Árdís - 01.01.1949, Síða 71
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
69
tíguleg sem húsfreyja, móðir og eiginkona var hún í fremstu röð.
Hjónabandið var fyrirmynd og heimilislífið sem bezt getur verið.
f íslenzkum félagsskap tók hún virkan og einlægan þátt. Hún var
ætíð lifandi kvistur á meið íslenzka kvenfélagsins og vann þar
jafnan af ötulleik og trúmensku og dró sig aldrei í hlé. Hún var
yfirlætislaus og sótti lítt eftir metorðum. Auk eiginmannsins syrgja
hana þrjú börn: Verna (Mrs. H. Wilton) Sinclair, Man., Elvína
heima og Allan, sem vinnur við verzlun föður síns í Glenboro.
Turner, sem var elztur af systkinunum, og vann sér mikinn orð-
stýr sem flugmaður í stríðinu mikla var skotinn niður yfir Þýzka-
landi eftir 27 flugferðir yfir óvinalöndin; var við fráfall hans að
móðurinni kveðinn mikill harmur sem og að allri fjölskyldunni.
Á lífi eru tvær systur, Mrs. Lipsett, Kelowna B. C. og Olga í
Glenboro, og tveir bræður, Otto, sem er hluthafi í Frederickson’s
verzluninni, og Victor Arthur einnig í Glenboro.
Þungur harmur er kveðinn að eiginmanni, börnum og öðrum
ástvinum hennar, en það er líka skarð fyrir skildi í ísl. félagsskap
í Glenboro við fráfall hennar. En minnig hennar verður geymd með
virðingu í hug og hjarta allra þeirra, sem að þekktu hana bezt.
G. J. OLESON