Árdís - 01.01.1949, Síða 52
50
ÁRDÍ S
Foreldrar hennar voru Guðmundur Pálsson af Brúargerðisætt og
Rósa Jósafatsdóttir Finnbogasonar, Oddsonar bróður Sigurðar
silfursmiðs á Ljósavatni.
Rebekka ólst upp hjá foreldrum sínum til tvítugsaldurs, en
þá, árið 1850, 14. október giftist hún Jóni Árnasyni frá Sveinstöðum
í Mývatnssveit, bróðir Jóns föður Sigurðar Jónsonar ráðherra frá
Yztafelli.
Börn Rebekku og Jóns voru þessi:
Elzt þeirra var Sigríður fædd á Sveinsstöðum við Mývatn 25.
júní 1851.
Ari, fæddur á Sveinstöðum 1853.
Guðmundur, fæddur á Helluvaði 9. september 1855.
Guðrún, kona Kristinns Stefanssonar skálds fædd á Helluvaði
14. júlí 1857.
Jónina Rebekka fædd á Helluvaði 5. december 1860 — dó á
Meiðarvöllum 5 ára gömul.
Rósa fædd á Geirastöðum 19. janúar 1863.
Jónina Rebekka fædd á Meiðavöllum 2. október 1865.
Björg fædd á Meiðavöllum 18. júlí 1870.
Arni fæddur á Máná 2. október 1872.
Þorlákur fæddur að Máná 5. ágúst 1874.
Öll voru þessi börn mannvænleg og vel gefin, en náðu fæst
mjög háum aldri eru að því ég 'bezt veit öll gengin grafar veg, nema
Þorlákur, sem búsettur er í Winnipeg en það er hér stór hópur
mannvænlegra barna barna þeirra Jóns og Rebekku, sem að minsta
kosti sum sverja sig allgreinilega í ætt.
Eftir að börn Rebekku voru öl'l komin til mannskaps ára og
höfðu gjörst athafna mikil á ýmsum sviðum frumbýlinga tíma-
bilsins hér í Winnipeg tók Rebekka að sér tvö fósturbörn. Magnús
Vilhelm Pálsson bróðurson þeirra vel þektu bræðra, Magnús og
Vilhelms Paulson (Pálssona) velgefinn pilt eins og hann á ætt til,
sem er enn á lífi og unga stúlku sem að Sigríður hét. Hún dó á
meðan hún var enn á æsku skeiði.
Rebekka Guðmundssdóttir lést í Winnipeg 31. janúar 1913
og með henni hneig til moldar ein af hinum ógleymanlegu kven-
hetjum frumbýlings áranna hér vestra.
J. J. Bildfell