Árdís - 01.01.1949, Page 37

Árdís - 01.01.1949, Page 37
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 35 AltarisborSið var klætt dökkrauðu flosi, prýtt með gullnu kögri og gullnum stöfum. Alt þetta þótti mér afar glæsilegt en þó horfði ég mest á prestinn; hann stóð í hvítum prédikunarstól, sem var á palli bak við altarið og gráturnar. Mér þótti presturinn fallegur maður, en starsýnast var mér á hendur hans, þegar hann fletti blöðunum; aldrei hafði ég séð svona hvítar og mjúkar hendur. — Þessi ungi prestur var elskaður og virtur af öllum sínum sóknar- börnum. Söngurinn var hrífandi; Sigurgeirsson bræðurnir sex frá Grund í Eyjafirði höfðu sezt að á eyjunni og þeir voru allir ágætir söngmenn og léku á hljóðfæri. Þeir gerðu kirkjusönginn fullkomn- ari og juku á skemtanalíf eyjarinnar. Presturinn gisti ávalt á Reynistað. Ég man að amma hafði sér- stakt herbergi fyrir hann, prestsherbergið. Það var eins fínlegc eins og ráð voru á í þá daga. Enginn annar fékk að sofa í því her- bergi nema, að brýn nauðsyn krefði. Það hefir jafnan verið gest- kvæmt á Reynistað; um þann stað liggur ferðamannastraumur norð- ur og austur um vatnið, þangað hefir margur lúinn ferðamaður verið feginn að koma. Núverandi húsfreyja þess staðar, stendur ekki að baki ömmu minnar í þeirri list að kunna að taka vel á móti gestum. — Það er áreiðanlegt að enginn einn maður hefir gert meir að því að halda uppi kristindómsfræðslu á eyjunni en Helgi heitinn Ásbjörnsson. í marga tugi ára stjórnaði hann sunnudagaskólanum og undirbjó börnin fyrir fermingu. Hjá honum lærðum við líka að lesa íslenzku. Hann var oftast erindreki safnaðarins á kirkjuþing- um. Ég man svo vel eftir þessum hvítskeggjaða manni; góðmensk- an og trúargleðin skein ávalt af andliti hans. Og ég man eftir fallegu kortunum sem hann gaf okkur — Ljósgeislunum, með lit- mynd öðrumegin en lexíunni hinu meginn. — Það hefði verið vel gert af kirkjufélaginu að halda uppi útgáfu Ljósgeisla meðan nokkurt barn les íslenzku. — í minningargrein um Helga ritar séra Rúnólfur: „Með Helga látnum hefir Mikley mist kenniföður þó ekki væri hann prestvígður“. Mér þótti vænt um séra Jóhann Bjarnason, hann fermdi mig. Hann útlistaði oft ræður sínar með smásögum og þótti mér það skemtilegt. Einhvern veginn hafði ég lært svo mikið á orgel að ég gat spilað í kirkjunni og man ég hve mér þótti mikið í það varið þegar séra Jóhann sagði við mig: „Orgelleikur þinn er taktfastur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.