Árdís - 01.01.1949, Side 55
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
53
eftir því sem henni var unnt að veita, á heimilinu og í byggðinni.
Dagfar hennar átti djúpar rætur í Guðsvígðu sálarlífi. Hún elskaði
„Guð og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist“. Þessvegna var ein-
lægnin svo ótvíræð, vinsemdin svo hrein, framkoman svo aðlað-
andi. Hún flutti fólki ylríkan fögnuð. Þangað var gott að koma.
Þessari ljúfu konu var veittur mikill styrkur. Hún hafði ákveðn-
ar skoðanir, sterka sannfæringu, fasta stefnu, óbrigðult þol í raun-
um, heilbrigt afl til framkvæmda, sigurmátt í fjallgöngu lífsins.
Hún barðist „trúarinnar góðu baráttu“. Af alhug studdi hún kristna
kirkju og liðsinti velferðarmálum byggðar sinnar.
Börn þeirra hjóna voru fjögur. Kristín Þóra varð kona Vil-
hjálms Sigurgeirssonar prests á Grund í Eyjafirði. Hún dó 1907,
en Vilhjálmur 1924. Rósa Elínborg dó á fjórða ári. Tveir synir lifa:
Kristján, kvæntur Sigþóru Þorláksdóttur, ættaðri úr Axarfirði og
Gunnar, kvæntur Kristínu Kristmundsdóttur. Báðir eru þeir út-
gerðarmenn í Mikley. Kristín, kona Vilhjálms, var mikilhæf og
listfeng kona, og báðir eru synirnir hinir nýtustu menn.
Marminn sinn missti Margrét 27. júlí 1909; en nytsemdarferill
hennar hélt áfram. Nokkur síðustu ár æfinnar, var hún hin eina
manneskja á lífi, þeirra, sem settust að í Mikley 1876. Hún var
kölluð héðan burt til æðri heimkynna 1. júlí 1928, og vantaði þá
ekki nema liðugan mánuð til þess hún yrði 87 ára.
Andi hennar og ævistarf flytja mig að þessu stefi:
„Ó, hversu mjög er ætíð sælt að eiga
sér opinn glugga móti lífsins borg,
og heim í Ijósið horfa sífelt mega
úr heimsins myrkri, glaumi, stríði, sorg“.
RÚNÓLFUR MARTEINSSON