Árdís - 01.01.1936, Síða 41

Árdís - 01.01.1936, Síða 41
39 Frú Guðrún Bergmann. Á síðastliðnu ári átti merkiskonan frú Guðrún Thorlacíus Bergman, ekkja séra Friðriks Bergmans, áttatíu ára afmæli. — Mintust dætur hennar þess á mjög fallegan hátt með því að bjóða vinum hennar að heimsækja liana þann dag. Heimsótti hana mikill fjöldi og margir sendu árnaðaróskir. Frú Bergman á hlýhug og virðingu allra sem henni hafa kynst og allra sem þekkja hana af afspurn. Ekki hefi eg borið lán til þess að kynnast henni persónulega, en sem unglingur dáðist eg að þessari tígulegu, .rólegu konu sem átti sæti innarlega í Tjaldbúð- arkirkju. Þíðleiki hennar og látlaus framkoma hjálpaði til þess að maður fann sig heima í kirkjunni. Á fyrstu síðu ferðasögu þeirrar er séra Friðrik skrifaði -'r hann fór skemtiferð heim til íslands um aldamótin standa þessi orð: “Henni sem heima sat, en var þó samferða með bænum sínum og blessunaróskum, er þessi ferðasaga með þakklæti og kærleika tileinkuð.” — Og átján árum síðar er hann aftur lagði af stað heim mun kærleiki og þakklæti til hennar hafa fylt huga hans fyrir hvernig hún ávalt stóð við hlið hans “með bænum og blessunar-óskum.” Árdís vill votta frú Bergman innilegar blessunaróskir fyrir hönd allra vestur-íslenzkra kvenna. Guð blessi henni frið æfi- kvöldsins eftir hinn starfríka dag. Ingibjörg J. ólafsson

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.