Morgunblaðið - 04.12.2008, Síða 32

Morgunblaðið - 04.12.2008, Síða 32
32 Daglegt líf ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 I Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og laugard. 11-16 ÞAÐ ER SJÚKRAÞJÁLFARI Í VERSLUN OKKAR alla fimmtudaga frá kl. 16 til 18 sem aðstoðar þig við val á dýnu. Takk fyrir allt saltið! var prentað framan á póstkort sem ég fékk sent um daginn. Undirskriftin var bíleig- endur á Akureyri. Hinum megin var mér, sem blaðamanni, tilkynnt að viðkomandi væri misboðið og vildu ekki salt á götur bæjarins.    Skýrt var tekið fram að ég hefði fengið sent afrit en frumritin verið send á bæjarstjórn. Þar á bæ hefur verið ákveðið að nota saltblöndu að töluverðu leyti til hálkuvarna í bæn- um í stað sands eins og tíðkast hefur í mörg ár og greinilegt að einhverjir eru ekki ánægðir.    Margir eru farnir að hlakka til jólanna, m.a. vinur minn sem gekk til rjúpna á dögunum. Hann skaut þrjár í einu er þær flugu hjá og hélt heim á leið brosandi; þótti nóg komið enda átti hann níu aðrar hangandi heima í kofa og því nóg í matinn. Svo kom í ljós að villiköttur hafði komist í kofann... Þá féllu tár. Og fjöl- skyldan verður að skipta þremur rjúpum bróðurlega á milli sín.    Akureyringar eru hjartgóðir eins og allir vita. Brostu með hjartanu, sam- vinnuverkefni Ásprents-Stíls og Ak- ureyrarstofu sem gengur út á að smita jákvæðni og bjartsýni til allra, náði nýjum hæðum um helgina þeg- ar kveikt var á risastóru rauðu hjarta í Vaðlaheiði. Hjartað er á stærð við fótboltavöll!    Hjartað í heiðinni slær eða svo virð- ist; ljósið dofnar og styrkist á víxl og þetta er glæsilegt að sjá héðan úr höfuðstað Norðurlands. Starfsmenn fyrirtækisins Rafeyrar lögðu í síð- ustu viku, í nístingskulda, rafmagns- leiðslurnar sem mynda hjartað en Bechromal og Norðurorka kosta verkið, ásamt Rafeyri.    Norðurport, hið norðlenska kola- port, sem ég sagði frá í síðustu viku tekur til starfa á laugardaginn kl. 11.00 að Dalsbraut 1. Þar kennir margra grasa í fjölda sölubása.    Á súpufundi dagsins í Hamri, kl. 12- 13, verður umræðuefnið íþróttir og fyrirtæki og hvernig best sé að vinna saman. Gestir eru Arinbjörn Þór- arinsson frá Greifanum og Örn Arn- ar Óskarsson frá Byr sparisjóði. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Jólalegt Upplýsta hjartað í Vaðla- heiðinni gegnt Akureyri er flott. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Mér finnst meira til hlutarins koma þeg-ar maður hefur lagt eitthvað á sig,“segir Elín Jónsdóttir sem á stóranþátt í varðveislu og endurreisn ís- lenska þjóðbúningsins. Elín er ern kona þó hún sé hætt að sauma, en hún fagnaði níræðisafmæli sínu fyrir skemmstu og var við það tækifæri gerð að heiðursfélaga í Heimilisiðnaðarfélaginu. Hundruð kvenna lærðu líka hjá henni réttu handtökin á þeim tíu árum sem hún kenndi listina við gerð íslenska þjóðbúningsins við Heimilisiðn- aðarskólann. Þá kúnst lærði hún sjálf af móður- systrum sínum í æsku. „Það var ríkt í móður- systrum mínum að það ætti að gera hlutina almennilega og þetta gleypti ég krakkinn í mig. Þær vissu vel hvernig sniðin áttu að vera og ekki síður hvernig átti að ganga í búningnum. Maður átti ekki að skvetta til rassinum,“ segir Elín og brosir. Íslenski þjóðbúningurinn hafði hins vegar aflag- ast töluvert frá æskuárunum í Reykjavík er hún fór sjálf að sýna honum áhuga á fullorðinsárum „Bún- ingurinn féll mikið niður á tímabili og fólk vissi hreinlega ekki lengur hvernig hann átti að vera. Það vissi til dæmis ekki hvað bolurinn þurfti að vera miklu styttri en aðrar blússur,“ segir Elín. „Þetta tók að gerast á árunum í kringum 1930 því að þá bannaði Jónas frá Hriflu innflutning á ull- artaui. Þá átti að fara að sauma búningana úr ís- lensku vaðmáli sem gekk ekki og þær sem kunnu til verka hættu einfaldlega að sauma þá.“ Lærði handtökin af Laxdal Elín hóf þó ekki saumavinnu sína við þjóðbún- ingagerð heldur lærði hún saumaskap hjá Henný Ottósson, konu útvarpsmannsins Hendriks Ott- óssonar. „Hún var þýskur gyðingur, þekkt fyrir saumaskap sinn og það þótti fínt að láta hana sauma á sig.“ Í framhaldi af því námi hélt Elín norður til Ak- ureyrar með systur sinni. Þar var hún í læri hjá Bernharð Laxdal. Þegar systir hennar síðan gifti sig og hún var orðin ein eftir á Akureyri átti hún hins vegar erfitt með að láta enda ná saman, enda voru tekjur saumakvenna vægast sagt lágar. En neyðin kennir naktri konu að spinna. „Þetta var á stríðsárunum og allt var af skornum skammti. Þess vegna tók ég Skjaldborgarsalinn á Akureyri á leigu ákveðin kvöld og hélt þar saumanámskeið sem voru vel sótt.“ Elín man vel eftir skortinum sem einkenndi þetta tímabil og biðröðunum sem mynduðust er efnisstrangar komu til bæjarins. Í kjölfarið fékk Kvenfélagasamband Eyjafjarðar hana síðan til að halda saumanámskeið á Eyjafjarð- arsvæðinu og í einni slíkri ferðinni kynntist hún Jóni Hermannssyni búfræðingi. „Þá var ég orðin 25 ára og búin að hafa svo margt skemmtilegra að gera en vera í einhverju strákastandi.“ Faldbúningur endurvakti áhugann Búskaparárunum eyddu þau Jón á Siglufirði, í Sléttuhlíð og Fljótunum, allt fram til 1957 er þau fluttu suður. Og það má segja að með gerð faldbún- ings fyrir brúðkaup Elínbjartar Jónsdóttur, dóttur þeirra, hafi áhugi Elínar á þjóðbúningunum kviknað á ný. Sjálf hefur hún saumað á sig bæði peysuföt og upphlut og þeir eru ófáir afkomendurnir sem eiga búning sem hún hefur aðstoðað við saumaskapinn á. Með námskeiðunum í Heimilisiðnaðarskólanum á níunda áratugnum átti hún síðan stóran þátt í að koma íslenska þjóðbúningum í rétt horf, auk þess sem hún á heiðurinn af nútímalegra sniði búning- anna, sem felur í sér að lítið mál er að þrengja og víkka bolinn eftir þörfum. Saumaskapur þjóðbún- ingsins á hins vegar eftir sem áður að vera töluverð vinna að mati Elínar. „Það er meira gaman að gera hlutina almennilega, þó að það taki tíma. Mér fannst þess vegna alveg óskaplega vænt um þegar þær höfðu orð á því, konurnar sem sóttu námskeið mín, að það væri eiginlega meira gaman að þessu svona.“ Faldbúningurinn endurvakti áhugann Morgunblaðið/Golli Hannyrðakona Elín Jónsdóttir var nýlega gerð að heiðursfélaga Heimilisiðnaðarfélagsins. Búningur með sögu Elín Jónsdóttir í upphlutinum á 90 ára afmælinu. Á myndinni til hliðar er hún í upphlut systur sinnar. Takið eftir að borðarnir og myllurnar eru þær sömu. Þjóðlegar Elín Jónsdóttir með Arndísi Níelsdóttur systurdóttur sinni, dætrum Arndísar og barna- barni. Elín hafði hönd í bagga við gerð allra búninganna. Ljósmynd/Inger Helene Bóasson Þjóðlegar Elín Jónsdóttir með Arndísi Níels- dóttur systurdóttur sinni, dætrum Arndísar og barnabarni. Elín hafði hönd í bagga við gerð allra búninganna. Handavinna Peysufötin saumaði Elín sér sjalf. Úr safninu Silki- og ull- arsvuntur úr safni Elínar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.