Árdís - 01.01.1936, Side 6

Árdís - 01.01.1936, Side 6
4 Móðurást. Eftir séra Sigurð ólarsson “Móðurást hve þinn auður er öllu fe-gri og betri.” Óteljandi eru ástgjafir guðs til vor mannanna. Gott er um j>að að hugsa, hvernig alt vort'líf er umkringt af föðurelsku hans. Nœst líkamlegri heilsu og andlegu jafnvægi hygg eg -enga gjöf betri vera en bjarta og góða æsku, fagrar minningar, sem tengdar eru við ástvinina og Ibernskuheimilið. Slí-kar minning-ar eru mátt- ugar og lifa sífelt í minni, þótt umhverfi og útsýni ibreytist, og þó að þeir sem eitt sinn voru ungir, verði fullþroska, rosknir, aldraðir. Af öllum ástgjöfum guðs er engin gjöf stærri frá hendi hans, í tímanlegri merkingu talað, en guðelskandi móðir. Vel er góðri móður lýst í ljóði Karls Geroks -skálds, í þýðingu Matth. Jochumss-onar skálds (sjá Nýtt Kirkjulblað, -5„ 1912). “Hógværa konan með hóp sinna ibarna, hún er sem lýsandi norðurheimsstjarna, trúföst sem hún á Guðs iboðorða hraut. Ljósin 'hún kveikir þeim fávísu fáu, fagnandi leiðir hún börnin sín smáu ibroshýr í frelsarans blessaða skaut.” í gegnum aldirnar hefir hin kristna kona verið máttugasta aflið til Iblessunar í Ifi þjóðanna. 'H-já henni einni Ibirtist -kærleikurinn í þeirri fyllingu, sem hvergi er ella unt -augum að líta. Á dimmum eymdatímum, er önnur ijós hafa formyrkvast, hefir ljós móðurástarinnar skinið fagurt log Ibjart. f fátækt og örbirgð, jafnt í heiðri sem vanheiðri, er móður- ástin söm við sig, hún er ljósið sem leiftrar -bjart. Það er hún, sem með ‘blessandi valdi sínu umskapar litla býlið, bjálkakofann, hús frumibýlingsins og -gerir það að dýrlegri höll. Lága og fátæklega -býlið verður fagurt og stórt vegna áhrifa- valds hennar. Ást móðurinnar getur látið börnin gleyma hungri, klæðleysi, kulda og harmi. Hún kyssir burtu áhyggjur og tár. Hún er máttur réttlætisins, hóf'stilt af umburðarlyndi og ó- þrotlegri elsku. Hún trúir þvií góða og vonar hins bezta. Þegar börnin koma heim, voniaus og ráðþrota, frá störfum

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.