Árdís - 01.01.1949, Page 6
4
ÁRDÍ S
Kveðja til Bandalags lúterskra kvenna
á þingi í Mikley, 1949.
Kœru félagssystur!
Þegar maður lítur til baka yfir margra ára samvinnu, dvelur
hugurinn eðlilega við það starf, sem liggur að baki, við draumana,
sem hafa orðið að veruleik. 1 þetta sinn kýs ég heldur að líta áfram
og reyna að koma auga á alla þá
möguleika, sem liggja fyrir
framan okkur og felast í skauti
framtíðarinnar.
Það var einkennilegt að fyrsta
hugsjón kvenfélags kvenna
skyldi vera fyrir ellina. Hún
getur oft verið svo þung byrði,
sem legst á bæði hug og hjarta
þeirra, sem einstæðir eru. Sú
hugsjón hefir blessast og ég veit
að íslendingar sjá sóma sínum
borgið hvað elliheimilið Betel
snertir á komandi árum.
Svo er snúið við blaðsíðunni
og þar sézt nýr draumur, ný
hugsjón, sem starfar fyrir ung-
dóminn, — ungdóminn, sem á
að taka við blysinu þegar þeir
eldri leggja það niður. Látum
okkur vinna af alhug að því að
byggja upp verk Drottins fyrir ungdóminn okkar. Allir hafa eitt-
hvað að leggja til; ef ekki peninga né vinnukrafta, þá uppörfandi
orð, sem leggja lið málefninu. „Sá, sem ekki byggir upp, hann
sundur dreyfir11. Það má ekki gleymast að þetta starf í sumar-
búðum Bandalagsins er málefni Drottins, og að það er undirstaðan,
sem byggt er ofan á. „Leyfið börnunum til mín að koma og bannið
þeim það ekki“. — Því boði fylgjum við eftir beztu getu.
Mér er sagt að forsetinn okkar æski eftir hvíld; mér þykir