Árdís - 01.01.1949, Side 60
58
ÁRDÍ S
Kallaðar heim
OVÍDA SWAINSON
F. 1. maí 1870 — D. 11. marz 1949
Hún var fædd að Sauðanesi á Ufsaströnd í Eyjafjarðarsýslu
á íslandi. Foreldrar hennar voru þau Jóel Jónasson og Dorotea
Friðrika Loftsdóttir. Var hún alin upp hjá móðurbróður sínum
Jóni Loftssyni, og konu hans, Ovídu Jónasdóttur, föðursystir sinni
í Hvammi í Höfðahverfi, Suður
Þingeyjarsýslu. Þar giftist hún
Sveini Sveinssyni frá Hóli, 17.
maí 1889. Reistu þau bú þar í
sveitinni, og dvöldu þar fram á
sumarið 1893 er þau fluttust til
Winnipeg,, Ovída var fríð kona
og tíguleg í allri framkomu. Hún
var góðum gáfum gædd, og
margfróð, einkum um íslenzk
efni. Ljóðræn mun hún hafa ver-
ið og kunni mikið af kveðskap,
bæði fornum og nýjum. Þrátt
fyrir fátækt og frumbýlingskjör,
mun hún hafa verið miklu frem-
ur veitandi en þiggjandi lengst
æfi sinnar. Er það enn í minnum
haft meðal eldra fólks að heimili
hennar hafi jafnan staðið opið
íslenzkum innflytjendum fyr á
árum. Var þá veitt eftir föngum,
án tillits til endurgjalds, enda mun sjaldan hafa verið um
slíkt að ræða. Kom þar fram í fari hennar sá höfuðkostur
sem jafnan hefir einkennt íslendinga mörgum öðrum þjóðum
fremur: hjálpsemi við þá sem hafa minna en þeir sjálfir, og gestrisni.