Morgunblaðið - 30.12.2008, Síða 9

Morgunblaðið - 30.12.2008, Síða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008 Morgunblaðið/ÞÖK Þorskastríð? Aukinn þorskveiðikvóti myndi án efa gleðja margan sjómanninn en ólíkar hugmyndir um úthlutun hans geta hins vegar fengið blóðið til að þjóta. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is SKIPTAR skoðanir eru um hvernig eigi að haga málum ef ákvörðun verður tekin um að auka þorskveiðar að nýju. Karl V. Matthíasson, vara- formaður sjávarútvegs- og landbún- aðarnefndar Alþingis, sagði í viðtali við Morgunblaðið nýlega að yrðu auknar veiðar heimilaðar ætti að bjóða kvótann upp á markaði. Innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er talið skýrt að viðbótarkvóti eigi að ganga til þeirra sem misstu kvóta við skerðinguna. Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor- maður Samfylkingarinnar, segir að Karl hafi væntanlega verið að tjá sína persónulegu skoðun. Ekki eigi að útiloka þessa leið en Samfylking og Sjálfstæðisflokkur þyrftu þá að ná sátt um hana. „Það hefur alltaf verið rauði þráður Samfylking- arinnar að fiskistofninn sé í eigu þjóðarinnar og við höfum lengi gagnrýnt að kerfið sé of lokað og jafnræðis ekki gætt,“ segir Ágúst Ólafur og bætir við að samkomulag hafi náðst um að gera úttekt á reynslunni af aflamarkskerfinu og vonast hann til þess að sú vinna fari að hefjast. Væru svik við greinina Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður sjáv- arútvegs- og landbúnaðarnefndar, segir alltaf hafa legið fyrir að yrði þorskkvóti aukinn gengi hann til þeirra sem skorið var niður hjá, þ.e. útgerðanna. Í sama streng tekur Valgerður Sverrisdóttir, fulltrúi Framsóknar í nefndinni. „Það yrðu alger svik við greinina að setja við- bótarkvóta á markað,“ segir hún og bætir við að samdrátturinn hafi bitn- að á útgerðinni og þess vegna væri undarlegt að láta aðra reglu gilda við aukningu „Þetta er ekki ábyrg af- staða og ætli Samfylkingin að fylgja þessari línu held ég að mikið muni ganga á við ríkisstjórnarborðið, seg- ir Valgerður. Innan hinna stjórnarand- stöðuflokkanna tveggja kveður við annan tón. Atli Gíslason, fulltrúi VG í sjávarútvegs- og landbún- aðarnefnd, segir flokkinn ekki hafa tekið afstöðu til þess að setja kvót- ann á markað en að sú hugmynd sé skoðunarverð. Ef auka eigi þorsk- kvóta þurfi að taka tillit til atvinnu- ástandsins og stöðu byggðanna. Auka eigi landsbyggðakvótann en VG hefur einnig talað fyrir stór- auknum krókaveiðum. Atli segir stóra málið núna vera að allur afli verði unninn hér á landi, meðan at- vinnuleysi er sem mest. „Í fyrra fóru 56 þúsund tonn til Bretlands og það er stærra mál að halda í hann en að auka veiðarnar um 30 þúsund tonn,“ segir Atli. Skref í rétta átt Grétar Mar Jónsson, fulltrúi Frjálslynda flokksins í nefndinni, segir hugmyndina um að bjóða við- bótarkvóta út vera skref í rétta átt en að Frjálslyndi flokkurinn vilji ganga lengra. „Við viljum innkalla allar veiðiheimildir á Íslandsmiðum, búa til auðslindasjóð og leigja heim- ildirnar út. Ríkið fær þá leiguna til sín,“ segir Grétar Mar og leggur áherslu á að ekki þyrfti að greitt væri eftir á fyrir heimildirnar þann- ig að það væru ekki bara þeir „sem eiga greiðan aðgang að bankakerf- inu“ sem gætu nýtt auðlindina. Þorskurinn veldur deilum  Sjálfstæðisflokkur og Framsókn telja skýrt að viðbótarkvóti færi til útgerðanna  Átök í ríkisstjórn ef Samfylkingin vill aðra leið, segir Valgerður Sverrisdóttir Í HNOTSKURN » Hámarkskvóti er gefinnút fyrir hvert fiskveiðiár en það hefst 1. september. » Árið 2007 var farið aðráðgjöf Hafró og þorsk- veiðikvótinn minnkaður úr 193 þúsund tonnum í 130 þús- und tonn. 1998-2000 var kvót- inn hins vegar um 250 þúsund tonn. » Nú þegar illa árar er talaðum að auka við veiðarnar að nýju en deilt er um með hvaða hætti það skuli gert. Ágúst Ólafur Ágústsson Atli Gíslason Karl V. Matthíasson Grétar Mar Jónsson Arnbjörg Sveinsdóttir Valgerður Sverrisdóttir HELSTA stefnumið Íslendinga á for- mennskutímanum í Norrænu ráð- herranefndinni á árinu 2009 er að efla samstarf um verndun Norður- Atlantshafsins og um málefni Norð- urskautsins. Liður í því er að hrinda úr vör verkefni um gerð vákorts fyrir Norður-Atlantshafið. Vákortið á að vera grundvöllur fyr- ir samræmdar aðgerðir, komi til um- hverfisslyss. Upplýsingum um nátt- úrufar og viðkvæm vistkerfi, sem gætu verið í hættu, verður safnað í gagnagrunn með hafkortum, áhættu- mati og viðbragðsáætlunum á haf- svæðunum milli Noregs, Færeyja, og Íslands og Grænlands. Með vákort- inu er verið að bregðast við auknum umsvifum og siglingum í norður- höfum, meðal annars vegna aukinnar ásóknar í auðlindir á heimskauta- svæðum. Gert er ráð fyrir að vákortið verði tilbúið eftir tvö ár. Íslendingar taka við formennsku í ráðherranefndinni um áramótin. Rauði þráðurinn í formennskuáætl- uninni er að stórefla samstarf um rannsóknir og nýsköpun, ekki síst á sviði loftslags-, orku- og umhverf- ismála. Stefnt er að því að styrkja samstarf og verkaskiptingu Norð- urskautsráðsins og ráðherranefnd- arinnar. Leitað verður eftir samstarfi við Kanada, Skotland og Írland. helgi@mbl.is Vákort fyrir hafið Samstarf um verndun Norður-Atlantshafsins www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 Opið þorláksmessu 11-19. Starfsfólk Feminin Fashion óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla árs og friðar. ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið í dag kl. 10-18, opið gamlársdag í Bæjarlind kl. 10-12. Opnum föstud. 2/1 kl. 12:00 Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs, með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Ú T R Á S A R V Í K I N G A R N I R Kveðjum árið með nýju Víkingatertunni! Þú færð límmiðana hjá okkur Íslensk framleiðsla! Á fr am Ís la nd -V el ju m ís le ns kt ! Hafðu samband við sölumann í 567 88 88 Plast, miðar og tæki -www.pmt.is Reykjavík Sími 588 9090 • Síðumúla 21 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Skrifstofuhúsnæði óskast til leigu Traustur aðili óskar að taka á leigu 250 fm skrifstofuhæð. Æskileg staðsetning er Miðborgin, Múlar eða Borgartún. Til greina kemur að leigja skrifstofupláss með öllum húsgögnum. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali í síma 861-8514

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.