaveiðar heitir nú „að bíða eftir því að rykið setjist“. Einn auðmað- urinn sagði þetta, hann myndi tjá sig þegar rykið væri sest. Hann meinar þegar kyrrð er komin á og auðmennirnir geta keypt allt fyrir slikk. Ég spyr: Er málstaður Vilhjálms Egils- sonar trúverðugur í ljósi alls þessa? Öll löngun hans og ákafi í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn? Nei! Hann er ekki trúverðugur, og það breytir engu þótt sjálfur sé Vilhjálmur Egilsson vænsti drengur og prúður sem slíkur. Vil- hjálmur vill tryggja Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem mest réttindi hér á landi. Hann hefur sagt opinberlega að skuldum útlendra banka eigi að breyta í hlutafé í íslenskum bönkum. Þetta munu þeir nota til að yfirtaka skuldsett fyr- irtæki, jafnvel orkufyrirtæki. Kannski þurfum við þá ekkert að ganga í Evrópusambandið. Við getum bara sagt þeim að við séum í Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. Markmið þessara stofnana eru þau sömu, að komast í auðlindir okkar og orku og gera alþjóðlegum auðfyr- irtækjum það kleift. Þetta staðfesta Olli Rehn frá Evrópusambandinu og Vilhjálmur Eg- ilsson, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hér er margfalt stærra gjafakvótakerfi á ferðinni en gjafakvótakerfið í sjávarútvegi en það lýtur nákvæmlega sömu lögmálum. Það á ekki bara að gera okkur að beiningamönnum heldur beinlínis færa okkur á silfurfati upp í ginið á þessum alþjóðlegu stofnunum og ráðamönnum þeirra. Íslenskir auðmenn knésetja okkur en koma okkur um leið upp í fangið á öðrum auð- mönnum, þeim sömu og heyja stríð um auð- lindir annarra þjóða. Hvernig munu þeir fara með landið okkar? Hvernig munu þeir fara með náttúruna? Varla mun Valgerður Sverr- isdóttir andæfa þeim. Ekki Vilhjálmur Eg- ilsson. En þú Þórunn Sveinbjarnardóttir og þið jafnaðarmenn, hvar ætlið þið að standa? Börn okkar og barnabörn munu kikna undan byrðum alþjóðasamfélagsins, sem miðast ekki við neitt annað en að halda heiminum í sínum óréttlátu böndum. Með allri sinni misskipt- ingu, öllum sínum umhverfisslysum. Vill eng- inn staldra við og spyrja: Er þetta þess virði? Alþjóðlega gjaldeyrisfullveldið Morgunblaðið/Ómar John Lennon Þú getur sagt að ég sé draum- óramaður, en ég er ekki sá eini. Einar Már Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.