Morgunblaðið - 04.12.2008, Side 35

Morgunblaðið - 04.12.2008, Side 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Hugsi Þeir horfa báðir svolítið tregafullir á eftir góðærinu, fuglinn og maðurinn sem voru á rölti við Reykjavíkurtjörn í frostinu á dögunum. Valdís Thor Hlini Melsteð Jóngeirsson | 3. des. RÚV ohf. voru mistök Það er alveg ljóst að Þor- gerður Katrín og Sjálf- stæðisflokkurinn er búinn að brjóta öll þau fallegu loforð sem gefin voru þegar RÚV var gert að op- inberu hlutafélagi. Ég man að mikil fyr- irheit voru gefin að staðinn yrði vörður um sjálfstæði ríkisútvarpsins og hlutverk þess. En ég hefði átt að geta sagt sjálf- um mér það að aldrei yrði staðið við það. Ég tel að nú eigi að leysa upp RÚV ohf. og breyta til fyrra horfs. Ég stóre- fast að Páll Magnússon muni leiða slíka vinnu enda myndi hann ekki fá tvöföld forsætisráðherralaun fyrir vikið. Það eitt og sér ætti að segja okkur að þessi til- raun hefur mistekist. Í framhaldinu tel ég einnig að við ætt- um að stokka upp í öllum ohf.-félögum ríkisins og gera úttekt á hvar þetta rekstrarform hefur skilað litlum eða eng- um ávinningum. Sú tröllatrú sem menn hafa haft á hlutafélögum er með mestu ólíkindum því ríkið hefur nánast engar reglur gegn þeirri sjálftöku sem virðist tíðkast innan þessara félaga. Meira: hlini.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 3. des. Dönsk reiði verður vinarhug yfirsterkari Mér finnst eiginlega alveg ömurlegt að finna þá reiði og illhug gegn Íslend- ingum sem kemur fram í greinaskrifunum í Ekstra Bladet. Hugsa Danir al- mennt svona til Íslend- inga, eða er þetta bara aumt hljóð úr horni? Ég trúi því innst inni að norræna samstaðan sé enn til staðar og við hugs- um um Skandinavíu sem heild en ekki fimm ólíkar þjóðir sem berjast allar á eigin vegum. Sorgir og sigrar einnar þjóðar verði sameiginleg og þær hjálpist að þegar á reynir. Kannski er barnalegt að telja að allir Danir hugsi hlýlega til Ís- lendinga, en við verðum að vona það samt innst inni. Meira: stebbifr.blog.is Sóley Tómasdóttir | 3. des. Ályktun frá Femínista- félagi Íslands Þann 25. nóvember sl. var ýtt úr vör alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kyn- bundnu ofbeldi í 18. sinn. Markmiðið er að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannrétt- indabrot og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda. Tilgangurinn er að upplýsa samfélög og ekki síst fólk í lykilstöðum um alvarleika kynbundins ofbeldis og hversu lítinn fé- lagslegan möguleika konur hafa til að leita réttar síns. Meira: soley.blog.is MEGNIÐ af því sem fylgir hér á eftir var áður hluti af annarri grein sem skrifuð var gegn haftalausri fleytingu krónunnar. Sú grein varð úrelt áður en hún komst á prent. Ég tel hins vegar að röksemdafærslan eigi enn erindi í umræðuna, m.a. í tengslum við núverandi gjaldeyr- ishöft. Hér er rétt að benda á að eng- inn veit fyrir víst hvað hefði gerst ef krónan hefði verið sett á flot án allra hafta. Í ljósi umræðunnar er hins vegar rétt að reyna að átta sig á hver niðurstaðan hefði getað orðið miðað við þær for- sendur sem eru fyrir hendi. Það mun ég reyna að gera hér. Eftirfarandi er ekki ætlað að vera fræði- leg úttekt enda ekki byggt á fræðilegum rann- sóknum á stöðu mála. Hér eru á ferðinni vanga- veltur mínar, byggðar á grundvallarhugtökum úr hagfræði og tilfinningu minni fyrir því ástandi sem hér ríkir. Að fleyta krónunni þýðir að viðskipti með hana verða á e.k. frjálsum markaði og verð hennar (gengi) ákvarðast af framboði og eftirspurn á þeim markaði. Samkvæmt kenningum hagfræðinnar er, undir eðlilegum kringumstæðum, ákveðið jafn- vægisverð á frjálsum markaði þar sem framboð er jafn mikið og eftirspurn. Það magn sem boðið er til sölu er jafn mikið og það magn sem menn vilja kaupa. Markaðsöflin leitast við að finna þetta jafn- vægisverð. Ef verðið á markaðnum er hærra en jafnvægisverðið þá er framboðið á vörunni meira en eftirspurnin og verðið lækkar. Ef verðið á markaðnum er lægra en jafnvægisverðið þá er eft- irspurnin meiri en framboðið og verðið hækkar. Hugmyndin er sú að framboð og eftirspurn muni finna jafnvægisverð á krónunni og það verði gengi hennar á markaði. Eðlilegur gjaldeyrismarkaður virkar þannig að fjöldi aðila á viðskipti með gjald- miðilinn af óteljandi ástæðum. Menn eru að lána eða taka lán, fjárfesta, kaupa eða selja vörur, ferðast o.s.frv. Öllum ætti að vera ljóst að hér eru á engan hátt eðlilegar aðstæður á markaði með gjaldmiðil. Inn- lenda bankakerfið er hrunið. Það er lausa- fjárkreppa í heiminum og öll fjármálastarfsemi í lágmarki. Við höfum átt í harðvítugum deilum vegna Icesave. Við eigum í mjög erfiðum samn- ingaviðræðum við erlenda lánadrottna bankanna sem margir telja sig svikna. Erlendir birgjar neita að afhenda vörur nema gegn staðgreiðslu. Allir þekkja þess- ar sögur. Á gjaldeyrismarkaði gæti þetta þýtt að framboð á krónum yrði mun meira en eftirspurn. Það er ljóst að margir vilja losa sig við krónur. Erlendir fjárfestar (krónubréfin) vilja fjármagn sitt til baka. Einhverjir innlendir fjárfestar vilja tryggja fjár- muni sína í erlendri mynt. Og ein- hverjir treysta hreinlega ekki krón- unni fyrir sparnaði sínum. Innflutningsfyrirtæki þurfa að borga fyrir vörur o.s.frv. Hins vegar er vandséð hverjir vilja kaupa krónur. Helsta von okkar væri að útflutningsfyrirtæki flyttu gjaldeyri til landsins en fréttir benda til þess að þau sjái fjármunum sínum betur borgið í er- lendum gjaldmiðli erlendis. Þá eru stórir útflytj- endur, eins og stóriðjufyrirtækin, einungis með hluta af kostnaði sínum innanlands og hafa því enga þörf á að flytja allt verðmæti útflutningsins til landsins. Samkvæmt þessu er mjög líklegt að framboð á krónum yrði meira en eftirspurn. Það þýðir aftur að verðið á krónunni (gengi) myndi lækka. Hversu langt hefði krónan fallið? Samkvæmt þeim hugmyndum hagfræðinnar sem ræddar eru hér að ofan hefði krónan fallið þar til jafnvægi væri komið á milli framboðs og eftirspurnar og jafn- vægisverði væri náð. Þá komum við að hinu vanda- málinu við þessa hugmyndafræði um fleytingu krónunnar. Krónan er núna á engan hátt venjuleg vara. Gjaldmiðlar eru alla jafna óvenjuleg vara að því leiti að þeir hafa ekkert gildi í sjálfu sér. Ólíkt öðrum vörum hafa gjaldmiðlar ekkert innbyggt notagildi. Venjulegar vörur eins og skór eða ís- skápar hafa notagildi í sjálfu sér. Þegar gjaldmiðill er annars vegar þá er merkingarlaust hvað hann er (skeljar, peningaseðlar, mynt) eða úr hverju hann er gerður. Það sem skiptir máli er hvað hann gerir. Samkvæmt hagfræðinni kaupir fólk eða geymir gjaldmiðil af tveimur megin ástæðum. Í fyrsta lagi til að nota hann í viðskiptum og í öðru lagi til að geyma verðmæti. Þetta tvennt byggir á einungis einu atriði, trausti. Allt gildi gjaldmiðils snýst í kringum traust. Að allir aðilar treysti við- komandi gjaldmiðli til að sinna hlutverki sínu, þ.e. að geyma verðmæti og vera fullgildur í við- skiptum. Það sem gerir krónuna núna að enn óvenjulegri vöru en undir eðlilegum kring- umstæðum er að traustið á krónunni er í það minnsta mjög brothætt. Mín skoðun er að við núverandi aðstæður sé mikil hætta á því að eftirfarandi hefði gerst ef krónunni hefði verið fleytt án hafta. Í upphafi yrði framboð meira en eftirspurn og krónan félli. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti framboð að minnka og eftirspurn að aukast. Hættan er hins vegar sú að við fall krónunnar hefði traustið á henni minnkað enn frekar, fleiri hefðu viljað losa sig við hana og færri hefðu viljað kaupa hana. Við það hefði hún fallið enn frekar, traustið minnkað, hún fallið o.s.frv. Við þessar aðstæður snúast fram- boð og eftirspurn upp í andhverfu sína. Lægra verð þýðir aukið framboð og minnkandi eftirspurn. Ekkert jafnvægisverð er þá fyrir hendi og krónan fellur viðstöðulaust þar til utanaðkomandi aðilar verða að grípa inn í og stöðva fallið. Slíkt er í meg- in atriðum hægt að gera á tvennan hátt. Annars vegar með því að stöðva viðskiptin og hins vegar með því að Seðlabankinn noti gjaldeyrisforða sinn til að auka eftirspurnina (kaupa krónur fyrir er- lendan gjaldeyri). Hættan sem fylgir seinni kost- inum er að gjaldeyrisforðinn, þ.e. gjaldeyrir feng- inn að láni, gæti minnkað hratt. Af framangreindu má ráða að fleyting krón- unnar án hafta hefði verið mjög áhættusöm tilraun sem vel hefði getað leitt til þess eins að krónan félli mjög mikið og stórar fjárhæðir fengnar að láni er- lendis gufuðu upp. Það er mín skoðun að við slíkar aðstæður og slíka áhættu er betra heima setið en af stað farið og réttara að reyna aðrar leiðir. Á sjó- mannamáli væri hægt að líkja krónunni við laskað fley sem undanfarið hefur verið í slipp. Ekki er ráðlegt að athuga hvort skipið sé sjófært í miðjum stormi. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Hvort núverandi ráðstafanir séu skynsamlegar mun ég ekki ræða hér. Það er efni í aðra grein. Hins vegar tel ég það rétta ákvörðun að hverfa frá hug- myndum um haftalausa fleytingu krónunnar. Eftir Kristjón Frey Sveinsson » Fleyting krónunnar án hafta hefði verið mjög áhættusöm tilraun sem vel hefði getað leitt til þess eins að krónan félli mjög mikið og stórar fjárhæðir fengn- ar að láni erlendis gufuðu upp. Kristjón Freyr Sveinsson Höfundur er hagfræðingur. Hefði krónan sokkið? BLOG.IS Einar Sveinbjörnsson | 3. des. Frostið í 24 stig í nótt Á Möðrudal á Fjöllum fór frostið í stillunni í nótt niður í 24 stig. Á Nes- landatanga við Mývatn sýndi mælir -20°C í stutta stund í nótt. Ann- ars staðar fyrir norðan og austan var frostið talsvert minna. Þessir tveir staðir eru þekktir og al- ræmdir fyrir miklar frosthörkur, séu að- stæður hagfelldar. Í sjálfu sér er loftið yfir landinu ekkert sérlega kalt, sem sést m.a. á vægu frosti úti við sjáv- arsíðuna. Aftur á móti nær snævi þakið landið að kólna hreyfi vind lítt að ráði og meginlandsáhrif kröftugrar útgeisl- unar koma þá vel fram á stöðum langt frá hafi þar sem jafnframt er flatlent og kalda loftið rennur ekki í burtu í bók- staflegri merkingu. Nú er farið að anda af suðri norð- austanlands og um leið minnkar frostið til muna. Kuldi er nefnilega ekki alltaf sama og kuldi! Kalt loft getur rutt sér leið til okkar úr norðri eða þá að landið sjálft hér úti í miðju Atlantshafinu kóln- ar vegna eigin útgeislunar. Meira: esv.blog.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.