Árdís - 01.01.1949, Page 62
60
ÁRDÍ S
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR JOHNSON
F. 5. febrúar 1868 — D. 13. desember 1947.
Á milli ofangreindra dagsetninga er þjappað hart nær áttatíu
ára æfisögu. Það er þá heldur ekki margbrotin saga, og lítill er
æfintýraljóminn yfir henni. Það er saga frumbýlingskonu, sem yfir-
gaf ættland sitt mót vilja sínum. En hún einsetti sér þá þegar að líta
ekki aftur. Hún gleymdi sjálfri
sér í önnum og striti dagsins;
hún fórnaði kröftum sínum fyrir
bú sitt og börn, og í ellinni naut
hún þeirrar gæfu að sjá nokkra
ávexti elju sinnar.
Hún var fædd að Stóru
Hvalsá í Hrútafirði, og ólst upp
í þeirri sveit. Snemma hneigðist
hún til náms, en til þeirra hluta
voru fá skilyrði á þeim dögum
fyrir börn alþýðumanna. Samt
heppnaðist henni að sækja Ytri
Eyjar skóla í tvo vetur, og þótti
það mikið nám. Nokkur næstu
árin var hún barnakennari í
heimasveit sinni. 4. júlí 1895 gift-
ist hún Guðbjarti Jónssyni,
Magnussonar pósts, frá Hróa í
Steingrímsfirði. Aldamótaárið
fluttust þau vestur um haf, og
settust að í Mouse River byggð-
inni í Norður Dakota, og bjuggu
þar á fremur lélegu landi, og oft
við kröpp kjör, um nærri þrátíu
ára bil. Síðar fluttust þau til þorpsins Upham, og þar lézt Guðbjart-
ur, 24. júlí 1939.
Þau hjón áttu sex börn, og eru þau öll á lífi er þetta er ritað,
nema næst elzti sonurinn, Jón, sem lézt 1918. Tveir sona þeirra