Árdís - 01.01.1936, Page 16

Árdís - 01.01.1936, Page 16
14 söngvar og svo framvegis. Fyrir hvert lag sem minst er á er “record”, sem á að spila eftir hverja lexíu. Þetta er gert til að glæða hjá börnunum skilning og unun af þessari íþrótt, sem er allra lista fegurst. Auðvitað er þetta yf'irlit aðeins partur af því sem kent er í music, en þetta er indæll partur af því. Eg vona að eg hafi ekki þreytt ykkur á þessum skýringum. Mig langaði til að gefa ykkur nokkurn skilning um starf okkar kennaranna. Auðvitað hefir ykkur verið kunnugt um þetta að nokkru leyti. Þið heyrið ibörnin tala um það og sýnið áhuga fyrir því; lesið sumt af því sem þau koma með heim, og ef til vill bætið einhverju við frá ykkur sjálfum. En við heyrum alt of lfítið um þá hlið málsins. Því ekki að koma á skólann og láta í ljósi hvað af þessu ykkur þykir gott; hvað börnin eða barnið ykkar skildi ekki rétt vel, og hvað það hefir mestan áhuga fyrir? Það mundi gleðja hvern kennara stóriega, að finna ylhug og samhygð frá foreldrunum — kenslan yrði léttari, skilningurinn á börnunum betri, alt starfið yrði ánægjulegra. Já, foreldrarnir ættu að reyna af fremsta megni að skilja hvað börnin þeirra hafast að á skólunum; eins ættu kennarar að kynna sér heimilis ástæður barnanna. Og það eru ekki einungis skólarnir og hvað á þeim gerist, sem foreldrar eiga að láta sér koma við, heldur líka hvaða kennarar eru valdir og hvað þeim er borgað. Þess vegna er það skylda allra foreldra að sækja skólafundi, því þar eru rædd mál sem varða miklu fyrir börnin þeirra. Á þeim eru kosnir menn í nefnd, sem er gefið vald til að ráða kennara, setja kaupið, og ýmisleg önnur mikils varðandi mál. Liggur það ekki í augum uppi að þessir menn verði, ekki einungis að vera vakandi fyrir velferð skólans, heldur einnig hafa skarpan skilning og hæfiieika til að rækja það starf vel? Því eru ekki konur oftar kosnar í skóia- nefnd? Það eru mæðurnar sem bera mesta umhyggju fyrir börn- unum á uppeldisárum þeirra. Þær skilja þau betur, og sýnast, yfirleitt bera velferð þeirra meira fyrir brjósti. Og því ættu þá ekki þessir hæfileikar þeirra að vera notaðir í þarfir1 skólans? — Fyrir nú utan það, að stúlkur komast oft iengra áfram á skóla en drengir, nú á dögum — það er að segja á landskólum og í þorpum eins og þessu — svo að konur, af hinni yngri kynslóð að minsta kosti, hafa oft notið betri mentunar en menn þeirra. Og hvenær sem konur hafa tekið þátt í opiniberum málum, hafa þær verið sinni stétt til sóm'a, svo því í ósköpunum reyna þær ekki að vinna betur á þessum sviðum? Eg held þið getið látið karlana sitja heima einstaka kvöld meðan þið eruð á fundum. Það er gott fyrir þá að venja sig við. Það færist, hvort sem er, óðum nær sá tími þegar konur verða forsprakkar í öllum opinberum máium! Það er margt enn, sem mér finst að eg hefði þurft að minn- ast á, til dæmis um stofnun ungmennafélaga til þess að draga

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.