Árdís - 01.01.1949, Page 49
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
47
Sérstakt lag hafði hún á því, að hæna börn að sér með hlýrri og
vingjarnlegri kurteisi.
☆ ☆ ☆ ☆
Guðrún Bergmann F. 29. sept. 1855 — D. 10. sept. 1938.
Giftist séra Friðrik Bergmann í apríl 1888 á næsta ári eftir
að hún kom frá íslandi. Þá var séra Friðrik prestur í Garðar
byggð í Norður Dakota, en síðar flutti fjölskyldan til Winnipeg,
þar sem hann gegndi kennara og prestsstöðu í mörg ár. Heimili
þeirra var víðþekkt að innilegri gestrisni og hlýleik gagnvart þeim,
sem þar dvöldu um lengri eða skemmri tíma og drjúgan þátt lagði
hún til þess með sínu hógværa ljúflyndi. (Vide Árdís 1946).
☆ ☆ ☆ ☆
Laura Michaeline Bjarnason F. 16 maí 1842 — D. 17. júní 1921.
Kona séra Jóns Bjarnasonar og hans óbrigðula stoð. Um hana
hefir svo margt verið ritað að óþarfi er að ítreka það í þessari
takmörkuðu grein. (Vide Árdís 1935).
☆ ☆ ☆ ☆
Guðný S. Frederickson F. 29. okt. 1856 — D. 9. marz 1948.
Á leið að heiman frá föðurhúsum til Akureyrar, þaðan sem
lagt var áleiðis til Ameríku árið 1873, voru gefin saman í hjóna-
band, Guðný og Friðjón Frederickson. í Nýja íslandi og síðar í
Glenboro og Winnipeg voru þau hjón ávalt í broddi fylkingar í
kirkju og öðrum velferðarmálum landa sinna. Hún náði hárri elli
og lifði síðust þeirra, sem létu mynda sig saman, 1891.
☆ ☆ ☆ ☆
Halldóra Bardal F. 1. júlí 1865 — D. 10. okt. 1943.
Til Nýja íslands kom hún með foreldrum og systkinum árið
1876. Árið 1885 giftist hún sínum mæta manni, Páli S. Bardal og
stofnuðu þau heimili, sem mörgum var kunnugt að gestrisni og
glaðværð. Hún var meðlimur Fyrsta lút. safnaðar frá fyrstu árum
og áhugasöm og starfsöm í kvenfélagi hans.
FLORA BENSON