Stundin - 01.08.1940, Blaðsíða 43

Stundin - 01.08.1940, Blaðsíða 43
STUNDIN 43 Á ég að segja þér nokkuð? Náungi nokkur heima í sveitinni kom fyrir rafmögnuðum ísskáp á brunnlokinu hjá sér, en lokið brast og skápurinn féll ofan í brunninn. En þar með var nú ekki sú saga búin, því áður en maðurinn hafði fengið sér tæki til að ná upp skápnum var vatnið í brunninum orðið að einni íshellu, og tók það hann sex vikur að þíða úr brunnin- um áður en hann gæti losað um skápinn. Mr. Slierman Miles er nafn þessa manns og hefur hann með höndum hina mestu virð- ingastöðu i Bandaríkjahem- um, en það er yfirumsjón með þeirri stofnun hermálanna er nefna mætti gáfnarannsókn- ai'stofuna, en þar er með vís- indalegum rannsóknum metið og vegið gáfnafar þeirra, er gegna skulu ábyrgðarstöðum. Mr. Sherman var til skamms tíma hemaðarmálaráðunaut- ur Bandaríkjanna í London. Mönnum er enn í fersku minni flugafrek Irans Dougl- as Corrigan, sem fyrir tveim- ur árum flaug yfir Atlants- hafið á gömlu landflugvélar- skrifli, er hann hafði keypt á uppboði fyrir þrjú hundruð dollara. Fáir menn munu hafa vakið jafn skjóta eftir- kt á sér og þessi ungi mað- , jafnvel er talið að sjálfur LJndberg hafi öfundað hann frægðinni. 1 nokkrar vik- var nafn þessa unga manns á hvers mann vörum um allan heim, ríkisstjórnir o;; bæjarráð beggja megin Atlantshafsins létu sér ant um að sýna honum sóma, og kvikmyndakóngamir í Holly- wood hugðu gott til glóðar- innar, að þeir gætu komið frægð hans í peninga, réðu hann í þjónustu sína og guldu honum ofurkaup. En Irinn ungi tók allri þessari upphefð með jafnaðargeði, og auðvit- að þáði hann boð kvikmynda- konganna, og önnur tækifæri, er honum buðust, til að afla sér fjár, en þó hjónabandstil- boðum dollaraprinsessanna rigndi yfir hann frá degi til dags, sinnti hann því engu. Meðan fáir þekktu hann var hann trúlofaður írskri kennslukonu í Suðurríkjunum og framinn fékk hann ekki til að breyta þeirri skoðun, að hún bæri af öðrum konum. Þau giftu sig í fyrra og búa í Los Angeles. Fyrir nokkr- um vikum eignaðist kennslu- konan son er var vatni ausinn og nefndur Douglas Orville Corrigan. Foreldrar hans hafa ákveðið að hann skuli verða flugmaður þegar fram líða stundir og helzt stjórna flugfari milli Bandaríkjanna og Irlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.