Stundin - 01.08.1940, Blaðsíða 10
10
STUNDIN
NOKKUR RAÐ VIÐ
GEÐOFSA
1.
Þegar einhver „fer í taugarn-
ar” á yður er bezt að slá botn-
inn í samræðurnar og flýja
návist hans. Siðan skuluð þér
setja yður í hans spor og taka
að ígrunda manngildi ykkar,
hvors um sig. Og ef þér kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að
þér standið viðkomanda fram-
ar, getið þér ekki verið þekkt-
ur fyrir að reiðast.
2.
Þegar einhver leiðindi eru í
návist yðar, er fróandi að
ganga um gólf og tala þindar-
laust. Takið yður síðan sæti
og reynið að kryfja það til
mergjar, sem þér voruð að
segja. Það færir yður heim
sanninn um það, að þrátt fyr-
ir allt séu fæstir hlutir óvinn-
andi og sízt taki að æðrast yf-
ir smámunum.
3.
Hreyfið yður mikið og um-
gangist marga.
4.
Veitið öírum athygli, kynn-
ist veikleikum þeirr og göllum
og þér munuð hafa af því
marga ánægjustu.nd.
5.
Ef yður langar til að skatt-
yrð-ast við fólk, gæti innræti
yðar verið svölun í að fara og
horfa á glímu, hnefaleik eða
knattspyrnu, þegar tækifæri
gefst.
6.
Það er ekki nóg að lesa dag
blöðin, góðar bækur eru enn-
þá hollara meíál til fróunar
æstum skapsmunum, auk þess
sem þær kynnu einnig að geta
auðgað anda yðar.
Fyrsti maður, sem dó af
járnbrautarslysi var Eng-
lendingurinn William Husk-
isson. Slysið var árið 1830,
á milli Liverpool og Manch-
ester.
Nýlega var hciðurvarði reist-
ur í Klondike, hinum sögu-
ríka gullgraftrar-bæ í Al-
aska, til minningar um hesta
er drápust í gullnámunum.
Turnbygging þessi, sem eng-
inn veit um aldur á, stend-
ur á Lébarðahæðunum í
Soochow í Kina, og hallast
hún meira en hinn frægi
turn í Pisa, seiji hefur verið
nefndur eitt af sjö furðú-
verkum heimsins.
Leslie Rore-Belisha, fyrrver-
andi hermálaráðherra Breta,
hefur samkvæmt fréttum frá
París, nýlega kvongast
franskri leikkonu Jaqueline
Delubac, og er nú í brúð-
kaupsferð- í Cannes og á
frönsku Rivieranne. Hún var
þriðja >kona franska leikarans
og leikritahöfundarins, Sácha
Cíuitry.