Árdís - 01.01.1936, Side 10

Árdís - 01.01.1936, Side 10
8 guðdómleg er móðurástin! — Það er mynd, sem engin, móðir af íslenzku bergi 'brotin, má gleyma: göfugasta móðurást, samfara trausti til 'Guðs, er gerír hana hæfa að líða alt og þola alt, og bera sigur úr býtum. Sagan er sígild, munið hana dætur og synir íslenzkra mæðra, munið hana mæður. Móðurástin «r ljós er lýsir yfir dimma vegi jarðlíísins — ljós frá Guði, mannheimi til iblessunar. Eg enda svo þessi orð mín með loka erindi, í áðurnefndu kvæöi Jaköhs skálds Thorarensen, þau eru sönn, og eiga við í dag og á komandi tíð. Þó að bili heimsins hylli og heykist vinur hver, móðurástin býr á bjiargi og breytir aldrei sér. Ásdís enn í völdum víða vor á meðal er. “Sælt er að njóta hinna kyrlátu stunda um dagrenningu og hádegisbil; þagnartíma rökkursins og þagnar næturinnar. — Hinar kyrlátu stundir þegar ekkert truflári—þegar hugurinn lyftir sér hátt — þegar friður og kyrð eilífðarinnar færa Guð svo nálægt að syndugur maður finnur sig snerta á klæðafaldi hans.”—Þýtt. Sælt er að eiga tiltrú vina — sú tiltrú gefur hugrekki til að mæta komandi morgni, til að bera hita og þunga dagsins og til að bíða í kvöldskuggunum eftir óvissu næturinnar.

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.