Árdís - 01.01.1936, Blaðsíða 14
12
urnar í svo fagran og skemtilegan 'búning, að börnin fái reglu-
lega ást á lærdómnum og hlakki til að halda áfram. Hugsið þiö
ykkur milli fjörutíu og fimtíu Ibörn frá algerlega mismunandi
lieimilum, og öll með mismunandi skaplyndi, mörg af þeim óvið-
ráðanleg heima, komin saman í eitt herbergi, sitjandi kyr og
þögul í iangan tíma!1, Haldið þið ekki að það taki býisna mikla
hæfileika, þolinmæði og þrek að venja þessar litlu sálir við að
lærajOg haga sér vel?
Þegar eg var í kennaraskóla, þá voru tíu af okkur nemend-
unum sendir út í Norwood, til að kynnast kensluaðferðum þar.
Við vorum einn dag í herbergi sem Miss Fitzgerald nokkur kendi
—I grade 1. Eg var nú ung og óvön þá og full af glæsilegum
hugmyndum, hvað eg ætlaði að framkvæma þegar eg væri orðin
kennari. Það hefir, ef til vill, átt einhvern þátt í þeirri hrifning,
sem eg varð fyrir við að hlusta á þessa gráhærðu, hógværu konu
kenna. Hún talaði svo lágt og þó skýrt og hógvært við börnin, og
hún. brosti svo innilega og svo oft; og ibörnin voru öll svo glaðleg
og horfðu svo hugfangin á hana. Svona á það að vera, andirúms-
loftið ,í fyrsta bekk skólans. Þið eruð að hugsa, að í flestum til-
íellum sé það ólíkt þessu, en hafið þið gert ykkur far um að kynn-
ast því? Eg veit, að því miður eru sumir kennarar sem taka að sér
litlu börnin, algerlega óhæfir fyrir þá stööu, en kanske þar yrði
breyting á, ef sérstakar kröfur í þessa átt vœru gerðar til þessara
kennara, ef að þeim væri ekki altaf borgað minst; og, ef foreldr-
arnir sýndu meiri áhuga fyrir hvað er að gerast á skólunum.
Allar skólabækur eru valdar með því augnamiði,, að efla
hæfileika barnsins, svo að það geti betur mætt kröfum lífsins og
notið betur fegurðar þess. Þær eru kosnar fyrir hvern bekk eftir
því, á hvaða menningarstigi börn á því aldursskeiði eru, og altaf
eru þær gerðar betur og betur við hæfi hvers bekks. Það er til
dæmis, ný landafræðisibók í fjórða bekk sem er sérstaklega vel úr
garði gerð. Hún er útsett eins og saga um börn og kennara, sem
ferðast til allra landa og stanza og skoða alt það1 merkilegasta í
hverjum stað. Börnin geta ekki annað en verið hrifin af þessu
íerðalagi, sem þeim finst þau séu sjálf að takast á hendur, og
myndirnar í bókinni gera það mjög verulegt.
Mig langar til að minnast á, í stuttu máli, helztu námsgreinar
sem kendar eru í hærri bekkjunum, og hvers vegna þær eru kend-
ar. Það er þá fyrst og fremst reikningur, sem er lífsnauðsynleg-
ur fy.rir hvern mann að kunna, til þess að geta skilið og tekið þátt
í daglegri starfsemi — kaupurn og sölum — allir taka þátt í því
meira og minna. Svo æfir reikningslistin hugann til að hugsa
hratt og skýrt.
Sögu þurfa allir að hafa lesið, ef þeir eiga á annað borð að
geta skilið nokkuö í heims ástandinu, eins og það er þann dag í
dag. Sagan skýrir frá frelsis baráttu þjóöanna á móti afturliald-