Árdís - 01.01.1949, Page 45
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
43
Kristilegt Félag Ungra Kvenna
í Reykjavík 50 Ára
Smekklegt og vandað afmælisrit er hið Kristilega Félag Ungra
Kvenna í Reykjavík gaf út á fimtíu ára afmæli sínu hefir nýlega
borist vestur um haf. Við lestur þess finnur maður til metnaðar
og gleði. Þessar ættsystur okkar á íslandi hafa starfað vel og
dyggilega í þessum félagsskap í fimtíu ár.
Eins og oft á sér stað voru hin fyrstu ár félagsins erfið af
ýmsum ástæðum. Félagið var stofnað af séra Friðrik Friðrikssyni
29. apríl 1899. Hin fyrsta forstöðukona þess var hin mikilhæfa
kona, frú Valgerður L. Briem. Það virðist sem félagið hafi naumast
komist á fastan fót fyr en árið 1908. Síðan hefir starf þess verið
fjölþætt og orðið mörgum til blessunar.
Aðrar forstöðukonur félagsins hafa verið: Frú Anna Thorodd-
sen, frú Guðrún Lárusdóttir og frú Áslaug Ágústsdóttir, sem hefir
verið forstöðukona frá því 1938.
Ýmsar myndir prýða þetta myndarlega rit, þar á meðal mynd
af stjórnarnefnd frá fyrri árum og núverandi stjórnarnefnd. — Það
heillar okkur, sem fæddar erum í þessari álfu, að horfa á þessar
myndir sem sýna hinn tilkomumikla íslenzka þjóðbúning — hinn
tigna norræna svip svo auðugan af alvöru og festu. Við blessum
minningu þeirra, sem látnar eru og óskum þeim, sem enn eru að
verki allrar blessunar 1 komandi tíð.
Bandalag Lúterskra Kvenna samgleðst K. F. U. K. yfir miklu
og göfugu starfi í fimtíu ár. I. J. Ó.
ÖLLUM ÞEIM
sem auglýsa í þessu riti, vottar útgáfunefndin
VIRÐINGU OG ÞAKKLÆTI