Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1966, Síða 31

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1966, Síða 31
29 fjölda utanaðkomandi áhrifa, sem virðast geta orsakað CL/CP. Hér verður stuttlega minnzt á þessi atriði: 1. Næringarskortur móðurinnar um meðgöngutímann. 2. Hormónatruflanir. 3. Mislingar. 4. Röntgengeislun. Af augljósum ástæðum verða allar athuganir á utanaðkom- andi áhrifum, sem orsakað geta CL/CP, að fara fram á til- raunadýrum. Hale12 var manna fyrstur til þess að benda á næringarskort móðurinnar um meðgöngutímann sem orsök CL/CP. Hann veitti því eftirtekt, að gyltur, sem nærðust á lóðri, sem snautt var af fjörefninu A, eignuðust afkvæmi með CL/CP 0g aðra líkamsgalla. Warkany og Nelson13) sýndu fram á, að skortur á riboflavin (vítamín B2) í fæðu móður- innar gat orsakað ýmsa meðfædda líkamsgalla í afkvæminu. f3ótt orsök meðfæddra líkamsgalla í tilraunadýrum sé ekki nauðsynlega hin sama og í manninum, eru þessar tilraunir niikils virði og geta efalaust varpað ljósi yfir hugsanlegar or- sakir CL/CP í manninum. Nokkrir vísindamenn hafa tengt þessar niðurstöður við reynslu sína i baráttunni við þetta vandamál. Douglas14) er þeirrar skoðunar, að mikil uppköst 1 byrjun meðgöngutímans geti orsakað skort á nauðsynlegum frumefnum, sem leitt geti til afmyndunar í fóstrinu. Hann mælir eindregið með næringaruppbótum fyrir ófrískar mæð- UL sem áður hafa eignast barn með líkamsgalla. Baxter og Frazer15) voru manna fyrstir til þess að benda a’ ab afkvæmi músa, sem var gefið cortisone um meðgöngu- Urnann, fæddust með CL/CP. Greinar hafa einnig birzt, þar Sem sagt er frá „framleiðslu“ CL/PL með inngjöf af hydro- c°rtisonelc) og ACTH.17) Síðan Gregg18) benti á, að margar mæður, sem fengið böfðu mislinga (Rubella) snemma á meðgöngutímanum, fa'ddu vansköpuð börn, hefur „teratogenecity“ þessa sjúkdóms verið gaumgæfilega athugað. Það er nú almennt viðurkennt, að mislingar í móðurinni geta orsakað vanskapnað á hjarta, augum og heila. Mislingar virðast þó ekki vera algeng orsök f-'L/CP; í vísindabókmenntum getur aðeins um ellefu tilfelli, Sern fengd hafa verið mislingum móðurinnar.

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.