Árdís - 01.01.1936, Side 19
17
Eiga konur að prédika?
Eftir Nellie McClung. Þýtt af Finni Johnson
Það var einu sinni ekki langt frá, að fjölmennasta kirkjan í
Canada leyfði konum að taka prestavígslu og prédika. Það hefði
ver.ið stórt spor í þá átt, að veita konum fullkomið jafnrétti.
Þetta var árið 1928.
Það er hægt að muna árið 1928, þó flestum af okkur finnist
reyndar óra langur tími síðan. Allir höfðu peninga og alt var í
há'Uí verði. Allir ætluðu að verða rfkir á olíu og málmum, eða
þá á hlutabréfum í einhverju gróðafyrirtækinu. Jafnvel drengirnir
á lyftivélum og unglingsstúlkurnar innan við búðarborðin, voru
farin að láta sig dreyma um mikinn auö. Það var erfitt að festa
sig við nokkurt algengt verk. Þegar gróðavegirnir voru svona
margir og auðfarnir. Ungir menn hættu við sitt, háskólanám til
að v.inna hjá miðlurum. Prestarnir hættu við prestskapin og fóru
aö mynda ný gróöafélög — ekki Nýja Jerúsalem.
Kirkjufélögin fóru að hafa mikiar áhyggjur út af sínu trú-
boösstarii, bæði heima fyrir og erlendis. Innan Sameinuðu kirkj-
unnar í Canada höfðu verið bygðar kirkjur á fimtíu og fimm
stööum sem engin prestur fékst til að þjóna, ekki einu sinni
stúdentar. Það voru fimtíu og fimm prestaköll í Vestur-Canada,
sem höfðu engan sunnudagsskóla, engan til að vinna meðal unga
fólksins, engan til að skíra börnin og jarða þá sem dóu. Heima-
trúboðinu bárust mörg bréf', sem voru eitthvað á þessa leiö. “Kirkj-
an okkar er lokuð. Kóngulóin spinnur vef sinn um altarið og
bilbilan á prédikunarstólnum er þakin þykku ryki. Getið þið ekki
sent okkur einhvern? Okkur þætti vænt um þó það væri bara
kvenmaður.”
Pyrir 1928 liöfðu margar órólegar sálir, og eg má segja að eg
var ein af þeim, mikið um það hugsað hvenær hin mi'lda Samein-
aöa kirkja mundi gefa konum aðgang að prestsstöðunni. Kirkju-
höfðingjarnir höfðoi ávalt, þegar þeir voru um það spurðir, svarað
með mikilli varfærni: “Bíðið þið við þangað til einhver kona biður
um pre.-tvígslu, og þá skulum við athuga málið og fara með það
eins og ástæður standa til.” Og svo kom loksins að 'þessu á hinu
viðburðaríka ári 1928 á kirkjuþingi sem haldið var í Winnipeg af
hinni Sameinuöu kirkju í Canada. Nú var stundin komin.
Ung kona bað um prestvígslu. Hún hafði lokið guðf'ræða
námi nokkrum árurn áður við Saint Andrews í Saskatoon. Hún