Árdís - 01.01.1949, Page 56
54
ÁRDIS
KARÓLÍNA SOFFÍA SNÆDAL
F. 19 januar 1856 — D. 21. februar 1947
Ein af þeim mörgu merku konum, sem framarlega stóðu í
fylkingu íslenzkra frumbyggja vestan hafs, var Karólína Soffía
Snædal. Yfir minningu hennar verður jafnan bjart í hugum þeirra,
sem þektu hana bezt og voru svo lánsamir að njóta hjúkrunar
og hjálpar frá hennar hendi þeg-
ar veikindi báru að.
Karólína var fædd á Jökul-
dal í N. Múlasýslu 19. jan. 1856.
Hún ólst upp hjá foreldrum sín-
um til fullorðins ára. Af móður
sinni lærði hún snemma að
hjúkra veikum, einkum sængur
konum. Með þeirri undirstöðu-
mentun og lestri íslenzkra lækn-
ingabóka, byrjaði hún svo nám
í skóla reynslunnar og leið ekki
á löngu áður en hún varð svo
fær í þeirri list að hlynna að
veikum, að ekki tókst mörgum
betur, sem að útskrifast höfðu
af skólum þessa lands.
Árið 1876 flutti Karólína
frá íslandi ásamt manni sínum,
Eyjólfi Jónssyni Snædal frá
Hjarðarhaga á Jökuldal, og
ungri dóttur. Settust þau fyrst að í Nýja íslandi, en fluttu þaðan
til Winnipeg, þar sem þau dvöldu um tíma. Þegar íslenzkt land-
nám hófst í Argylebyggð voru þau með þeim fyrstu, sem þangað
fóru, árið 1882.
Karólína missti mann sinn árið 1898, og stóð hún þá ein uppi,
efnalítil með sjö börn. Flutti hún þá í smábæinn Baldur og átti
fjölskyldan þar heimili í mörg ár.