Árdís - 01.01.1936, Side 57

Árdís - 01.01.1936, Side 57
55 Fræðslustarf Bandalagsins Starf nefndarinnar sem hefir haft með höndum kristindóms- fræðslu í sveitum sem ekki eru aðnjótandi prestþjónustu, hefir verið Mkt og undanfarin á.r. Þó varð sú 'breyting síðastliðið ár (1935) að starfað var eingöngu með eldri börnum á fermingar aldri. Ágætur kennari, Miss Lilja iGrUttormsson, tók að sér aö uppfræða og búa börn undir fermingu að svo miklu leyti sem hún gat á því tímabili sem henni var afskamtað. Hafði beiðni komið fná Vogar og Oak View og afréði því nefndin að leggja fram aila krafta í sumar í þessa átt. Miss Guttormsson lagði af stað frá Winnipeg 20. júní og stóð námsskeið hennar yfir frá 22. júní til 6. júlí. Tuttugu og fimm börn nutu uppfræðslu hjá henni og voru flest síðar fermd af forseta kirkjufélagsins sem þjónaði í því bygðarlagi fyrir hönd kirkjufélagsins um tíma. Bftirfylgjandi börn voru fermd: Karl Halldórsson, 15 ára; James Frímann, 17 ára; Margrét Halldórs- son, 16 ára; Helgi Frímann, 13 ára; Anna 'Halldórsson, 13 ára; Helen Steinthorson, 15 ára; Helga .Steinthorson, 14 ára; Konráð Pétursson, 14 ára; Clarence Pétursson, 16 ára; Fríða Pétnrsson, 16 ára; Grace Sveistrup, 17 ára; Anna Magnússon, 15 ára; Pétur Davidson, 14 ára; Jósep Kernested, 17 ára; Clifford Kernested, 15 ára; Ella Eiríksson, 12 ára; Margrét Eiríksson, 17 ára; Ernest Eiríksson, 15 ára; Giísli Hallsson, 14 ára; Guðmundur Johnson, 14 ára. Nokkur börn sem námsskeiðið sóttu voru, fyrir ein- hverjar ástæður, ekki fermd. í skýrslu Miss Guttormsson segir hún: “'Sunmudagsskóli var vel sóttur þrátt fyrir rigningar og vond- ar brautir. Sum börnin keyrðu um sjö mílur á hverjum degi, en öðrum sem lengra áttu að, var komið fyrir. Yfírleitt sýndu þessi börn áhuga fyrir lærdómnum, hugsuðu um að læra það sem þeim var sett fyrir, og virtust hafa góðan skilning á því sem þau lásu. Þau börn sem notið höfðu klukkutrma kenslu í hverri viku yfir skólat£mann voru fróðari en hin, og veittist starfið því léttara ,þiar sem tímin var svo stuttur.” Þegar Miss Guttormsson fór, skildi hún eftir s.skóla lexíu blöð og bækur sem nefndin hafði skaffað henni, hjá liinum ýmsu skólakennurum sem starfað höfðu að kristindómskenslu einu sinni í viku í sambadi við skólastarf sitt. 1 september skrifaði nefndin aftur kennurum hinna ýmsu skóla í þeirri von að áframhald yrði á því starfi. Einnig vo,ru lexíublöð og bækur sent til allra sem þurftu þess við. Jóla kveðjur frá B. L. K. og myndabækur voru einnig sendar til allra barna sem þátt hafa tekiö í s. skóla Bandalagsins. Einnig lítið Nýja Testa- menti sent að gjöf til barnanna sem fermd voru. Nokkuð stærri

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.