Árdís - 01.01.1936, Síða 36
34
í Matt. guðspjalli 28. kap., 19—20 v. “Farið og kennið öllum þjóð-
um og skírið þær í nafni föður, sonar og heilags anda, og bjóðið
þeim að gæta alls þess er eg hefi boðið yður; og sjá eg er með
yður alla daga, alt til veraldarinnr enda”. Koma þessi orð frá
frelsaranum sjálfum og vissulega getur engin sem hefir tekið
hann sem frelsara sinn, og þess vegna orðið guðs barn, vanrækt
þessa skipun eða skotið henni á annara herðar. Jesús talar hér
til lærisveina sinna, en hverjir eru þeir? í Jóhannesar guðspjalli
í 8. kap. og 31. versi standa þessi orð: “Jesús sagði við þá Gyðinga
sem á hann höfðu trúað: ‘Bf að þér haldið stöðugt við mitt orð, þá
eruð þér sannarlega mínir lærisveinar’.” Hver sá sem elskar
drottinn sinn hlýtur að hafa mikinn áhuga fyrir orðum hans. Ef
að vér virkilega trúum að vér höfum í biblíunni sannleikan um
eilíf efni, og ef versið: “Enginn kemur til Föðursins nema fyrir
mig”, hefir nokkra þýðingu fyrir oss, þá ættum vér ekki síður en
hinir fyrstu fylgjendur frelsarans að veira fúsir til að útbreiða
þennan gleðiboðskap.
Nú skulum vér taka dálitla stund til að líta yfir trúboðssög-
una. Að mínu áliti er það eftirtektaverð saga. Vér höfum séð
hverjir voru hinir allra fyrstu trúboðar. Þér munið eftir sögunni
•um Kornelíus — útlendinginn sem, ásamt öllu húsi sínu, fann
Guð. Engill hafði birst honum og sagt honum að senda menn til
Siimonar Péturs. En hvað um Pétur? Hann hafði verið lærisveinn
Jesús í þrjú ár, og var einn af þeim sem fyltust heilögum anda á
Hvítasunnudag. Það var Pétur sem hóf upp raust sína og talaði
til fjöldans. Við þann fjölda sem áður hafði hlustað á hann bætt-
ust nærri þrjár þúsundir manna á þeim degi.
En Pétur var Gyðingur og þurfti þessvegna að hreinsa margar
kreddur úr huga sínum. Drottinn kendi honum nú' í vitrun, sann-
leika sem oss ætti að vera mjög kær. Þér munið eftir að öll
dýrin sem voru í líndúknum voru óhrein og vanhelg í augum Gyð-
inga. Verðum vér þar af leiðandi ekki hissa á orðum Péturs þegar
honum er boðinn matur: “Nei, Drottinn, engan vegin, þvlí aldrei
hefi eg étið neitt vanheilagt eða óhreint.” En svarið var: “Það
sem Guð hefir gert hreint, skalt þú ekki meta vanheilagt.” Þetta
var hinn mikli nýi sannleikur sem Pétur þurfti að læra.
Þegar nú menn Kornelíusar komu og sögðu erindi sitt, leggur
Pétur strax á stað með þeim að heimsækja heimili sem engin ann-
ar Gyðingur mundi hafa komið inn í. Þegar Kornelíus sér Pétur
fellur hann á kné fyrir honum, en Pétur segir: “Stattu upp, eg er
einnig maður.”
Og er hann hafði heyrt mál Kornelíusar, mælti hann: “Sann •
arlega er eg kominn að raun um, að Guð fer ekki í manngreinar-
álit.” Var Kornelíus og alt hans heimilisfólk skírt þennan dag.
Var þetta hið fyrsta trúboð til heiðingja. Og Pétur hélt áfram að
útbreiða boðskap Krists; bréf hans voru skrifuð til hinna útvöldo