Árdís - 01.01.1949, Blaðsíða 67
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
65
KRISTJANA MAGNÚSSON
F. 7. marz 1870 — D. 9. janúar 1949.
Kristjana Benediktsdóttir Magnússon var fædd á Einarsstöð-
um í Kræklingahlíð við Eyjafjörð á fslandi. Foreldrar hennar voru
þau Benedikt Jónasson og Ingibjörg Kristjánsdóttir bæði ættuð
frá Hvassafelli í Eyjafirði. m, A .....................
Til Ameríku kom hún 1892,
eftir stutta dvöl í Winnipeg
flutti hún til N. Dak. Þann 29.
júní 1894 giftist hún Pétri J.
Magnússyni. Áttu þau heima í
N. Dak. til 1901, að þau fluttu
til Nýja íslands og settust að
í Árdalsbyggðinni, sem þá var
stofnuð af Dakota-búum. Bjuggu
þau á heimilisréttarlandi sínu
þar til Kristjana flutti til Ár-
borg 1929 til Sigurlaugar dóttur
sinnar. Þar dvaldi hún þar til
hún var kölluð til betri heim-
kynna.
Mann sinn missti hún 1914,
en bjó með börnum sínum á land
inu meðan kraftar leyfðu. Börn
þeirra eru: Kristján Sigurður
kvæntur Friðriku Erlendson,
Karl Kristberg kvæntur hérlendri konu, Sigurlaug gift David Guð-
mundssyni, Guðmann, fórst í stórhríð á Winnipegvatni 26. nóv.
1929, Einar kvæntur Vilhelmínu Sigurdson, Jósteinn, ógiftur, sem
var mest af tímanum hjá móður sinni.
Kristjana sáluga var hin mesta gæðakona, var heimilið ávalt
hennar ríki. Hún unni kirkju sinni og var meðlimur Kvenfélags
Árdalssafnaðar til dauða dags.
Fyrsta heimili hennar á „Bakka“ var aðlaðandi og ríkti þar
ávalt góðvild og gestrisni til allra, sem báru að garði. Var þar oft
Krisljana Magnusson