Árdís - 01.01.1949, Síða 50
48
ÁRDIS
REBEKKA GUÐMUNDSDÓTTIR JOHNSON
Fallegt er það, og þarflegt af Árdís, að minnast frumbýlis kvenn-
anna íslensku í Ameríku, því sögur þeirra margra, nei flestra, eru
þannig, að þær eiga ekki aðeins rétt á að lifa, heldur getur saga
Vestur-íslendinga aldrei verið
réttilega skráð, nema að þátt-
töku þeirra sé þar sanngjarnlega
getið.
Ein af þeim eftirminnanlegu
konum frá frumbýlingsárum ís-
lendinga í Canada, var Rebekka
Guðmundsdóttir. Eftirminnan-
leg fyrir margra hluta sakir.
Fyrir persónulegt atgjörfi, því,
hún var tilkomumikil kona að
vallarsýn, há, þrekvaxin, fram-
ganga hennar ákveðin, föst og
prúðmannleg, andlitið svip-
mikið, greindarlegt og bar á
sér fyrirmanns brag, þannig að
hún vakti sérstaka athygli
manna. Allt eru þetta kostir, stór
ir kostir en ekki einhlýtir ef á
önnur manngildi skortir. En það
var öðru nær, en að svo væri hjá Rebekku því hjá henni hélzt hið ytra
atgjerfi, og innri verðleikar í hendur. Hún var greind kona, en greind
hennar var frekar bundin athyglis gáfu, en andansleiftri. Viljaþrek
hennar og hugrekki var óbilandi og þessa mannkosti sína notaði hún
óspart í þarfir landa sinna á meðan kraftar hennar og lífsfjörið
leyfði. Þau liggja víða um landnám íslendinga í Manitoba, sporin
hennar Rebekku Guðmundsdóttir og allstaðar eru þau hrein, skýr
og áberandi. Hún og maður hennar, Jón Árnason frá Sveinsstöðum
í Mývatnssveit, komu til Ameríku árið 1876 og settust að í Nýja Is-
iandi á bújörð sem þau nefndu Meiðavelli, eftir Meiðavöllum í
Kelduhverfi á Islandi, þar sem þau bjuggu frá 1864—1872, en síðustu
fjögur árin þar heima bjuggu þau að Máná á Tjörnesi og þaðan