Árdís - 01.01.1949, Page 31
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
29
vatns 1362; siglt suður vatnið, komið við í Mikley á leið sinni til
Rauðárinnar. Þetta eru getgátur enn sem komið er, en víst er að
hinir miklu frönsku landkönnuðir, La Verendrye og synir hans
fundu Winnipegvatn 1837 og ferðuðust um þetta svæði og á eftir
þeim komu loðskinna kaupmennirnir. Og sjálfsagt hafa hinir
fyrstu landnámsmenn Vesturlandsins — Skosku landnámsmenn-
irnir 1812, hvílt sín lúin bein á bökkum eyjarinnar á hinni löngu
ferð til Rauðárdalsins. — Mikley hefir áreiðanlega verið áningar-
staður í fyrri tíð landsins.
Þær fyrstu heimildir, sem ég hefi getað aflað mér um sögu
eyjarinnar eru í Manitoba Milestones eftir Margaret McWilliams.
Þar skýrir hún frá því að Henry McKinney — sá, er fyrstur manna
reisti hús á Portage og Main gatnamótunum í Winnipeg — hafi
siglt skonnortu sinni Jessie McKinney, út til Mikleyjar (Big Island),
árið 1868, felt þar timbur og flutt það til Selkirk; varð það þorp
eftir það, miðstöð timburiðnaðarins í Manitoba, í fjölda mörg ár.
Sjö árum síðar fluttu íslendingar norður að vatninu. Nýlendu-
svæði þeirra náði frá Merkjalæk — Boundary Creek — og norður
fyrir Mikley. Haustið 1875 komust þeir ekki lengra en norður að
Gimli. Þegar voraði, leituðu margir lengra norður á bóginn og
sumir komust til Mikleyjar.
Oft hefir fólk undrast yfir því að Islendingar skyldu sækja út í
eyju, í þá einangrun, sem eylendan býr þeim. En þannig virðist
það hafa ávalt verið. ísland er eyja og margar smáeyjur við strend-
ur íslands eru byggðar þrátt fyrir nóg landrými á landinu sjálfu
og þrátt fyrir erfiðar samgöngur við eyjarnar. Það er eins og
einhver æfintýraljómi hafi hvílt yfir eyjum í huga íslendinga. —
Hér er smáeyja fyrir vestan Mikley, sem Engey heitir. Einn
ágætasti frumherji Mikleyjar nam þessa eyju, en varð að flytja
þaðan eftir nokkur ár vegna flæðis og síðan hefir hún verið í eyði.
Annars var það nú ekki æfintýraleit, sem vakti fyrir hinum
snauðu íslenzku mönnum, er hingað fluttu, heldur leit eftir stað
þar sem tryggast yrði um afkomu þeirra. Og sannleikurinn er sá,
að á þeim tíma var Mikley ekki einangraðri en aðrir hlutar
nýlendunnar; hún hafði í raun og veru meiri sambönd við um-
heiminn en aðrar byggðir í Nýja íslandi. Eins og áður er getið,
var byrjað þar á timburtekju árið 1868 og hafa því verið af og til,
ferðir á timburflutningabátum milli eyjarinnar og Selkirk.