Árdís - 01.01.1949, Page 7
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
5
fyrir því, en skil vel að hún ber þunga byrði. Guð styðji hana og
styrki til að vinna það sem kraftar leyfa, á meðan dagur er. Það
stórfenglega starf, sem hún alla reiðu hefir innt af hendi, fáum
við aldrei fullþakkað.
Og að endingu vil ég þakka fyrir mína hönd alla velvild mér
auðsýnda yfir árin, sem kom sýnilega fram nú nýlega í samsæti,
sem mér var haldið og hinni yndælu gjöf, sem mér var þá af-
hent. Perlurnar mínar munu minna mig ávalt á hinn hreina kær-
leika, sem er undirstaða fyrir samstarfi okkar kvenfélags kvenna.
Hjartans þakkir.
Guð blessi þetta þing og alt, sem þar fer fram. Og Guðs blessun
fylgi Mikley og kvenfélaginu og öllu þeirra starfi.
Gleymum aldrei þeim sporum, um þvera og endilanga ný-
lenduna, sem séra Jón og frú Lára Bjarnason stigu, er þau vitjuðu
fólks á frumbýlingsárunum og færðu boðskapinn til einstæðra ís-
lendinga. Megi áframhald starfsins vera Guði til dýrðar og okkur
til blessunar. — Kœrleikskveðja.
MARGRÉT STEPHENSEN
☆ ☆ ☆ ☆
Þitt orð er, Guð, vort erfðafé,
þann arf vér beztan fengum.
Oss liðnum veit til lofs það sé,
að Ijós við þess vér gengum.
Það hreystir hug í neyð:
það huggar sál í deyð.
Lát börn vor eftir oss
það erfa blessað hnoss.
O, gef það glatist engum.