Morgunblaðið - 04.12.2008, Síða 49

Morgunblaðið - 04.12.2008, Síða 49
Minningar 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2008 ✝ Viktor Hjaltasonfæddist í Reykja- vík 22. ágúst 1928. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 26. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjalti Lýðsson forstjóri frá Hjalla- nesi í Landsveit, f. 2.4. 1900, d. 16.7. 1976, og Elvira Paulina Lýðs- son húsfreyja frá Fre- drikstad í Noregi, f. 26.6. 1906, d. 25.10. 2005. Systur Viktors eru: Erla Lýðsson Hjaltadóttir, f. 8.1. 1930, og Unnur Hjaltadóttir Schiöth, f. 14.9. 1935. Viktor kvæntist 18. september 1954 Elínu Pálmadóttur, f. 27.2. 1932, frá Snóksdal. Foreldrar henn- ar voru Pálmi Jónasson bóndi, f. 19.1. 1900, d. 11.12. 1974, og Kristín Eysteinsdóttir, f. 21.4. 1909, d. 10.12. 1990. Viktor og Elín hafa alla tíð verið búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Elvira, f. 27.4. 1955, gift Guðmundi St. Sigmundssyni, f. 15.10. 1955. Börn þeirra eru: a) Elín Ósk, f. 5.6. 1976, gift Kristjáni Karli Kolbeinssyni. Börn þeirra eru: Guð- 1976, gift Árna Knúti Þórólfssyni. Börn þeirra eru Aníta Kristín og Emilía Rún, b) Róbert, f. 28.1. 1980, kvæntur Juliu Morozovu. Fyrir átti Kristín Guðjón, f. 17.11. 1974, d. 20.6. 1993. 7) Marteinn Einar, f. 31.12. 1951. Barnsmóðir Hulda Friðbertsdóttir, f. 24.5. 1933. Eig- inkona Marteins er Sigríður M. Gestsdóttir, f. 2.7. 1956. Börn þeirra eru: a) Gestur Svavar, f. 7.12. 1987, b) Harpa Rós, f. 16.1. 1993. Viktor fæddist í Reykjavík og hefur alla sína lífstíð búið þar. Hann var ungur að árum þegar hann byrjaði að vinna í búðinni hjá föður sínum en hann rak Kjötbúð Hjalta Lýðssonar. Síðar rak hann sjálfur kjötbúð í nokkur ár auk þess að starfa sem leigubílstjóri hjá Hreyfli. Kringum 1970 flutti hann sig yfir á Bæjarleiðir og starfaði þar þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Viktor starfaði einnig í Stjörnubíói en faðir hans var einn af stofnendum Stjörnubíós og var fyrirtækið í eigu fjölskyldunnar í yfir 50 ár. Viktor var mikill fjölskyldumað- ur, hann hafði gaman af því að ferðast bæði innanlands sem utan. Þá var honum sérstaklega kær sumarbústaðurinn við Elliðavatn þar sem hann naut þess að vera úti í náttúrunni allan ársins hring. Útför Viktors fer fram frá Lang- holtskirkju í dag kl. 13. mundur Hrafn og Kristín Ósk, b) Bryn- hildur Dögg, f. 29.5. 1982, sambýlismaður Svavar Guðni Guðna- son. Börn þeirra eru: Karen Dögg, Alex- ander Guðni og Elvar Breki. 2) Kristín, f. 25.3. 1957, sambýlis- maður Sveinbjörn Guðjónsson, f. 31.1. 1956. 3) Lýður Pálmi, f. 10.7. 1958, kvæntur Sigríði Jónu Eggerts- dóttur, f. 17.11. 1957. Börn þeirra eru: a) Hjalti, f. 30.11. 1981, sambýliskona Agnes Þöll Tryggvadóttir, b) Eva Lind, f. 10.4. 1986, c) Sigurdís Sóley, f. 18.4. 1989. 4) Stúlkubarn, f. 29.9. 1965 d. 9.10. 1965. 5) Elín Berglind, f. 14.8. 1969, sambýlismaður Unnar Smári Ingimundarson, f. 3.5. 1966. Börn þeirra eru a) Viktor Smári, f. 3.10. 2005, b) Ingimundur Smári, f. 18.3. 2008. Fyrir á Unnar Adolf Smára, f. 12.10. 1993. Fyrir átti Viktor tvo syni: 6) Rúnar, f. 24.8. 1951. Barns- móðir Guðrún Björg Björnsdóttir, f. 23.3. 1929. Eiginkona Rúnars er Kristín Guðjónsdóttir, f. 1.4. 1950. Börn þeirra eru a) Björg, f. 29.1. Í dag kveðjum við tengdaföður minn Viktor Hjaltason en hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. nóv. síðastliðinn. Ég var mjög ungur að árum, nánast á barns- aldri, er ég kynntist Viktori er ég fór að venja komur mínar á heimili hans í Gnoðarvoginum. Ég var reyndar að eltast við elstu dóttur hans, Elviru, og tókst mér ætl- unarverk mitt og höfum við Elvira verið saman frá þeim tíma. Það gekk á ýmsu á þessum árum og var sá gamli ekki alveg sáttur við bráðþroska okkar og tók það smátíma að vinna traust hans. Eftir að ég komst formlega inn í fjöl- skylduna var mér tekið með kost- um og bar aldrei skugga á sam- skipti mín við tengdafólk mitt. Við Viktor urðum mjög nánir og bröll- uðum ýmislegt saman bæði í leik og starfi. Ævistarf Viktors var leigubíla- akstur en á unga aldri starfrækti hann kjötbúð jafnframt því sem hann vann í Stjörnubíói, en það fyr- irtæki var í eigu föður hans Hjalta Lýðssonar. Viktor átti marga fal- lega bíla og hugsaði hann vel um þá og var honum í mun að vera á góð- um og jafnframt hreinum bílum við störf sín. Ein er sú minning sem ekki gleymist en á hverju ári fórum við og þá jafnan á Þorláksmessu upp í sumarbústað við Elliðavatn til að sækja okkur jólatrésgreinar sem síðan voru skreyttar og afklippur notaðar í eldivið. Sumarbústaður- inn var í eigu foreldra hans og þar átti hann margar góðar stundir og var honum þessi griðastaður fjöl- skyldunnar mjög kær. Sumarbú- staðurinn er enn í eigu fjölskyld- unnar og finnst okkur gott að koma þar og njóta kyrrðarinnar sem þar ríkir. Ég var einn af fáum sem hann treysti til að leysa sig af á leigu- bílnum er hann tók sér frí en það var ekki oft því hann var mjög vinnusamur og keyrði nánast allan sólarhringinn ef svo bar undir. Það gustaði jafnan af Viktori þar sem hann kom og bauð hann jafnan góðan daginn og gleðilega hátíð á hvaða tíma dags sem var. Viktor var mjög barngóður og var það honum mikið gleðiefni er barna- börnin fæddust og síðar barna- barnabörnin. Síðustu ár naut hann sérstaklega samverustunda með nafna sínum Viktori. Bílskúrinn og herbergið hans var nánast heilagt en þar voru margir hlutir sem gaman var að skoða. Þau hjónin Viktor og Elín tóku mér sem einu af sínum börnum og í systkinahópnum fann ég mig sem einn af þeim. Ég vil að lokum þakka Viktori fyrir samfylgdina síðustu 40 árin og mun ég sannarlega sakna hans því hann reyndist mér vel frá upp- hafi þar til yfir lauk. Elsku Elín, þinn missir er mikill en samhent fjölskylda er þín stoð og stytta. Megi Viktor hvíla í friði. Kveðja, Guðmundur. Elsku Viktor afi. Hann er farinn, en ég veit að hann er kominn á góðan stað. Ég á svo margar fal- legar minningar um hann og mig langar að rifja upp nokkrar þeirra. Aldrei mun ég gleyma því þegar við fjölskyldan bjuggum í Dan- mörku og hann kom brosandi út að eyrum hjólandi til að ná í mig í skólann og ég var svo stolt af hon- um afa mínum. Allar stundirnar sem ég átti með honum og Ellu ömmu í Byggðarendanum eru ógleymanlegar, það var oft hist í hádeginu á laugardögum til að borða grjónagraut og svo einnig í hádeginu á sunnudögum og var þá boðið upp á lambalæri með öllu til- heyrandi. Og svo einnig öll að- fangadagskvöldin sem ég átti með mesta jólabarninu sem var hann Viktor afi, hann sat alltaf í stólnum sínum í stofunni og við barnabörnin sáum um að koma með pakkana til hans og hann las alltaf á merkimið- ana, hann beið alltaf spenntastur eftir þeirri stund. Einnig fengum við fjölskyldan mín nokkrum sinnum að búa þar vegna flutninga, ég var búin að eignast mitt eigið herbergi þar og fékk ég einnig oft að gista þar á laugardagskvöldum þegar ég var búin að vinna í Stjörnubíó með Ellu ömmu, oftast kom hann afi að sækja okkur en stundum þegar ég hringdi í hann þá sagðist hann vera fyrstur í staur og hann kæmi þegar hann væri búinn með túrinn, en það gat þýtt dágóða bið. Ég fékk svo að búa hjá honum og ömmu þegar ég var unglingur og var það æðislegur tími. Alltaf var hann tilbúinn á morgnana til að keyra mig í skólann upp í Selja- hverfi og sækja mig á kvöldin til vinkvenna minna. Hann var mjög duglegur að fylgjast með því hvað við barnabörnin vorum að gera. Þegar ég eignaðist fyrsta lang- afabarnið hans, hann Guðmund Hrafn, varð hann mjög spenntur yfir því og fylgdist vel með honum vaxa og dafna. Honum fannst mjög gaman að hafa börn í kringum sig. Ég vil sérstaklega þakka Viktori afa fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman á spítalanum undir það síðasta. Hvíl í friði elsku afi minn. Ég mun gæta Ellu ömmu fyrir þig. Kveðja. Þín afastelpa, Elín Ósk Guðmundsdóttir. Elsku besti afi. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Það er nú svo margt sem kemur upp í hugann, afi, til dæmis þegar þú keyrðir okk- ur ömmu niður í bíó í vinnuna. Svo komstu oft fyrir utan bíóið og ég fór út með smá popp og fanta blandað með sóda. Já, það þurfti sko að vera rétt blandað. Hvernig þú reifst alltaf hornin af blöðunum sem þú varst að lesa, þá vissirðu hvað þú varst búinn að lesa því staflarnir voru oft miklir. Þær voru nú margar stundirnar sem ég var hjá ykkur ömmu í Byggðarenda enda var það svo gaman. Ég og Hjalti frændi eydd- um mörgum stundum í bílskúrnum niðri að skoða allt dótið þitt. Við sáum alltaf eitthvað spennandi. Já, það var alltaf hægt að finna nóg að gera hjá ykkur ömmu. Við vorum svo heppin að fá að njóta þess að fara með ykkur til Spánar. Ég minnist enn jólanna hjá ykkur, öll stórfjölskyldan saman- komin. Þú afi varst svo mikið jóla- barn, hafðir jafngaman af þessu og börnin og settir upp jólasveinahúfu, sast í stólnum þínum og last á pakkana sem þú gerðir svo skemmtilega. Þið amma voruð svo dugleg að láta fjölskylduna hittast. Lambakjötið í hádeginu á sunnu- dögum og ætíð fylgdu þessi orð þín: „Alltaf finnst mér nú lamba- kjötið best.“ Þú varst nú orðinn veikur þegar við Svavar skírðum Elvar Breka, nafn sem þú varst svo ánægður með. Þú ætlaðir þér að koma í skírnina sem þú gerðir, stóðst þig eins og hetja; komst með þeim fyrstu og fórst með þeim seinustu. Ég man þegar við Svavar keyptum okkar fyrstu íbúð, það fyrsta sem þú gáðir að var hvort ekki væri nú gott útsýni sem skipti þig svo miklu máli. Ég og Svavar komum upp á spít- ala til þín stuttu fyrir andlát þitt, þá varstu sofandi en vaknaðir um leið og ég strauk höfuð þitt. Þú varst svo ánægður að sjá okkur og varst enn með húmorinn í lagi. Afi, þú hefur alltaf fylgst svo vel með okkur barnabörnunum og svo barnabarnabörnunum og þú munt enn hafa augu með okkur. Takk fyrir allt afi. Elsku amma: Guð styrki okkur öll í þessari miklu sorg, við munum hugsa vel um þig. Þín Brynhildur Dögg. Elsku afi, okkur langar til þess að minnast þín með nokkrum orð- um, og það eru ótal minningar sem koma upp í hugann þegar við hugs- um til baka. Þú alltaf með höfuðfat og þegar þú komst í heimsókn þeg- ar eitthvað var um að vera þá sagð- ir þú hátt og snjallt: „Gleðilega há- tíð, hvað – er einhver veisla hér í gangi?“ Það fór ekki framhjá nein- um að þú varst mættur á staðinn. Þegar við komum í heimsókn niður í Byggðarenda þegar þú varst að keyra leigubílinn þá stopp- aðir þú oft stutt við, því um leið og þú komst inn um dyrnar þurftirðu að kveikja á báðum talstöðvunum og stilltir þær svo hátt að það heyrðist í þeim um allt hús. Og um leið og það kom að það vantaði leigubíl í hverfinu þínu eða eitthvað annað var um að vera (sem við segjum ekki frá hér) þá varst þú fljótur af stað og sagðist þurfa að fara að vinna fyrir saltinu í graut- inn. Ekki má gleyma skrifstofunni þinni, sem var eins og drauma- heimur barnsins, því þar var svo margt að skoða. Dyrnar voru ávallt læstar og okkur fannst við hafa dottið í lukkupottinn ef þær voru opnar, því þá vissum við að þú sæt- ir þar inni og gaukaðir að okkur einhverju gotteríi sem var þar og það stundum vel komið til ára sinna, en það var alltaf jafngott. Við gleymum ekki öllum jólunum sem við áttum með þér og Ellu ömmu í Byggðarenda, það eru ógleymanlegar minningar. Og okk- ur fannst jólin byrja með skötunni á Þorláksmessu hjá ykkur. Það kom aldrei neitt annað til greina en að vera hjá ykkur á aðfangadags- kvöld, þar sem öll fjölskyldan var samankomin, og þar ríkti sannur jólaandi. Þú varst mikið fyrir hefðir og aldrei kom neitt annað til greina hjá þér en að hafa svínakótilettur með raspi og súrkál í matinn á að- fangadagskvöld. Eftir matinn, þegar búið var að vaska upp og ganga frá, var sest inn í stofu með desertinn og hugað að pökkunum. Þú settist í stólinn þinn með jólasveinahúfu og jóla- bindi og við krakkarnir teygðum okkur í pakkana undir jólatrénu og hlupum með þá til þín svo þú gætir lesið á þá, og biðum við spennt eftir því að nafnið okkar væri lesið upp. Svona gætum við haldið lengi áfram en ætlum að láta þetta duga. Elsku afi, takk fyrir góðar stundir og fallegar minningar. Elsku Ella amma, guð styrki þig í sorginni. Hjalti, Eva Lind og Sigurdís Sóley Lýðsbörn. Elsku langafi, nú ert þú dáinn. Það var svolítið erfitt að skilja það fyrst þegar mamma sagði mér frá því. En ég vissi að þú varst búinn að vera veikur og núna veit ég að þú ert kominn á góðan stað. Þegar ég kom í heimsókn til þín og Ellu langömmu á Garðstaði varst þú alltaf mjög ánægður að sjá mig. Þú byrjaðir alltaf á því að segja: „Góð- an daginn, hvað segir þú gott? Guð- mundur, hvað segir þú?“ Það var alltaf gaman að skoða alla bílana sem þú áttir, suma mátti ég leika mér með en suma mátti ég bara horfa á. Þú varst mikill bílakarl og þér fannst gaman að safna alls kon- ar dóti. Ég mun geyma myndina vel sem mamma tók af okkur á spítalanum daginn áður en þú fórst frá okkur. Takk kærlega fyrir allt Viktor afi minn. Kær kveðja. Þinn Guðmundur Hrafn Kristjánsson. Viktor Hjaltason Elsku pabbi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Minning þín lifir í hjörtum okkar. Elvira, Kristín, Lýður og Berglind. HINSTA KVEÐJA ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR SIGURÐSSON fyrrum bóndi í Efstadal í Laugardal, lést á Kumbaravogi þriðjudaginn 2. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún K. Ottesen, Sigurður Sigurðsson, Lilja Dóra Eyþórsdóttir, Gunnhildur Sigurðardóttir, Gestur Sæmundsson, Snæbjörn Sigurðsson, Björg Ingvarsdóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Halldór Rúnar Vilbergsson, Ásmundur Sigurðsson, Elva Gunnlaugsdóttir, Ása Björk Sigurðardóttir, Egill Þór Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR RAFN ÁSGEIRSSON, Svarfhóli, Stafholtstungum, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 24. nóvember, verður jarðsunginn frá Reykholts- kirkju laugardaginn 6. desember kl. 14.00. Ragnhildur Einarsdóttir, Jósef Jóhann Rafnsson, Líney Traustadóttir, Sólrún Anna Rafnsdóttir, Jón Finnsson, Ásgeir Rafnsson, Rebekka Guðnadóttir, Hrafnhildur Jónína Rafnsdóttir, Nelson Patricio De Brito, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.