Morgunblaðið - 04.12.2008, Side 34

Morgunblaðið - 04.12.2008, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Margir hafasýnt þvíáhuga að taka þátt í endur- fjármögnun Árvak- urs, útgáfufélags Morgunblaðsins, að því er fram kom í frétt blaðsins í gær. Hlutafé eigenda í Árvakri verð- ur skrifað niður en leitað er eft- ir nýjum fjárfestum til að koma að rekstrinum. „Það er mjög ánægjulegt fyrir starfsmenn hér að það er mikill og jákvæður áhugi á þessum rekstri,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Ár- vakurs, í blaðinu í gær. Óhætt er að taka undir að áhugi fjárfesta á að koma að rekstri Árvakurs er ánægju- legur. Þessi áhugi er væntan- lega til kominn vegna þess að þrátt fyrir erfitt rekstrar- umhverfi sjá fjárfestar veruleg verðmæti í rekstri Árvakurs hf. Þar er hagnaðarvon auðvitað efst á blaði; mikil hagræðing hefur átt sér stað í fyrirtækinu á undanförnum árum og stjórn- endur Árvakurs telja sig hafa stillt upp rekstraráætlunum, sem í eðlilegu árferði eiga að geta skilað ágætum hagnaði. Verðmætin í rekstrinum fel- ast þó í miklu fleiru. Þau liggja til dæmis í starfsfólki fyrirtæk- isins. Sjaldan áður hefur starfað hjá Árvakri jafnharðsnúinn og samhentur hópur starfsmanna. Starfsandinn hefur sjaldan ver- ið betri, þrátt fyrir mótbyr í rekstrinum. Í sameiningu hefur þessi starfsmannahópur náð þeim árangri að undanförnu að notkun á miðlum fyrirtækisins hefur aukizt og þúsundir hafa bætzt í áskrifendahóp Morg- unblaðsins. Verðmætin felast ekki síður í 95 ára óslitinni útgáfusögu Morgunblaðsins og afar sterku vörumerki blaðsins og fréttavefjarins mbl.is. Saman- lagt ná þessir miðlar til 93% landsmanna í viku hverri. Sjaldan hefur verið meiri þörf á sjálfstæðum, gagnrýnum fjölmiðlum en við núverandi að- stæður í þjóðfélagi okkar. Á þessum tímum vill Morgun- blaðið vera vettvangur áreiðan- legra upplýsinga, gagnrýninnar umfjöllunar og opinnar og lýð- ræðislegrar umræðu. Blaðið leggur megináherzlu á að birta efni, sem skiptir almenning máli, án þess að aðrir hags- munir, tengdir pólitík eða eignarhaldi, komi þar við sögu. Það er mikið metnaðarmál starfsfólks ritstjórnar Morgun- blaðsins að fréttum þess megi alltaf treysta. Það traust, sem lesendur bera til fréttaflutnings Morgunblaðsins, er ein verð- mætasta eign útgáfufyrirtæk- isins. Þetta traust byggist ekki sízt á ritstjórnarlegu sjálfstæði miðlanna, sem félagið gefur út. Fólkið, sem skrifar á þriðja hundrað frétta á dag fyrir tvo af útbreiddustu miðlum landsins, leggur áherzlu á að það er í störfum sínum óháð stjórn- málaflokkum jafnt sem sérhags- munum og stendur fyrst og fremst með lesendum sínum þegar ritstjórnar- legar ákvarðanir eru teknar. Víða um heim viðurkenna menn að ritstjórnarlegt sjálf- stæði og trúverðugleiki fjöl- miðla sé þeirra verðmætasta eign. Miklar umræður urðu um ritstjórnarlegt sjálfstæði í Bandaríkjunum í fyrra, þegar fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch gerði tilboð í Dow Jones, útgefanda hins virta blaðs Wall Street Journal. Vegna sögu Murdochs, sem stundum hefur skipt sér beint af efni miðla í sinni eigu, hófust samhliða samningum um verðið á félaginu flóknar samninga- viðræður um hvernig Murdoch hygðist tryggja sjálfstæði rit- stjórnar blaðsins. Að lokum skrifaði Murdoch Bancroft-fjölskyldunni, sem átti Wall Street Journal, bréf þar sem sagði meðal annars: „Hvers kyns afskipti – eða jafn- vel að ýjað sé að afskiptum – myndu eyðileggja það traust, sem ríkir á milli blaðsins og les- enda þess. Ég vil ekki standa að slíku.“ Þetta var af ýmsum talið til merkis um að Rupert Murdoch hefði af langri reynslu í útgáfu- bransanum lært þá list að eiga dagblað. Fjölmiðlareksturinn er að því leyti sérstakur að stundum ber fjölmiðlunum beinlínis skylda til að bíta í höndina sem fóðrar þá, eins og það er orðað, og er þá átt við auglýsendur og eigendur. Þessu hefur jafnvel Murdoch þurft að una af hálfu blaðanna, sem hann á. Morgunblaðið hefur í langri sögu jafnan notið þess að hafa eigendur, sem kunna vel að eiga dagblað. Það gildir til dæmis um þá, sem átt hafa blaðið und- anfarin ár. Engin ástæða er til að ætla að nein breyting verði á því, enda átta þeir mörgu, sem áhuga hafa á Árvakri hf., sig væntanlega vel á því í hverju hin raunverulegu verðmæti í rekstrinum felast. Engu að síður styður rit- stjórn Morgunblaðsins heils hugar þá nálgun, sem náðst hef- ur samkomulag um milli lánar- drottna Árvakurs hf. og stjórn- enda félagsins, að við endur- skipulagningu þess verði lögð áherzla á dreifða eignaraðild. Morgunblaðið hefur löngum talið slíkt fyrirkomulag heppi- legast í fjölmiðlarekstri og með- al annars þess vegna stutt til- lögur um fjölmiðlalöggjöf, sem komi í veg fyrir samþjöppun eignarhalds. Hluthafahópur, þar sem gott samstarf er um að gefa út góða og áreiðanlega fjöl- miðla, en enginn einn aðili eða hópur er ráðandi, er bezt til þess fallinn að byggja upp það traust sem þarf að ríkja á milli fjölmiðla og almennings. Traustið byggist ekki sízt á ritstjórn- arlegu sjálfstæði} Verðmætin í Árvakri Ö gmundur Jónasson skrifaði um Evrópusambandið á vef sínum nú um helgina. Þar lýsir hann þeirri skoðun sinni að eðlilegt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðkomu okkar Íslendinga að sambandinu en bætir við að hann hafi þó sjálfur heldur styrkst í andstöðu sinni við sambandið. Í greininni er hann að velta fyrir sér formlegri hlið málsins, þ.e. undirbúningsstigum og af- greiðslu hugsanlegrar aðildar hér heima. Hann bætist þar með í hóp fjölmargra sem að undanförnu hafa kvatt sér hljóðs um þetta mál. Friðrik Sophusson gerði grein fyrir afstöðu sinni til málsins í greinargóðu viðtali í Morg- unblaðinu á sunnudaginn. Það er mjög athyglisvert að forystumaður Sjálfstæðisflokksins til áratuga ákveði að kveðja sér hljóðs um málið nú, þegar ákveðið hefur verið að taka málið upp á Landsfundi flokksins í janúar. Frið- rik leggur með þessu áherslu á, að flokkurinn endurmeti þetta mál, og svo hitt, sem er ekki síður mikilvægt, gefur tóninn með það að forystumenn flokksins gefi upp sína afstöðu til málsins. Ég er sammála mati Friðriks á stöð- unni. Nú vitum við öll, að Evrópusambandið leysir ekki þann brýna vanda sem við stöndum frammi fyrir. Það má aldrei halda slíku fram. Hér er um að ræða mál sem varðar framtíð þjóðarinnar og verður að skoðast í því ljósi. Við hlaupum ekki úr sambandinu þegar við einu sinni erum komin í það. Hins vegar sýnir þessi vaxandi áhugi bæði lærðra og leikra á málinu það, að spurningin um aðild að Evrópusambandinu eru ein áleitnasta póli- tíska spurningin nú um stundir. En því miður erum við enn að tala um þetta mál dálítið í öf- ugri röð. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að hafa öll verkfæri tilbúin til að takast á við að- ildarviðræður komi til þeirra. Slíkur und- irbúningur er æskilegur. Menn hafa talað um þjóðaratkvæðagreiðslur á ýmsum stigum málsins. Umræðan hefur hins vegar minna verið á efnislegum nótum. Hefur fólkið í land- inu upplýsingar um það hvað aðild að Evr- ópusambandinu hefur í för með sér? Hvernig fer fólk að því að svara spurningu í skoðanakönnun í síma um þetta mikilvæga mál? Í sumar skrifaði ég lítinn pistil í Morgunblaðið og lagði til að ríkisúrvarpið tæki að sér að framleiða fræðsluefni um þetta samband. Þegar sá pistill var ritaður vorum við enn í gróðasamfélaginu. Nú er kreppa. Mat manna á Evrópusambandinu kann að hafa breyst, í sumum til- vikum tímabundið. En ástandið nú kallar á að aðild sé skoðuð í því ljósi. Ég held því, að það sé ekki síður brýnt nú en þá að eggja ríkisútvarpið til að beita sér fyrir opn- um skoðanaskiptum um málið. Ég býst við að margir muni hlusta. olofnordal@althingi.is Ólöf Nordal Pistill Evrópusambandið? Háskólarnir bíða fregna af fjárlögum FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is G ríðarleg viðbrögð hafa orðið síðan háskólar landsins ákváðu að opna dyr sínar fyrir nýnem- um um áramót vegna efnahagsástandsins. Um það bil tvö þúsund manns munu hefja nám í fjór- um stærstu háskólum landsins í jan- úar, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Reykjavík og Bifröst. Ekki liggur enn fyrir hvort skól- arnir hljóta viðbótarfjármagn frá hinu opinbera vegna þessara aðgerða en stjórnendur þeirra bíða þess að til- lögur að fjárlögum næsta árs verði birtar eftir helgi. Í millitíðinni reyna flestir skólarnir að halda viðbót- arkostnaði í lágmarki með því að laga hinn nýja nemendahóp að kerfinu á sem hagkvæmastan hátt. HÍ bíður fjárlagafrumvarpsins Búist er við að á annað þúsund um- sóknir muni berast Háskóla Íslands fyrir lok umsóknarfrests hinn 15. des- ember. Að sögn Kristínar Ingólfs- dóttur rektors verður reynt að taka inn eins marga nemendur og mögu- legt er en beðið verður niðurstaðna fjárlaga fyrir 2009 áður en umsókn- um verður svarað. „Við eigum alveg eftir að taka afstöðu til þess hversu mörgum við getum tekið á móti og það ræðst alfarið af fjárveitingum næsta ár. Við vitum ekki hvernig þær munu líta út þannig að við getum í raun ekki sagt ennþá hvað við treyst- um okkur til þess að gera.“ Hjá HR lítur ekki út fyrir að bæta þurfi við starfsliðið að sögn Steins Jó- hannssonar kennslustjóra, því þótt umsóknirnar séu margar dreifist þær jafnt og þétt á allar deildir skólans. „Í tækni- og verkfræðigreinum munum við setja af stað nýjan hóp alveg frá grunni svo þar verður einhver viðbót- arkennsla, en hún verður væntanlega að mestu mönnuð föstu starfsfólki. Á öðrum sviðum munu nemendur hins vegar renna saman við þá sem fyrir eru.“ HR hefur allajafna ekki tekið inn nemendur um áramót þrátt fyrir að útskrifa að jafnaði um 250-300 nem- endur í janúar og er því vel í stakk búinn að bæta við sig þegar kemur að plássi. Steinn segir að nýnemar nú verði þó sennilega aðeins umfram þá sem útskrifast, því flestir sem sæki nú um uppfylli öll skilyrði um inn- göngu, með góða menntun og reynslu af vinnumarkaði. Skólinn tekur á sig kostnað við umframnemendur sem ríkið greiðir ekki með. Hjá Háskólanum á Akureyri hafa umsóknir ekki dreifst jafnmikið á milli deilda. Yfir helmingur af hátt í 200 umsækjendum sótti í viðskipta- og raunvísindadeild, en samkvæmt upplýsingum frá HA er ekki gert ráð fyrir að ráða nýja kennara heldur munu nýnemar laga sig að því námi sem þegar er í boði. Samfélagsleg skylda skólanna Um 200 umsóknir hafa borist um nám á vormisseri hjá Háskólanum á Bifröst. Ágúst Einarsson rektor segir enn of snemmt að segja til um hvort ráða þurfi nýja starfsmenn en ljóst sé að þetta verði átök. „Skólagjöldin hafa verið óbreytt hjá okkur í þrjú ár sem er erfitt í þessari verðbólgu en við ætlum ekki að hækka neitt núna. Það segir sig sjálft að viðbótarnem- endum fylgir kostnaður. Við vitum ekki hvort við fáum framlög frá hinu opinbera en við ætlum að leggja okk- ar lóð á vogarskálarnar. Ég lít svo á að það sé skylda háskólanna því menntun er eitt af því fáa sem verður aldrei tekið af fólki.“ Morgunblaðið/Golli Lært Háskólarnir brugðust við erfiðri stöðu á vinnumarkaði með því að bæta við sig nýnemum sem reynt verður að sinna á hagkvæman hátt. HJÁ Félags- og tryggingmálaráðu- neytinu er nú til skoðunar tillaga að reglugerð frá Alþýðusambandi Íslands um heimild fólks til að stunda nám samhliða greiðslu at- vinnuleysisbóta. Þá er starfshópur innan Menntamálaráðuneytisins með til skoðunar tillögur um frek- ari breytingar á reglum sem lúta að Lánasjóði íslenskra náms- manna. Halldór Grönvöld aðstoð- arframkvæmdastjóri ASÍ segist vonast til að niðurstaða fáist úr ráðuneytunum sem fyrst. „Við telj- um mjög mikilvægt að þessi tvö kerfi vinni einhvern veginn saman, annars vegar atvinnuleysistrygg- ingarnar og hinsvegar Lánasjóð- urinn. Allt gengur þetta út á að tryggja eins og kostur er að fólk geti verið virkt og nýtt tímann með uppbyggilegum hætti þótt það sé atvinnulaust. Við höfum verið að þrýsta á að þetta gerist sem fyrst.“ NÝJAR REGLUR ››

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.