Árdís - 01.01.1936, Page 26

Árdís - 01.01.1936, Page 26
24 Hvert stefnir? Erindi flutt á þingi Bandalags Lúterskra Kvenna Lundar, Man., 1936 — Eftir Lenu Thorleifsson “Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur á sérhverju orði sem framgengur af Guðs munni”. — Á öllum öldum hefir fólk barist við að lifa — barist viö' að finna skilyrðin til þes,s að l'ifa á sem fullkomnastan hátt, og vera fær um að mæta þeim erfiðleikum sem lííinu fylgja. Það liefir reynt að skilja þann gull- væga sannleika, að lífið útheimtir það, að bæði líkami og sál séu þroskuð eftir fremsta megni. Fyrsta skilyrðið til þes,s þroska er mentun. En eftir þeim skilningi sem vanalega er lagöur í orðið mentun, er henni mis- jafnlega úthlutað. Það hefir verið svo stórt millibil á milli þeirira sem voru (eða þóttust vera) af heldri ættum og náðu Ibóklegri mentun, og liinna sem lífið lék harðara og kallaðir voru ómentað- ir. En erfitt er um þaö að dæma hverjir eru sann-mentaðir. Mað- ur sem er bóklega fáíróður, getur verið hámentaður í þeirri iðn- aðargrein, sem veitir honum lífsviðurværi. Hann getur veriö há- mentaður sem góður heimilisfaðir, hjálpsamur nágranni og félags- lyndur borgari. “Mentun þýðir upplbygging lífsins á öllum þess mörgu hliðum, svo að þjóðarlíf auðgist og batni”, stendur í grein einni í kenn- aralblaði — og ennfremur: “Veruleg mentun er í því fólgin, að hefja einstaklinginn á hærra svið, breyta líkamlegri veiklun í styrkleik og stirðleika í lipurð, andlegri deyfð í skerpu og fávli'si í þekking. Breyta tilhneigingu til þess sem er óvandað ogi ljótt í aðdáun fyrir fegurð, breyta lagaleysi í löghlýðni, illu hugarf'ari í réttan þenkimáta. Sönn mentun þroskar í einstaklingnum kurteisi og stöðuglyndi, — virðingu fyrir kvenþjóðinni, umhyggju- semi fyrir Ibörnum, umlburðarlyndi í heimilislífi.” Sönn mentun meinar einnig, að einstaklingar skilji og breyti eftir hinni gullnu reglu — að -breyta eins við aðra og þér viljið að aðrir breyti við yður, svo að ailir sem iðnað stunda hafi tækifæri úl að sjá fyrir sínum. Hún þýðir líka iðkun sjálfstjórnar og um- burðarlyndis svo að borgararéttur verði hverjum einum heilög skylda. Hún meinar heilbrigöa skemtun og félagslíf, svo að frí- stundum sé eytt á uppiífgandi og heilibrigðan hátt. Og síðast en ekki sízt á sönn mentun að glæða viröingu fyrir trú og kirkju svo líf livers einstaklings nái andlegum þroska.' -En ert þú þá nógu mentuð til þess að mæta kröfum lífsins? Er eg það? Því er ver að við erum það ekki — við þurfum altaf

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.