Árdís - 01.01.1949, Blaðsíða 64
62
ÁRDIS
ANNA ÓLAFSSON
5. maí 1855 — 27. okióber 1948
„Frú Anna var mikil kona að vallarsýn, og tíguleg í fasi; hún
var óvenjulega fagurvaxin kona, sem engir erfiðleikar, engar
eldraunir gátu beygt í baki.“
Þannig farast Einari Páli Jónssyni ritstjóra orð, er hann minnist
Önnu heitinnar, í „Lögbergi“, 25.
nóvember 1948, og munu allir
kunnugir viðurkenna að um-
mæli hans eru makleg og sönn,
og að þau eiga við bæði að því
er snertir ytra útlit og andlegt
atgervi þessarar mætu og vin-
sælu konu.
Anna var fædd á Bygggarði
á Seltjarnarnesi. Foreldrar henn
ar voru Sveinbjörn Guðmunds-
son, og Petrína Regina Rist.
Faðir hennar mun hafa drukkn-
að áður en hún fæddist, og var
hún því ung fengin Asgeiri
Möller að Læk í Melasveit til
fósturs. Þar ólst hún upp, og
giftist fyrra manni sinum Olafi Arnasyni; settust þau að á Akranesi.
Eftir fárra ára sambúð misti Anna mann sinn frá fjórum börnum.
Síðar giftist hún Jónasi Ikkaboðssyni, ættuðum úr Dalasýslu. Flutt-
ust þau vestur um haf, árið 1911, og lézt Jónas ári síðar, og stóð
Anna þá eftir ekkja í annað sinn, með hóp af ungum börnum.
En þrátt fyrir stór högg dauðans, missir eiginmanna og nokk-
urra barna sinna, bar Anna sig eins og hetja, og alt fór vel. Börn
hennar sem lifa af fyrra hjónabandi eru: Einar kaupmaður á
Akranesi, Petrína Regína, búsett í Winnipeg. Af síðara hjónabandi
eru þessi: Halldóra, Benedikt og Helga öll búsett í Winnipeg, og
Sveinbjöm, prestur, í Duluth, Minnesota. Síðustu árin dvaldi hún
Anna Ólafsson