Árdís - 01.01.1949, Síða 35

Árdís - 01.01.1949, Síða 35
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 33 Séra Páll hafði valið nýlendusvæði í Dakota og fluttu margir þangað en aðrir til Argyle. Árið 1877 voru 26 búendur í Mikley en eftir að útflutningunum lauk, voru þar aðeins 8 eða 10 fjölskyldur. Mikleyingar urðu fyrstir manna í Nýja íslandi til að reyna að koma sér upp kirkju og í þeim tilgangi feldu þeir tré árið 1878, en myllueigendurnir reyndust þeim illa og tóku með valdi 200 viðarbjálka, sem ætlaðir voru til kirkjunnar. Olli þetta mikilli óánægju sem von var. Frá þessu er skýrt í landnámsþáttum Thor- leifs Jacksonar. Ekki veit ég hverjir þessir ofbeldismenn voru. Skömmu seinna urðu víst eigendaskipti. Þá tók við umsjón myll- unnar maður frá Selkirk, Moody að nafni, og mun hann hafa reynst Islendingum vel, því ég heyrði hans ávalt minst hlýlega. Tíu ár liðu þar til Mikleyingar tóku sér fyrir hendur á ný að reisa kirkju. Mun sú bið hafa stafað af útflutningunum og prestsleysi í Nýja íslandi, því séra Jón fór til íslands 1880. — — Ég segi ykkur frá því, að gamni mínu, að tveir ungir menn frá Gimli voru ráðnir til að reisa kirkjuna. Þeir höfðu fluttst þangað tveim árum áður ásamt móður sinni og systkinum. Þeir hétu Jakob og Vilhjálmur og var sá fyrnefndi faðir séra Skúla. Vilhjálmur og hin unga heimasæta á Reynistað feldu hugi saman og giftust. Þau voru foreldrar mínir, þeirra heimili var rétt fyrir sunnan kirkjuna. — Kirkjusmíðinni var lokið sumarið 1890 og Mikleyjarsöfnuður, þótt fámennur væri, varð þannig á undan öllum söfnuðum í Nýja íslandi að reisa sér kirkju. Nokkrum mánuðum síðar, á páskadaginn 1891 gerðist sá við- burður í Mikleyjarkirkju að séra Magnús Skaptason, sem gerst hafði prestur í Nýja íslandi 1887, flutti prédikun og andmælti harðlega fordæmingarkenningu lútersku kirkjunnar. Síðan flutti hann þessa sömu prédikun yfir öllum söfnuðum sínum í Nýja íslandi. Hófust nú trúarbragðadeilur á ný, söfnuðirnir sundruðust og sumir sögðu sig úr kirkjufélaginu, þar á meðal Mikleyjarsöfn- uður, því fylgjendur séra Magnúsar voru þar í meiri hluta. Og nú varð kirkjan að deiluefni því allir höfðu lagt til hennar. Gekk deilan svo langt að eitt sinn settu utansafnaðarmenn lás á kirkjuna. Þá sendi kirkjufélagið séra Jónas Sigurðsson norður og gat hann talað svo um fyrir mönnum að lásinn var tekinn burt, en ekki var deilunni lokið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.