Árdís - 01.01.1949, Page 63
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
61
eru lögfræðingar, Níels í Bismarck, N.D. og Einar í Lakota í sama
ríki. Tveir eru læknar, þeir Olafur og Kristján í Rugby, N.D. Einka-
dóttirin, Thorunn Lilja, er kona séra Valdimars J. Eylands í Winni-
peg. Einnig lætur hún eftir sig fjórtán barnabörn, og margt frænda
á fsland.
Frá því er Guðbjartur lézt hefir Guðrún iheitin jafnan dvalið hjá
dóttur sinni á vetrum. Hefir hún þannig eignast marga kunningja
í borginni. Hún var að eðlisfari glaðvær og félagslynd kona, og tók
á sinni tíð mjög virkan þátt velferðamálum sveitar sinnar. Hún
var viðstödd á stofnþingi Bandalags lúterskra kvenna í Selkirk,
árið 1925, og hafði jafnan síðan áhuga fyrir málum þessa félags.
Síðustu mánuðina naut hún aðhlynningar sona sinna á Good
Samarilan spítalanum í Rugby, og þar 'lézt hún. Hún var jörðuð
við 'hlið manns síns og sonar í fjölskyldugrafreit Mouse River
sveitarinnar, skammt frá bújörð þeirrar hjóna. Starfi þeirra er lokið,
en minning þeirra lifir. V. J. E.