Stundin - 01.08.1940, Blaðsíða 45
STUNDIN
45
maður og Smári er að jafnaði,
missti gjörsamlega jafnvægi
skapsmuna sinna í þetta
skipti. Kallaði hann til Gríms
og jós yfir hann óbóta atyrð-
ingum fyrir uppvöðslugang,
en í þetta sinn vildi svo til,
að Grimur var ekki sá seki.
Pögi að síður tók hann við
skömmunum eins og honum
ba.TU þær og kvartaði hvergi.
En pilturinn, sem staðið hafði
að þessu uppþoti var maður
drenglundaður og gaf hann
sig fram, sem hinn seka
mann, og gat þess um leið að
Grímur væri sýkn Þá sagði
Smári:
—• Já, það hendir stundum,
að jafnvel andskotinn er hafð-
ur fyrir rangri sök.
* * *
Gömul kosningavísa eftir
Ireystein Gunnarsson:
Grásleppan veiðist suður með
sjó;
það sýnir hvað hún er
gáfnasljó
að alltaf fiskast þar nægtanóg
í netin á hverjum vetri, —
— en aðrir fiskar í öðrum sjó
eru víst lítið betri.
* * *
Særðir menn fluttir um borð í enskt skip eftir innilokun „millj-
óna hersins”, sem svo hefur verið nefndur, en þá er átt við
þann hluta hers Bandamanna er Hitler króaði inni og stökkti
Tómas Jónsson borgarritari
þótti lítill stærðfræðingur í
skóla, enda lítið hneigður fyr-
ir þá námsgrein. Einhverju
sinni var hann uppi í flatar-
málsfræði-tíma hjá Sigurði
TJioroddsen, stærðfræðikenn-
ara, er lagði þá blygðunar-
lausu spurningu fyrir Tómas,
hi’að væri parallellogram.
Tómas verður hugsi um hríð
en segir síðan:
— Ætli það sé ekki einhver
fígúran.
En þá svaraði Sigurður:
Figúra getur þú sjálfur ver-
ið, en þó ertu ekki parallello-
gram.
En sterkar líkur benda til
þess að Tómasi hafi um síðir
lærst að reikna eitt dæmi rétt,
því hann er nú tengdasonur
Sigurðar Thoroddsen.
EIN FRUMLEG ÓSK
Skýjadrög um loftið læðasi,
létt og kát um himingeim
áfram skunda, aldrei mæðast,
eins og golan býður þeim.
Reika yfir veröld víða,
varla þekkja stundarbið.
Skapadómi hógvær hlýða,
heimia elcki vægð og grið.
Á öllum sínum undraferðum,
ærið margt þau hljóta að sjá.
lllt og gott af ýmsum gerðum,
eins og regndar vænta má.
Pó ýmsir mgndu óráð telja,
og eflaust gera skop að pví.
Ég mgndi hiklaust vilja og velja,
að verða að lokum fallegt sluý.
S. K. Steindórs.