Stundin - 01.08.1940, Blaðsíða 32
32
STUNDIN
KÖKOSEYJAR eða Kerlingaeyjar öðru
nafni eru 20 smáeyjar í Indlandshafi 600
sjómílur suðvestur af suðurodda Sumatra.
Þær raða sér í hring utan um grunnan vog,
sem hvergi er dýpri en 10 metrar og þomar
upp að hálfu leyti um fjömna. Þetta eru kór-
aleyjar, marflatar með kalkjarðvegi, vöxnum
kókospálmaskógi. Þær liggja á 12° suðlægrar
breiddar, svo loftslagið er hið ókjósanlegasta,
aldrei kalt í veðri, en hitinn sjaldnast úr hófi
fram.
Englendingurinn Kuling fann þessar eyjar
árið 1609. En snemma á 19. öld settist þar að
brezkur skipstjóri, Ross að nafni og tókst
honum að gera eyjaskeggja sér undirgefna.
Þeir eru af Malajakyni og lifa á kókosrækt
og fiskiveiðum. Síðan hélzt konungdómur þar
Kókoseyjar og
á eyjunum í ætt Ross, þótt konungdómur sá
sé síðan 1884, ekki annað en leppmennska,
því þá köstuðu Englendingar endanlega eign
sinni á eyjamar. Þama er nefnilega þýðing-
armikil stöð í sæsímakerfi Breta í Indlands-
hafi. Um Kókoseyjar liggur síminn frá Kol-
ombo á Ceylon til Freemantle á vesturströnd
Ástraliu-meginlandsins. Allstór hópur síma-
starfsmanna býr því á eyjunum og eru þeir
brezkir þegnar. En yfir rúmlega 1000 Malaj-
um ríkir núverandi konungur Clunies Ross al-
gerlega einvaldur. Hann er af Malajum kom-
inn í móðurætt, en gekk í skóla á Englandi og
bregður sér oft úr fásinninu til Evrópu og
heilsar þá náttúrlega upp á Bretakonung,
lénsdrottinn sinn, í leiðinni.
Kókoseyjakonungur stjómar þegnum sínum
með forsjá og skörungsskap. Afkoma þeirra
er almennt sæmileg. Eyjamar gefa af sér
;2ó0 smálestir af „Copra” á ári. Híbýli fólks-
ins eru snotur og sæmilega þrifaieg og heilsu-
far hið bezta. Vilji Kókoseyja-Malajar ferðast
út í heim og sjá sig um, er þeim það heimilt,
en kóngur setur hinsvegar það skilyrði að
þeir, sem það gera, komi aldrei aftur. Hann
kærir sig ekkert um að verið sé að flytja til
eyjanna þjóðfélagshugmyndir frá öðrum lönd-
um. Sjálfur telur hann sig vita bezt, hvað
eyjaskeggjum sé fyrir beztu. Peningar eru ó-
þekktir á Kókoseyjum. I þeirra stað hefur
konungurinn látið gera sérstakar plötur úr
„celluloid”, sem þegnarnir nota sín á milli
sem gjaldmiðil.
1 nóvembermánuði 1914 gerðust eftirminni-
legir atburðir á Kókoseyjum. Og þeirra mun
minnst, meðan brimið á grunninu út af eyjun-
um brýtur á gráum skipsskrokk með sundur-
skotna lyftingu. Það er flakið af gömlu „Emd-
en”, þýzka herskipinu, sem gat sér mikla
frægð í byrjun Heimsstyrjaldarinnar. Fyrir-
liðinn hét Karl von Miiller, sægarpur hinn
mesti og ráðkænn með afbrigðum. Þrjá mán-
uði samfleytt var hann á eltingarleik eftir
kóngurinn par
skipum Bandamanna. Fyrir Englendingum
einum sökkti hann ekki minna en 100,000
smálestum. „Emden” hafði 3 reykháfa. En
einn góðan veðurdag setti von Muller upp
fjórða reykháfinn, og þá þekktu óvinirnir
hana ekki. Smaug hún þannig gegnum greip-
ar 23 herskipa, sem öll voru að leita hennar,
og lagðist í höfn á Pulo Pinang á suðvestur-
strönd Indlands. Þar skaut hún niður rúss-
neskt herskip og annað franskt, sem bæði
héldu að þetta væri enskt skip.
Og einn góðan veðurdag varpaði „Emden”
akkerum við Kókoseyjar. Hópur sjóliða gekk
á land til þess að ónýta símstöðina og slíta
þannig símasambandið milli Englands og
Ástralínu. en brezku símaþjónamir voru
fljótir til og tókst að senda skeyti til Ástra-
líu, áður en sambandinu var slitið. Var nú
brugðið skjótt við og ástralska herskipið
„Sidney” sent á vettvang. Réðist það á „Emd-
en” og eftir stuttan bardaga var flak hennar
eitt eftir á grunninu, þar sem það stendur
enn. Karl von Miiller var handtekinn og send-
ur til Englands, en hóp af skipshöfninni tókst
að komast undan yfir í seglskip, sem Kókos-
eyjakóngur átti og sigla því burt..