Árdís - 01.01.1949, Page 47
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
45
lslenzkar frumherja konur
Eftirfylgjandi kafli er helgaður minningu íslenzkra frum-
herja kvenna vestan hafs, er með fórnarlund sinni, atorku og kristi-
legu hugarfari höfðu djúp áhrif á samfélag sitt.
Mynd þessi er tekin árið 1891, og voru þessar konur staddar í
Winnipeg ásamt mönnum sínum, sem voru það ár erindrekar á
kirkjuþingi hins Ev. Lút. Kirkjufélags Vestur-íslendinga.
☆ ☆ ☆ ☆
Guðrún Briern F. 17. apríl 1863 — D. 18. apríl 1937.
Kom með foreldrum sínum til Nýja íslands 1876. Giftist hún
síðar Jóhanni Briem, bróður séra Valdimars sálmaskálds, Jakobs,
sem mörgum var kunnur vestan hafs og frú Rannveigar Jónasson.
Hún var starfandi meðlimur í Bræðrasöfnuði í Riverton, þar sem
Grund, Briems heimilið, stóð. í mörg ár stjórnaði hún sunnudaga-
skóla safnaðarins og lét sér af hjarta annt um velferðarmál safnað-
ar síns.
☆ ☆ ☆ ☆
Jónína Margaret Paulson F. 14. febr. 1862 — D. 2. Apríl 1894.
Hún var bróðurdóttir séra Jóns Bjarnasonar og litlu eftir að
hún kom frá íslandi giftist hún Vilhelm H. Paulson. Hún var
fríðleiks og gáfukona, starfandi í kvenfél. Fyrsta lút. safn. í Winni-
peg. Fráfall hennar á unga aldri var samfélagi hennar harmdauði.
☆ ☆ ☆ ☆
Sigurbjörg Frederickson F. 14. ágúst 1861 — D. 8. júlí 1941.
Var með foreldrum sínum í hópi þeim, sem settist að í Kinm-
ount, Ont., 1874, en fóru til Nýja Islands 1875. í Winnipeg giftist
hún Árna Frederickson og voru þau fram úr skarandi meðlimir
Fyrsta lút. safnaðar þar til þau fluttu til Vancouver B. C.
☆ ☆ ☆ ☆
Magnea Hermann F. 22. jan. 1846 — D. 3. feb. 1920.
Kom með manni sínum Hermanni Hjálmarssyni Hermann