Árdís - 01.01.1936, Síða 53

Árdís - 01.01.1936, Síða 53
51 indi. Er það nú á tímum talið áríðandi að kenna unglingum eðlis- lög þeirra afla sem svo að segja stjórna lífi þeirra með allskonar áhrifum. Áherzla sú sem nú er lögð á kenslu í heimilisiðnaði, verkfræðislegum vísindum og líkams æfingum sýnir það bezt hversu áhrif hinna nýrri ti'ma og breytinga hafa náð haldi á hugs- un vorri og athöfnum. Eyrir nokkrum árum komu hljómfræðingar fylkisins því al leiðar að unglingar sem lærðu liljómfræði utan skóla og stæðust próf í henni, fengu viðurkenningu fyrir því í stað einhverra annara námsgreina. Nú er að því komið að prófessors embætti verði stofnað við háskólann í Manitoba. Hljómleika samkvæmi hafa komist á hátt stig í Winnipeg og víðsvegar út um fylkið, og ber það greinilegan vott um viðurkenn- ingu fólksins yfirleitt fyrir gildi þeirrar fögru listar. Eitt af hlutverkum skólanna nú orðið er það að líta eftir heilsu barnanna; í sambandi við þa,ð gera læknar og hjúkrunar- konur mikið til þess að varna veikindum. Heilbrigðisskoðun fer fram árlega og er hún einn hluti skólastarfsins. í Winnipeg fer fram sérstök kensla fyrir þau börn sem hætt er við að dragast aftur úr, eða sein eru að læra. Sömuleiðis fyrir þau börn sem ekki geta haft not af venjulegri kenslu. Eru þau fyrst skoðuð og reynd til þess að komast eftir því til hvers þau séu hæf; að þeirri skoðun afstaðinni eru þau fengin í hendur sér- stökum kennurum. Er mikið gert fyrir þessi börn í þá átt að kenna þeim nytsama vinnu, svo þau með tíð og tíma geti orðið sjálfbjarga borgarar. Stundum tekst þessi sérkensla svo vel að börnin geta fylgst með í hinum venjulegu skólum þegar upp í miðlbekkina kemur. í einum stærsta miðskólanum í Winnipeg hefir á síðustu tveimur árum verið breytt þannig til, að í sumum námsgreinum fer kenslan fram með stuttum fyrirlestrum og spurningum eða prófum, en námið þar fyrir utan er látið afskiftalaust, nemendurnir látnir ráða því sjálfir hvernig að því sé farið. Hugmyndin er sú að veita þeim sem fljótir eru að læra tækifæri til þess að hraða náminu og stytta námstímann, en hinum til þess að læra vel það sem iært er. Þetta leiðir það einnig af sér að nemandinn lærir að treysta á eigin spítur, en venst ekki á það að láta mata sig, ef svo mætti að orði komast. Þá mætti minnast á eina kensluaðferð sem hafin hefir verið nú á síðustu tímum: það er að kenna með bréfaviðskiftum. Pylk- isstjórnin hefir umisjón með því verki og hefir það hepnast vel. Þeir sem þessa kenslu nota eru í fjarlægð frá skólum og kenslu- stofum, sumir einangraðir, einhverstaðar norður í hálfbygðum eða óbygðum. Þeir hafa staðiö sig vel við prófin og notað sér kensluna ágætlega. Auðvitað er þessari aðferð ábótavant að því leyti

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.