Árdís - 01.01.1949, Side 43
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
41
í þessari jarðnesku tilveru, til þess að vera fær um að forsorga
fjölskyldu verður hann að vinna, hugsa og fórna; verður að þola
ýmsa erfiðleika. Þannig þroskast sálarlífið, þannig eykst tækni
og listfengi. Allt þetta verður varanlegt í eiginleikum sálarinnar.
Þetta varir þó líkaminn eyðileggist.
Við trúum því einnig að okkur sé leyft að halda áfram að
læra um alla eilífð. Okkur væri ómögulegt í okkar stutta lífi í
þessari tilveru að nálgast þann alfullkomleik, sem birtist í Jesú
Kristi. Þess vegna vitum við að sú menntun sem einstaklingurinn
hlýtur hér alla æfina í gegn er aðeins sem einn dagur á mentaleið
þeirri, sem varir alla eilífð.
Okkur skilst að tími hafi verið kominn fyrir Ralph og félaga
hans að breyta til með námsferil og byrja á annari mentabraut.
Og hver erum við, að við þorum að mótmæla að það hafi verið
þeim fyrir beztu?
Auðvitað munum við sakna hans. Skemtilegu bréfin hans
verða nú ekki fleiri — næsta sumar munum við minnast skemti-
stunda á síðasta sumri — á næstu jólum verður jólagleðin með
öðrum hætti, þá verðum við aðeins þrjú en ekki fjögur.
Það verður ekki auðvelt, en við erum ákveðin í því að gleðjast
hans vegna — hann hefir verið færður upp í skólanum — til hins
nýja og fullkomnara lífs. Við munum ekki skyggja á sælu hans
með því að vera sorgbitin.
Þess vegna er það löngun okkar að athöfnin á sunnudaginn
verði kveðjustund þar sem vinir safnast saman. Við þráum að þar
verði engin sorg sjáanleg, að þar verði rósemi og styrkur. Látum
okkur gera þessa kveðjustund sólskinsríka og fagra, látum þögula
óma fylla andrúmsloftið er túlka blessunaróskir til þeirra, sem eru
að leggja frá landi í ferð til fjarlægra stranda.
í þessum anda kveðjum við Ralph okkar og félaga hans og
biðjum guð að halda vörð milli hans og okkar meðan viðskilnað-
urinn varir.“
(Þessi grein er að mestu þýdd úr „The Readers Digest“. Henni
er hér snúið á íslenzku með það í huga að tileinka hana öllum
þeim foreldrum, sem hafa séð börn sín í blóma lífsins vera færð
upp í skólanum — til hins nýja og fullkomnara lífs).
Ingibjörg J. Ólafsson