Stundin - 01.08.1940, Blaðsíða 20

Stundin - 01.08.1940, Blaðsíða 20
20 STUNDIN við hérna seljum þetta svo ódýrt, að við getum alls ekki slegið aí því. i5ér skiljið að eitthvað verðum við að fá fyrir um- stangið við söluna. — Já, auðvitað sagði ég — en hvað gáf- uð þér fyrir stólinn þann arna? spurði ég svo eítir litla þögn. Karlinn grelti sig og virtist annað hvort ekki vita það, eða hann vildi ekki íræða mig á því. Hann þagði. í þessu kom maður inn í búðina og karlinn l'lýtti sér að spyrja mig: — Ja:ja, ætlið þér að kaupa stólinn. Eg get ekki beðið lengur eins og þér sjáið. — Fyrir tíu krónur. Eg kaupi hann ekki fyrir meira, endurtók ég. l5á kom nýkomni maðurinn mér til hjálpar. Tíu krónur, sagði hann, ætla það sé ekki nóg, ég gæti útvegað yður jafngóða stóla í tugatali fyrir tíu krónur. — Jæja, ég læt hann þá fyrir tíu krón- ur, þér verzlfö þá við mig seinna, ef yð- ur vantar eitthvað. Eg hef margt á boð- stólum. Eg sá að þetta var orð að sönnu. Stutlu síðar labbaði ég af slað, með slól- inn i höndunum, áleiðis heim til mín. Eg var tiu krónum fátækari, en stóllinn var þá í minum augum allmerkileg og ný- stárleg heimilisprýði. Síðari hluta dags- ins fór ég svo að vinna i verksmiðjunni. A þriðju hæð voru fimm herbergi. Prjú þeirra voru leigð einstaklingum, en tvö voru aðsetursstaður gamallar konu. Annað þeirra notaði hún fyrir eldhús; í iiinu svaf hún. Þessi gamla kerling átti húsið; hún var ákaflega sparsöm og föst á fé. Annað hinna herbergjanna stóð autt þegar ég kom i húsið, en í hinu var mið- aldra kvenmaður, sem aðeins var heima yfir blánóttina, eins og ég. Oft heyrði ég hana raula lag, þegar hún var nýkomin iieim, og það var alltaf sama lagið, svo að ég gat mér þess til, að liún kynni ekki fleiri. Telta voru þau einu kynni, sem ég hafði af þessum kvenmanni. Eg var búinn að vera í þessu nýja heimkynni mínu tæpar þrjár vikur, án þess að leigjandi flytti í herbergið, sem stóð autt við hliðina á herbergi mínu. Eg hafði reynt að haia allt sem þrifalegast í íbúð minni og tóksl það sæmilega, að ég lield. Nokkrum sinnum höfðu kunningjar mínir heimsótl mig þangað, þótt ekki væri það neitt sérlega gestkvæmt. Svo var það laugardagskvöld eitl, þeg- ar ég kom heim lrá vinnu, að búið var að leigja, eða svo ályktaði ég. Ung stúlka var ílutt i herbergið við hliðina á íbúð minni. Og sú kunni að syngja. Trotlaust trallaði hún og ílautaði öll nýjuslu danzlögin, danzlög, sem mér hafði aldrei tekizl að læra lil l'ulls. Eg varð strax að viðurkenna með sjálfum mér, að hún væri mér fremri á sviði hljómlistarinnar, enda þótt ég ætli einfalda harmoniku og spilaði víst sæmi- lega á hana. Næsla dag mætli ég stúlk- unni í sliganum, hún var grönn og vel vaxin, í meðallagi há, dökkhærð og frem- ur lagleg. Hún bauð góðan daginn og héll áfram án þess að ávarpa mig frekar; göngulagið var stoll og þjálfað og mér leizl á hana. Svo liðu fáir dagar. Eitl kvöld, þegar ég var kominn heim fyrir skönnnu, var drepið á dyrnar og á sama augnabliki birtist hún í dyrunum, unga, dökkhærða stúlkan. — Eg kann illa við að búa hér við hlið- ina á yður, án þess að þekkja yður nokk- urn skapaðan hlut, segir hún, þegar hún hefur boðið gott kvöld. — Já, það gleður mig að eiga kost á að kynnasl yður, segi ég og býð henni að taka sér sæti. Síðan kynntum við okkur, sögðum lil nai'ns og urðum dús. Ilún hél Helga. — hú ert nýflutl hingað, sagði ég lil að vekja máls á einhverju. — Já, svaraði hún og lók upp vindling, ég er nýkomin i'rá útlandinu. — Svo-o, frá útlandinu, segi ég forvit- inn. Hvaðan kom ungi'rúin? — Frá Kaupmannahöfn; ég var við nám. , fjiíH — Máske við hljómlislarnám, segi ég og brosi. — Ai' hverju heldurðu það, spyr hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.