Árdís - 01.01.1936, Síða 46
44
sambandi við kennarana og lagt til bækur og annað, sem til
kenslunnar hefir þurft. Hefir nefnd sú úr félagi voru, sem þetta
mikla velferðamál hefir haft með höndum, unnið að því með mikl-
um dugnaði og hagsýni og samvizkusemi, enda hefir árangurinn
orðið ágætur. Þá má ekki gleyma því, að skólakennararnir sem
hér eiga hlut að máli, eru hér að vinna mikið verk, algerlega auk
smna skyldustarfa, og án þess að taka nokkra borgun fyrir það.
Bæði þeim sem tóku að sér að fara út um sveitir til að kenna
börnum og unglingum kristindóm og sömuleiðis skólakennurum
sem haldið hafa uppi kristindómsfræðslu, viljum vér nú votta ein-
lægt þakklæti vort og virðingu fyrir þeirra góða og óeigingjarna
verk. i|i:iL,^_ . i , í
Á síðasta þingi var um það talað, að heppilegt mundi vera, að
Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, kysi nefnd kvenna,
sem iiiefði þannig lagað samband við hin kvenfélögin, að þau hvert
um sig létu þessa nefnd vita ef eitthvert fólk úr þeim Ibygðum
flytti til Winnipeg til lengri dvalar. Var hugsunin sú, að þessi
neind í Winnipeg. kæmist í kynni við það fólk, svo hægt væri að
liðsinna því fólki á einhvern hátt, ef þörf væri á og leiðbeina. Þótti
Mklegt að á þann hátt mætti vinna þarft og gott verk. Kvenfélag
Fyrsta lúterska safnaðar kaus svo tvær konur ,í nefnd í þetta mál.
Skrifuðu þær öllum félögunum í Bandalaginu og óskuðu sam-
vinnu þeirra, þannig, að þær létu sig vita um það fólk, sem þau
kynnu að A'jta um, að væru að flytja til borgarinnar. Fékk nefndin
að vita um allmargar. Hélt svo Kvenfélag Fyrsta lúterska safn-
aðar skemtikveld og bauð þangað öllum þeim konum og stúlkum
sem vitað var um að væru fyrir tiltölulega skömmu komnar til
borgarinnar. Voru gestirnir um sjötíu og má fullyrða að þetta
hafi verið verulega skemtilegt kveld og ánægjulegt. Er vonandi
að þau kynni, sem þar urðu, leiði til meiri kynna. Væri mjög
æskilegt að þetta nýmæli héldi áfram og hvert félag út um bygð-
irnar gerði sér ant um það að láta nefndina í Winnipeg vita um
það fólk, sem er að flytja til borgarinnar til dvalar. Það kann
mörgum að sýnast, að þetta hafi ekki mikið að þýða, en það er
áreiðanlega misskilningur. Það getur einmitt haft afarmikla
þýðingu og má ekki leggjast niður.
Ársritið Árdís er nú að koma út í þriðja sinn. Hafa þær Mrs.
Ingibjörg J. ólafsson og Mrs. Ingiriíður Jónsson annast ritstjórn-
ina. Er ritið að öllu leyti þannig úr garöi gert, að efni og frá-
gangi, eins og á undanförnum árum, að naumast getur lijá því
farið, að það haldi sínum vinsældum og þær fari vaxandi. Félagi
voru er það nauðsyn að halda úti þessu riti og gera það þannig
úr garði, að það sé uppbyggilegt og læsilegt. Án þess rits, eigum
vér þess lítinn kost, að láta fólk vita nokkuð verulega um félag
vort. En það er hverju félagi nauðsyn, sem eitthvað er að gera
fyrir almenning, að fólk fái að vita um það og hvað það er að
gera. Fjárhagslega hefir ritið fullkomlega Iborið sig hingað til og