Árdís - 01.01.1949, Síða 53
Ársrit Bandálags lúterskra kvenna
51
MARGRÉT Á REYNISTAÐ
í Nýja íslandi héldu menn nokkuð fast við hinn fagra íslenzka
sið að gefa heimilum sínum nöfn. Þessvegna kýs ég þessa fyrirsögn.
Það fór ylur um sál mína þegar ég var beðinn að skrifa um
hana. Það var vegna þess, að mér þótti sérstaklega vænt um hana.
Viðkynning við hana var ljúf
og farsæl. Ég hefi að vísu enga
sérþekkingu til að segja frá stór
um viðburðum, en fyrir þau
kynni, sem ég hafði af henni í
sambandi við starf mitt í Mikl-
ey, er mér sérstök ánægja að
minnast hennar.
Ég leiði hana þá fram fyrir
lesendur þessa rits með örfáum
dráttum um uppruna og stöðu
hennar. Nafn hennar var Mar-
grét. Foreldrar hennar voru þau
hjónin Þórarinn Einarsson frá
Klifshaga í Axarfirði, í Þing-
eyjarsýslu, á íslandi, og Rósa
Vigfúsdóttir frá Birgi í Keldu-
hverfi. Margrét var fædd að
Vestaralandi í Axarfirði, 9. ág.
1841. Hinn 25. jan. 1876 giftist hún Helga Sigurði Tómássyni frá
Hermundarfellsseli í Þistilfirði. Þetta sama sumar fluttust þau,
með stóra vesturfarahópnum, til Ameríku; fóru til Nýja íslands
og tóku sér bólfestu í Mikley. Sjö fyrstu árin þar höfðu þau ekki
varanlegan samastað, dvöldu á ýmsum bæjum; en þetta breyttist
árið 1883. Þau námu þá land og fluttu á það 18. apríl. Sagt er,
að Margrét hafi fundið þar Reyniviðarhríslu, sem henni þótti
mjög falleg. Ekki vil ég staðhæfa, að þetta hafi ráðið valinu á bú-
jörðinni, því óefað hafa fleiri atriði komið til athugunar, en ekki
mun hríslan hafa spilt til, og víst er um það, að hún vísaði Mar-
gréti á nafn fyrir bæinn hennar. Hún nefndi hann Reynistað, og
því nafni heldur bærinn enn. Þetta atvik minnir mig á smala-
Margréi Tómásson