Morgunblaðið - 04.12.2008, Side 40

Morgunblaðið - 04.12.2008, Side 40
40 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 Í TILEFNI af nor- rænu ættleiðingarvik- unni langar mig að vekja athygli á mál- efnum kjörforeldra og barna þeirra. Við hjónin erum svo lánsöm að eiga fjögur börn. Þrjú þeirra eru ættleidd erlendis frá. Tvær stúlkur frá Ind- landi sem komu til okkar árin 1999 og 2001, þá 5 og 6 mánaða gamlar og í sumar eignuðumst við síðan lítinn dreng frá Kína sem er fæddur 2006 og var 28 mánaða þegar hann kom heim til okkar. Að ættleiða barn er ein sú besta ákvörðun sem við höfum tekið. Börn- in okkar öll sem eitt eru einstakir persónuleikar, þau hafa kennt okkur fleira en hægt er að telja upp hér og þar á meðal um hvað lífið snýst. Ég er alls ekki að gera lítið úr þessari leið til að eignast börn. Þvert á móti hvet ég fólk til þess að íhuga þennan mögu- leika því ég get seint fullþakkað það að hafa fengið að vera svo lánsöm að fá að ættleiða börnin mín. Það þarf hins vegar að gera sér vel grein fyrir því hversu öðruvísi leið þarf að fara í uppeldi og umönnun barnanna okkar. Lífið hjá ættleiddu barni er ekki einfalt. Þegar barnið kemur til kjör- foreldra sinna hefur það gengið í gegnum marga erfiða hluti sem ekkert barn ætti að þurfa að upplifa. Það hefur verið aðskilið frá blóðforeldrum, vist- að á stofnun þar sem umönnun er ekki alltaf upp á marga fiska, sum eru síðan vistuð hjá fóst- urfjölskyldum og við getum ekkert nema von- að að þar hafi þau fengið gott atlæti. Það er því nokkuð ljóst að ættleidda barnið hefur í það minnsta verið á 3 stöðum að kjörfjöl- skyldunni meðtalinni, en því miður oft á fleiri stöðum en það og jafnvel ekki alltaf fengið góða umönnun. Börnin hafa oft á tíðum ekki lært að tengjast umönnunaraðilum sínum vegna tíðra skipta á þeim, og hafi þau myndað tengsl við fósturforeldra eru þau tengsl að sjálfsögðu rofin þegar þau sameinast nýjum fjölskyldum. Barnið er síðan rifið upp frá öllu því sem það þekkir og flutt á nýjan stað Kjörfjölskyldur Birna Blöndal skrifar um ættleiðingar Birna Blöndal »… hvet ég fólk til þess að íhuga þenn- an möguleika því ég get seint fullþakkað það að hafa fengið að vera svo lánsöm að fá að ættleiða börnin mín. ÁHRIF nýsettra laga og reglna um gjaldeyrismál munu verða geigvænleg á næstu misserum. Margt er að athuga við hin nýju lög. Þau eru í heild sinni til þess fallin að skerða samkeppnishæfni og hag þjóðarinnar til langs tíma. Höftin sem í lögunum felast búa til miðstýringu, yfirfærslu valds og skerðingu frelsis sem á sér fá- ar hliðstæður í heiminum. Líklegt má telja að lögin leiði til langvarandi veikrar stöðu krón- unnar, seigfljótandi útflæðis fjár- magns og algjörrar stöðvunar inn- flæðis fjármagns. Kostnaður þjóðarinnar verður mikill og ávinningur takmarkaður. Styrking krónunnar að nýju er ekki í sjón- máli. Óskiljanlegt bann við erlendri fjárfestingu Ein af mörgum stórhættulegum afleiðingum þessarar lagasetn- ingar er bann við erlendri fjárfest- ingu í landinu. Við lestur fyrstu greinar nýrra reglna Seðlabank- ans sem grundvallast á gjaldeyr- islögunum nýju fer um mann ótta- blandinn hrollur. Fjárfesting í verð- bréfum, hlutdeild- arskírteinum verð- bréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamark- aðsskjölum eða öðrum framseljanlegum fjár- málagerningum með erlendum gjaldeyri er óheimil. Vilji erlendir fjár- festar taka þátt í þeirri endurreisn ís- lensks viðskiptalífs sem er fram- undan er þeim það ekki mögulegt. Fjárfesting þeirra er einfaldlega bönnuð. Ef einhvern tímann hefur verið þörf á erlendri fjárfestingu í landinu er það nú. Styrkja þarf undirstöður hagkerfisins með nýju fjármagni sem er af mjög skorn- um skammti. Hingað til hefur margt torveldað erlenda fjárfest- ingu í landinu. Óstöðug og lítil mynt hefur verið Þrándur í Götu en engu að síður hafa margir fjár- festar séð sér hag í fjárfestingu hér á landi. Eftir gildistöku gjald- eyrislaganna nú er vandséð að þeir sjái sér hag í að fjárfesta hér á landi. Það sem meira er þá er þeim beinlínis bannað að fjárfesta hér nema með sérstöku leyfi Seðlabankans eins undarlegt og það kann að hljóma. Þó að lögum og reglum þessum verði breytt innan skamms þá kann það að vera of seint því allt traust til landsins verður þá þorrið. Áhrif laganna munu ekki ein- ungis koma fram í hruni erlendrar fjárfestingar hér á landi heldur einnig í því að þeir sem reka al- þjóðlega starfsemi í íslenskum fyr- irtækjum munu hverfa fyrr en síð- ar frá landinu. Forsendur þess að reka fyrirtæki með fjölþjóðlega starfsemi með höfuðstöðvar á Ís- landi eru brostnar. Fyrirtæki með fjölþjóðlega skírskotun munu ekki festa rætur hér á landi á næstu árum. Ný lög um gjaldeyrismál leiða til útrásar hinnar síðari. Ís- lensk fyrirtæki flýja land sé þess kostur og erlend fyrirtæki munu ekki fjárfesta á Íslandi. Enda er það bannað. Nú má aðeins vona að lögin verði mjög skammlíf og krónan muni lúta lögmálum framboðs og eftirspurnar svo skjótt sem auðið er. Því lengur sem þetta ástand varir því verri verða afleiðing- arnar. Ný gjaldeyrislög eru glapræði Björgvin Ingi Ólafsson skrifar um ný gjaldeyrislög »Höftin sem í nýju lögunum um gjald- eyrismál felast búa til miðstýringu, yfirfærslu valds og skerðingu frelsis sem á sér fáar hliðstæður í heiminum. Höfundur er hagfræðingur. EITT sjúk- leikamerki íslensks samfélags undanfarin ár hefur verið yf- irgangur valdamanna gegn allri gagnrýni á þeirra heimskulegu og fyrirhyggjulausu fram- kvæmdagleði sem oftar en ekki hefur verið kostuð af skattfé borgaranna og oftar en ekki þeim til höfuðs. Það hef- ur gleymst í hinni nýju (og oft verð- skulduðu) gagnrýniöldu á fjölmiðla undanfarnar vikur að til hafa verið menn sem hafa staðið sína plikt og þurft að hlusta á organdi valdamenn hringjandi og klagandi eða hreinlega taka pokann sinn, allt fyrir að voga sér að segja sannleikann eða spyrja aðeins óþægilegra spurninga. Enn má finna dæmi um yfirgang valdamanna eins og sjá mátti í Morg- unblaðinu 26. nóvember þegar Gunn- ar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópa- vogi, sá tilefni til að klaga í opnu bréfi til útvarpsstjóra Hjálmar Sveinsson útvarpsmann og umsjónarmann þess ágæta þáttar Krossgötur og heyra má á laugardögum á Rás 1. Aug- ljóslega fer bæjarstjórinn fram á að útvarpsstjóri ritskoði efni hins gagn- rýna þáttar, eða „komi böndum á óheiðarlega starfsmenn sem eru enn þá á launaskrá hjá þér“ og er þetta persónulega ávarp kannski lýsandi fyrir samræðuhátt valdastéttarinnar hér á landi; útvarpsstjóri er tekinn hér kumpánlega í klúbb hinna út- völdu. Maður hélt satt að segja í ljósi þeirra hörmunga sem yfir land og þjóð hafa riðið undanfarnar vikur fyr- ir tilstilli fávísra stjórnvalda og sjálfs- elskra fjármálamanna að menn væru smám saman að læra að skammast sín en því virðist ekki að heilsa. Bæj- arstjórinn hefur helst gert garðinn frægan fyrir að standa fyrir fyr- irhyggju- og smekklausri uppbygg- ingu á höfuðborgarsvæðinu og þann- ig dælt bensíni á frjálshyggjubálið sem landsmenn alla svíður nú undan og mun svíða lengi. Menn muna eftir verktakanum sem óð í heimildaleysi inn í Heiðmörk með skurð- gröfur og reif upp ára- tuga skógrækt í hans umboði, tilraunum til að sniðganga lög um um- hverfismat með skap- andi túlkun á stærð landfyllinga og til- raunum til að koma hraðbrautum nánast inn í stofur hjá fólki; hann hefur að vissu marki reynt að breyta Kópavogi í steinsteypu- kirkjugarð mannlífs fyrir verktaka- hugsjónina, hugsjón sem malbikar yfir mannlífið í nafni skyndigróða. Yfirgangur bæjarstjórans und- anfarin ár hefur sannfært mig og marga aðra um nauðsyn þess að gera róttækar breytingar í þá átt að gera höfuðborgarsvæðið að einu sveitarfé- lagi, enda er það ótrúlegt bruðl skatt- fjár að leyfa sér að halda uppi allt að sjö sveitarstjórnum á einu þétt- býlissvæði með þeim greinilegu ann- mörkum sem því fylgja, smákónga- veldi, átökum um landamerki, skipulagsárekstrum, þrasi um al- menningssamgöngur svo örfá dæmi séu nefnd. Þessi skipting höfuðborg- arsvæðisins hefur einmitt kynt undir margri af þeirri fjárfestingavitleysu sem hér hefur viðgengist undanfarin ár og það verður nú að snúa við blaðinu. En enn mikilvægara er að snúa við því blaði að valdamenn séu að anda niður um hálsinn á heið- arlegu fólki, sem vogar sér gagnrýna þá, með atvinnurógi og aðdróttunum um óheiðarleika. Opið bréf um ritskoðara Gauti Kristmanns- son er ósáttur við það sem hann kall- ar yfirgang bæj- arstjórans í Kópa- vogi Gauti Kristmannsson » Augljóslega fer bæj- arstjórinn fram á að útvarpsstjóri ritskoði efni hins gagnrýna þátt- ar, eða „komi böndum á óheiðarlega starfs- menn …“ Höfundur er dósent. EFTIR hrun bankanna, uppsagnir starfsmanna og endurráðningar til nýrra banka hafa vaknað ýmsar spurningar um jafnréttið í bönk- unum. Var launajafnrétti í bönk- unum? Nutu konur jafnra tækifæra og karlar um stöðuhækkanir? Var ákvæða jafnréttislaga gætt þegar fækkað var í bönkunum? Þessar spurningar hafa gerst áleitnar síð- ustu vikurnar. Sérstaklega vakna þær þegar fréttist að starfsmönnum bankanna hafi verið uppálagt að taka ekki þátt í launakönnunum, en launaleynd í bönkunum hefur verið jafnsett bankaleyndinni þar. Frést hefur af dæmum þar sem konur og karlar störfuðu saman í sömu deildinni og höfðu ekki hug- mynd um laun hvert annars. Þegar hulunni var svipt af kjörunum við starfslok kom í ljós að karlarnir höfðu haft tvöföld laun kvennanna auk þess að bónusar runnu nær óskiptir og án útskýringa til karl- anna. Gilti þá einu hver menntun og starfsaldur einstaklinganna var. Augljóst má vera að konur nutu ekki sömu tækifæra og karlar við stöðu- hækkanir. Þetta má lesa úr tölum um fjölda karla og kvenna í æðri stöðum í bönkunum, hverjir eru þar deildarstjórar, hverjir sviðsstjórar o.s.frv. Hlutfall kvenna í æðstu stöð- um bankanna hefur ekki end- urspeglað fjölda vel menntaðra kvenna sem þar starfa. Frést hefur af konum sem sagt var upp og þær sendar heim í deildum þar sem körl- unum var öllum hlíft. Við hvetjum konurnar í bönk- unum til að koma fram og segja sögu sína, greina frá því hvernig launa- leyndinni var ruglað saman við bankaleyndina, hvernig konunum var haldið niðri, hvernig bónusarnir runnu í vasa karlanna. Við minnum á það að samkvæmt jafnréttislögum er launaleynd bönnuð og starfs- mönnum ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo. Við bendum á að besta leiðin til að viðhalda launa- misréttinu er að þegja yfir því. Með því að greina frá málunum hjálpið þið nýja fólkinu í bönkunum í uppbyggingu þeirra og tryggið konum nýja Ís- lands jafnrétti í framtíðinni. Við áréttum að atvinnurekanda er óheimilt að láta starfsmann á nokk- urn hátt gjalda fyrir að hafa veitt upplýsingar um kynjamismunun. Best er að hafa samband við Jafn- réttisstofu í síma 4606200 eða senda E-mail jafnretti@jafnretti.is. LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR, hrl. og formaður ráðgjafarhóps félagsmálaráðherra í jafnrétt- ismálum, HILDUR JÓNSDÓTTIR, formaður Jafnréttisráðs, KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Var jafnrétti í bönkunum? Frá Láru V. Júlíusdóttur, Hildi Jónsdóttur og Kristínu Ástgeirs- dóttur Katrín V. Júlíusdóttir Kristín Ástgeirsdóttir Hildur Jónsdóttir BRÉF TIL BLAÐSINS Í TILEFNI af breytingum varðandi skráningu og afskráningu ökutækja. Er ekki hægt að taka upp sænska kerfið þar sem mjög auðvelt er að af- skrá og skrá ökutæki? Einfaldast fyrir þá sem kunna sænsku er að kíkja á eftirfarandi net- síðu. http://www.vv.se/templates/ page3____620.aspx Þannig er að miðinn sem hér á landi gefur til kynna að bíllinn sé skoðaður og hvaða ár er í Svíþjóð þannig að af honum les maður hve- nær þungaskattur rennur út eða hve- nær skal greiða næst þungaskatt. Miði þessi er eins og skafmiði og ef maður vill leggja ökutæki tímabundið skrapar maður burt töluna og þá kemur fram talnakóði sem maður einfaldlega hringir inn eða sendir með hjálp netsins (vefsíðu vegagerð- arinnar í Svíþjóð). Mjög einfalt, ekki satt, og kostar lítið. Hér er að mér skilst tekið gjald fyrir geymslu á númerum og mikil vinna fer í vinnslu alla kringum númerin hjá Bifreiðaeft- irliti og skoðunarstöðvum. Margir í Svíþjóð „leggja“ bílum sínum yfir vetrartímann og eða sum- arleyfi, t.d. til að spara sér tryggingar og skatt, og er þá bara að hringja inn töluna á miðanum. Meðan maður er ekki að nota bíl á maður ekki að þurfa að borga af honum. Þegar maður vill svo setja bílinn aftur á götuna er bara að hringja aftur og eftir tvo daga kemur nýr skattamiði til að líma á bíl- númerið. Með bestu kveðju. ÓLAFUR AUÐUNSSON Kirkjustétt 7. Lítil tillaga til Umferðarstofu Frá Ólafi Auðunssyni, ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.