Árdís - 01.01.1936, Page 56
54
fyrsta skifti haldinn fundur í Toronto til þess að athuga, mentun
fuliorð'ins fólks yfirleitt. í september mánuði sama ár mættu á
fundi í Manitoba menn og konur sem hlynt eru þessu máli. Kom
þar í Ijós mikill ábugi og brýn þörf á þessu starfi; var tilraun til
þess gerð að sameina kraíta allra félaga er skyldnað hefði og til
mentunar gætu talist. Afleiðing þessarar hreyfingar er sú að
fyrsti lýðháskóli hefir þegar verið stofnaður í Manitoha — er hann
í bænum Manitou. Eftir því sem fréttir flytja gengur það starf
vel. Mentamáladeildin hefir tekið þessu máli vel og er líklegt að
það verði byirjun á hreyfingu sem vaxi og verði þjóð vorri til álíika
blessunar og lýðháskólarnir í Danmörku urðu þar í landi.
Ýmislegt hefir þegar verið gert, en miklu meira þarf að gera.
Margt fleira mætti segja viðvíkjndi kensulaðferðum, kenslu-
greinum, og fyrirkomulagi á mentamálum hér hjá oss, en eg held
að nóg sé komið.
Af þessu ófullkomna yfirliti yfir þetta þýðingarmikla mál, er
það ljóst að ekki er staðiið í stað. Dag frá degi, og ár frá ári nálg-
ast það takmark sem er hugsjón kennaranna — að veita hverjum
einstaklingi tækifæri til þess að öðlast þann þroska er tryggi hon-
um ánægjulegt, nytsamt og farsælt líf, bæði sem einstaklingi o?
sem borgara í þjóöfélagsheild þessa lands. Aðeins með því móti
rætist fram úr erfiðleikunum, og ,þá yrði hægt að taka undir með
skáldinu og segja:
“Framtíðin er eins og fagur dagur,
en fortíðin draumanótt.”
GuSrún Bíldfell