Árdís - 01.01.1936, Síða 35

Árdís - 01.01.1936, Síða 35
33 Trúboð. Erindi flutt á þingi Bandalags lúterskra kvenma 1936. Eftir Maríu Buhr. -Hvað er trúboð? Hvers vegna hefir kristin kirkja svo mikinn áliuga fyrir því? Hvernig er því varið að svo margt fólk skilur við heimili, vini og vandamenn og helgar líf sitt þessu starfi? Er ekki annara trú alveg eins góð og hin kristna trú, ef fólkið er bara einlægt í trú sinni? Hefir ekki hver og einn nóg að hugsa um lieima — er nokkur þörf á því að senda peninga langt í burtu þegar svo margir fátækir söfnuðir eru hér? Þvílíkar spurningar höfum vér oft heyrt er á trúboð er minst, sérstaklega frá fólki sem lítið þekkir til kristilegs starfs. Vér viljum þessvegna skoða þetta málefni og sjá hvernig það byrjaði og hvaða grundvöll það hefir. Þegar Kristur byrjaði að kenna opinberlega sá hann Andrés, sem brátt varð lærisveinn hans. En hvað gerði Andrés? Hann finnur fyrst, bróður sinn, er okkur sagt í Jóhannesar guðspjalli. Þegar Filippus varð við boði Jesú, að fyigja honum, fann hann Nataníel — Andrés og Filippus voru þá hinir fyrstu trúboðar. Trúboð eru gleðifréttir, og ef einliver spurði lærisveinana um Jesú var svar þeirra oftast: “Kom þú og sjá.” Þeir höfðu fundið hinn lang-þráða Messías, og þessum gleðifréttum gátu þeir ekki haldið leyndum, heldur máttu til að segja frá þeim. Og liver kemur oss fyrst til hugar, þegar eitthvað liggur oss sérlega þungt á hjarta? Er það ekki sú manneskja sem okkur þykir vænst um. Andrés fór til bróður síns, Filippus til bezta vinar síns. Og svona héldu lærisveinarnir áfram að auglýsa Jesúm og hans mörgu krafta- og miskunar verk. Þegar Jesú gaf blinda manninum sýn, þá varð hann svo himin glaður að hann mátti til að segja öllum frá því; en þegar hann var spurður um hvernig hann hefði fengið sjónina og hverslags maður þetta væri, sem gæti læknað blinda, gat hann bara svarað: “Ekki get eg svarað öllu þessu, en eitt veit eg, að eg var áður blindur, en nú hefi eg sjón.” Hvað eftir annað lesum vér um Jesú, “og barst orðstýr hans um alt land”. Svo margt fólk kom til að hlnta á hann, að liann varð að fara upp í fjallshlið, eða út í l)át til qð geta talað við fólkið í nokkru næði. Sannarlega var þetta fólk ekki þögult um hann, eða reyndi að halda kenningum lians leyndum. En hinn mikli grundvöllur trúboðsins er eins og vér öll vitum

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.