Árdís - 01.01.1949, Page 31

Árdís - 01.01.1949, Page 31
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 29 vatns 1362; siglt suður vatnið, komið við í Mikley á leið sinni til Rauðárinnar. Þetta eru getgátur enn sem komið er, en víst er að hinir miklu frönsku landkönnuðir, La Verendrye og synir hans fundu Winnipegvatn 1837 og ferðuðust um þetta svæði og á eftir þeim komu loðskinna kaupmennirnir. Og sjálfsagt hafa hinir fyrstu landnámsmenn Vesturlandsins — Skosku landnámsmenn- irnir 1812, hvílt sín lúin bein á bökkum eyjarinnar á hinni löngu ferð til Rauðárdalsins. — Mikley hefir áreiðanlega verið áningar- staður í fyrri tíð landsins. Þær fyrstu heimildir, sem ég hefi getað aflað mér um sögu eyjarinnar eru í Manitoba Milestones eftir Margaret McWilliams. Þar skýrir hún frá því að Henry McKinney — sá, er fyrstur manna reisti hús á Portage og Main gatnamótunum í Winnipeg — hafi siglt skonnortu sinni Jessie McKinney, út til Mikleyjar (Big Island), árið 1868, felt þar timbur og flutt það til Selkirk; varð það þorp eftir það, miðstöð timburiðnaðarins í Manitoba, í fjölda mörg ár. Sjö árum síðar fluttu íslendingar norður að vatninu. Nýlendu- svæði þeirra náði frá Merkjalæk — Boundary Creek — og norður fyrir Mikley. Haustið 1875 komust þeir ekki lengra en norður að Gimli. Þegar voraði, leituðu margir lengra norður á bóginn og sumir komust til Mikleyjar. Oft hefir fólk undrast yfir því að Islendingar skyldu sækja út í eyju, í þá einangrun, sem eylendan býr þeim. En þannig virðist það hafa ávalt verið. ísland er eyja og margar smáeyjur við strend- ur íslands eru byggðar þrátt fyrir nóg landrými á landinu sjálfu og þrátt fyrir erfiðar samgöngur við eyjarnar. Það er eins og einhver æfintýraljómi hafi hvílt yfir eyjum í huga íslendinga. — Hér er smáeyja fyrir vestan Mikley, sem Engey heitir. Einn ágætasti frumherji Mikleyjar nam þessa eyju, en varð að flytja þaðan eftir nokkur ár vegna flæðis og síðan hefir hún verið í eyði. Annars var það nú ekki æfintýraleit, sem vakti fyrir hinum snauðu íslenzku mönnum, er hingað fluttu, heldur leit eftir stað þar sem tryggast yrði um afkomu þeirra. Og sannleikurinn er sá, að á þeim tíma var Mikley ekki einangraðri en aðrir hlutar nýlendunnar; hún hafði í raun og veru meiri sambönd við um- heiminn en aðrar byggðir í Nýja íslandi. Eins og áður er getið, var byrjað þar á timburtekju árið 1868 og hafa því verið af og til, ferðir á timburflutningabátum milli eyjarinnar og Selkirk.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.